Innlent

Sýndu samstöðu gegn kynþáttafordómum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fyrir utan Melaskóla í dag.
Fyrir utan Melaskóla í dag. vísir/vilhelm
Í vikunni verða send út eitt þúsund póstkort um land allt. Skilaboð kortanna eru skrifuð af ungu fólki og munu berast inn um lúgur fólks um allt land.

Um er að ræða verkefnið sem gengur undir nafninu Hönd í hönd og er liður í Evrópuviku gegn kynþáttafordómum sem Mannréttindaskrifstofa Íslands stendur fyrir.

Vikan mun einkennast af vitundarvakningunni, en í dag munu tuttugu og sex grunnskólar leggja sitt á vogarskálarnar með því að haldast hönd í hönd umhverfis skólann sinn.

Í morgun tókust nemendur og starfsfólk yfir tuttugu grunnskóla um allt land, hönd í hönd í kringum skólabyggingar sínar til að sýna samstöðu með margbreytileika.

Meðfylgjandi mynd var tekinn fyrir utan Melaskóla í morgun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×