Innlent

Ekið á lögreglumann

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Lögregluþjónar hugðust hafa afskipti af ökumanni sem grunaður var um að vera á stolnum bíl fyrr í dag. Sá reyndi að keyra á brott en ók þá á lögreglumann.

Eftirför hófst strax á eftir bílnum en þrír sem voru í bílnum forðuðu sér inn í fjölbýlishús. Þar voru þau handtekin, samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þau voru vistuð í fangageymslu en verða yfirheyrð þegar þau eru í standi til. Öll eru þau sögð hafa verið meira eða minna undir áhrifum vímuefna.

Lögreglumaðurinn sem ekið var á var fluttur á slysadeild. Hann reyndist óbrotinn en skrámaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×