Innlent

Heimilisofbeldi á Höfn: Maðurinn í gæsluvarðhaldi til fimmtudags

Gissur Sigurðsson skrifar
Frá Höfn í Hornafirði.
Frá Höfn í Hornafirði. Vísir/ÞÖK
Dómari við Héraðsdóm Suðurlands féllst rétt fyrir klukkan tólf á hádegi á kröfu lögreglunnar á Suðurlandi um gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem var handtekinn á Höfn í Hornafirði í gærkvöldi. Er hann grunaður um að hafa beitt alvarlegu heimilisofbeldi.

Maðurinn skal sæta gæsluvarðhaldi fram á fimmtudag en lögreglan hafði krafist varðhalds í viku. Honum var ekið til Selfoss í nótt og var hann leiddur fyrir dómara klukkan átta í morgun. Dómari tók sér frest til hádegis til að kveða upp úrskurð sinn.

Lögregla vill ekki veita nánari upplýsingar um málið að svo stöddu og er fréttastofu ekki kunnugt um líðan þolandans.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×