Innlent

Langar að kalla Gunnar Braga flippkisa en þorir því ekki

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, furðar sig á ræðu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra.
Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, furðar sig á ræðu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. vísir/valli
Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir röksemdafærslu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um Evrópusambandsmál sæta furðu. Hún segir bréf hans með öllu óskiljanlegt og íhugar að ávarpa hann úr ræðustól sem „háttvirtan flippkisa“. Hún segist þó ekki nægilega uppreisnargjörn til þess að láta af því verða.

„Erum í þingsal að ræða nýjasta útspil utanríkisráðherra og ég skil hvorki upp né niður í röksemdafærslu þessa manns sem sendir óskiljanleg bréf til Evrópu. Er að spá í að ávarpa hann á eftir úr ræðustól sem "háttvirtan flippkisa". Held ég þori því samt ekki, ég er ekki nógu mikill rebel,“ skrifar Brynhildur á Facebook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×