Innlent

EVE Fanfest hefst á fimmtudaginn

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Fanfest í fyrra.
Frá Fanfest í fyrra. Vísir/Rósa
EVE Fanfest hátíðin og ráðstefna CCP fer fram í Hörpu um helgina og hefst hún annað kvöld. Erlendir gestir hátíðarinnar eru byrjaðir að streyma til landsins. Samkvæmt tilkynningu frá CCP er búist við 1.500 erlendum gestum á hátíðina að þessu sinni. Þar af um 50 blaðamönnum frá mörgum stærstu leikja- og tæknimiðlum heims.

Alls er búist við að um þrjú þúsund manns sæki hátíðina, en þetta er í ellefu sinn sem EVE Fanfest er haldin.

Í tilkynningunni segir að hún hæfi stækkað mikið á þeim tíma, en fyrst var hún haldin á efri hæði Kaffi Sólon árið 2004. Að þessu sinni verður Harpa í heild sinni undirlögð EVE Fanfest frá og með fimmtudegi yfir alla helgina.

CCP mun kynna nýjustu tilraunir sínar á sviði sýndarveruleika (virtual reality) á 1. hæð Hörpu alla hátíðardagana og gefa gestum kost á að prufa. Þar munu gestir einnig geta prufað EVE Valkyrie, nýjan leik sem CCP er með í þróun og mun koma út fyrir þrívíddarbúnað Oculus Rift á PC og Morpheus búnaðinn fyrir PlayStation 4 leikjavélar SONY. EVE Valkyrie hófst sem tilraunaverkefni sem fyrst var sýnt á EVE Fanfest árið 2013 undir heitinu EVE-VR.

Dagskrá hátíðarinnar í ár er gríðarlega fjölbreytt og samstendur af yfir 95 dagskrárliðum. Má þar nefna fyrirlestra og pallborðsumræður um;

  • Efnahagsmál, landafræði, svarthol og hættuleg sólkerfi í EVE heiminum
  • Tækni og framtíð mannkyns, Dr. David Grinspoon ráðgjafi frá NASA
  • Sýndarveruleiki (virtual reality) og framtíðarmöguleikar hans
  • List og hönnun í EVE Online og EVE: Valkyrie
  • Hljóðheimur, tónlist og tilfinningar í EVE Online
  • Netöryggi og öryggismál hjá CCP
  • Leikjahönnun hjá CCP
  • Sagnfræði og goðsagnir EVE heimsins
  • Blaðamennska og EVE heimurinn, skyggnst bakvið tjöldið hjá EVE News 24
  • Teiknmyndasögur, bækur og sköpun annars efnis tengt EVE heiminum
  • Þrívídar-sýndarveruleiki (Virtual Reality) og framtíðarmöguleika hans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×