Háskólastúdentar hafa lítinn aðgang að heilsugæslu Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2015 19:45 Tilraunaverkefni á vegum heilbrigðissviðs Háskóla Íslands bendir til að full þörf sé á sérstakri heilsugæslu fyrir háskólasamfélagið. Fjöldi stúdenta er án heimilislæknis og útlendir stúdentar vita oft ekki hvert þeir eiga að leita. Heilbrigðissvið Háskóla Íslands hefur starfsrækt svo kallað heilsutorg frá því í október og lýkur verkefninu í lok næst viku. Könnun á vegum verkefnisins sýnir að háskólanemar veigra sér oft að leita sér læknisþjónustu og bera þá helst fyrir sig kostnað. Læknanemar fá kennslu og þjálfun inni á Landsspítalanum háskólasjúkrahúsi og í læknagarði fá tannlæknanemar þjálfun í tannlækningum. Spurningin er hvort Háskólinn þurfi einnig að reka eigin heilsugæslu. „Það væri spennandi tilraun að minnsta kosti. En ég held að það sem við verðum að átta okkur á er að nemar í Háskólanum eiga kannski tiltölulega lítinn aðgang að heilsugæslunni eins og margir hér í höfuðborginni. Það er vandamál sem Háskólinn hefur verið að reyna að skoða með heilsutorginu,“ segir Magnús Karl Magnússon, forseti læknadeilda Háskóla Íslands. Starfsemi heilsutorgsins hefur verið á heilsugæslustöðinni í Glæsibæ undir stjórn Sóleyjar Bender, prófessors í hjúkrunarfræði, og gefist vel en verkefnisstjóri er Mardís Sara Karlsdóttir. „Þetta hefur gengið rosalega vel. Við höfum fengið góð ummæli bæði frá þeim sem hafa nýtt sér þjónustuna og frá nemendunum sem eru að veita þjónustuna. Þeim finnst þetta mjög góð reynsla og mjög mikilvægt að taka þátt í þessu verkefni,“ segir Mardís Sara. En tugir nema í átta greinum á heilbrigðissviði sem sinna bæði líkama og sál hafa tekið þátt í verkefninu ásamt auðvitað kennurum og reyndu heilbrigðisstarfsfólki. Háskólanemar sem leita á heilsutorgið fá því fjölbreytta heilbrigðisþjónustu þar. „Við erum að fá alls konar nemendur. En við erum að sjá mikið af nemendum sem eru ekki með neinn heimilislækni og mikið af erlendum nemendum sem vita kannski ekki hvert þau eiga að leita til að finna heilsugæslu og þjónustu,“ segir Mardís Sara. Þjónusta sem þessi sé víða til hjá háskólum í útlöndum og á heilsutorgi fái nemendur meiri þjónustu frá hópi fólks en hjá einum heimilislækni. „En oftast eru fjórir til fimm saman í teymi fyrir sig. Þannig að fólk fær miklu meiri heildræna sýn á sínum heilsufarsvandamálum en þegar það hittir bara einn aðila,“ segir Mardís Sara Karlsdóttir. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Tilraunaverkefni á vegum heilbrigðissviðs Háskóla Íslands bendir til að full þörf sé á sérstakri heilsugæslu fyrir háskólasamfélagið. Fjöldi stúdenta er án heimilislæknis og útlendir stúdentar vita oft ekki hvert þeir eiga að leita. Heilbrigðissvið Háskóla Íslands hefur starfsrækt svo kallað heilsutorg frá því í október og lýkur verkefninu í lok næst viku. Könnun á vegum verkefnisins sýnir að háskólanemar veigra sér oft að leita sér læknisþjónustu og bera þá helst fyrir sig kostnað. Læknanemar fá kennslu og þjálfun inni á Landsspítalanum háskólasjúkrahúsi og í læknagarði fá tannlæknanemar þjálfun í tannlækningum. Spurningin er hvort Háskólinn þurfi einnig að reka eigin heilsugæslu. „Það væri spennandi tilraun að minnsta kosti. En ég held að það sem við verðum að átta okkur á er að nemar í Háskólanum eiga kannski tiltölulega lítinn aðgang að heilsugæslunni eins og margir hér í höfuðborginni. Það er vandamál sem Háskólinn hefur verið að reyna að skoða með heilsutorginu,“ segir Magnús Karl Magnússon, forseti læknadeilda Háskóla Íslands. Starfsemi heilsutorgsins hefur verið á heilsugæslustöðinni í Glæsibæ undir stjórn Sóleyjar Bender, prófessors í hjúkrunarfræði, og gefist vel en verkefnisstjóri er Mardís Sara Karlsdóttir. „Þetta hefur gengið rosalega vel. Við höfum fengið góð ummæli bæði frá þeim sem hafa nýtt sér þjónustuna og frá nemendunum sem eru að veita þjónustuna. Þeim finnst þetta mjög góð reynsla og mjög mikilvægt að taka þátt í þessu verkefni,“ segir Mardís Sara. En tugir nema í átta greinum á heilbrigðissviði sem sinna bæði líkama og sál hafa tekið þátt í verkefninu ásamt auðvitað kennurum og reyndu heilbrigðisstarfsfólki. Háskólanemar sem leita á heilsutorgið fá því fjölbreytta heilbrigðisþjónustu þar. „Við erum að fá alls konar nemendur. En við erum að sjá mikið af nemendum sem eru ekki með neinn heimilislækni og mikið af erlendum nemendum sem vita kannski ekki hvert þau eiga að leita til að finna heilsugæslu og þjónustu,“ segir Mardís Sara. Þjónusta sem þessi sé víða til hjá háskólum í útlöndum og á heilsutorgi fái nemendur meiri þjónustu frá hópi fólks en hjá einum heimilislækni. „En oftast eru fjórir til fimm saman í teymi fyrir sig. Þannig að fólk fær miklu meiri heildræna sýn á sínum heilsufarsvandamálum en þegar það hittir bara einn aðila,“ segir Mardís Sara Karlsdóttir.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira