Innlent

Bíll Snæfríðar fannst á Selfossi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
"Ég er alveg í skýjunum. Lögreglan sagði mig mjög heppna því svona bílar eru mjög líklegir til að verða seldir í partasölu,“ segir Snæfríður.
"Ég er alveg í skýjunum. Lögreglan sagði mig mjög heppna því svona bílar eru mjög líklegir til að verða seldir í partasölu,“ segir Snæfríður.
Silfraður Mercedez Benz í eigu Snæfríðar Sólar Snorradóttur sem stolið var af Hafnarstræti í Reykjavík í fyrradag er fundinn. Lögreglan á Selfossi fann bílinn í gærkvöldi eftir að hafa borist símtal frá athuglum lesanda Vísis. Búið var að taka öll verðmæti úr bílnum.

Vísir greindi frá því í gær að bíllyklum Snæfríðar hefði verið stolið er hún sat að snæðingi í miðbæ Reykjavíkur. Að máltíð lokinni greip hún í tómt því bíllinn var horfinn. Snæfríður hafði fest kaup á bílnum rúmri viku áður.

„Það var að sjálfsögðu búið að tæma bílinn, jafnvel snjóskafan var tekin. Mest sé ég eftir rándýrum Ray-ban gleraugum,“segir Snæfríður, sem er þó afar þakklát fyrir skjót viðbrögð lögreglu og alla þá aðstoð sem hún fékk.

„Ég er alveg í skýjunum. Lögreglan sagði mig mjög heppna því svona bílar eru mjög líklegir til að verða seldir í partasölu,“ bætir hún við.

Snæfríður segir að mikið hafi verið reykt í bílnum og sé hann því nú á leið í þrif. Hún segir að búið sé að myndgreina þjófana en ætli ekki að kæra þá.

„Þeir verða ekki kærðir nema ég herji persónulegt mál gegn þeim. Ég veit ekki af hverju fólk ætti að komast upp með svona lagað. Að stela heilum bíl og labba burt frá því án kæru,“ segir hún að lokum.


Tengdar fréttir

Staðgreiddi Benz og viku síðar var honum stolið

"Það tók mig langan tíma að safna mér fyrir honum en verðmæti hans er um 2,2 milljónir. Það er það sem gerir þetta sérstaklega leiðinlegt,“ segir Snæfríður Sól Snorradóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×