Innlent

Lögreglan myndbirtir ótillitsaman ökumann

Birgir Olgeirsson skrifar
Myndin sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti af bílnum í Borgartúni.
Myndin sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti af bílnum í Borgartúni.
„Virðum rétt annarra,“ segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á Facebook-síðu sinni þar sem hún birtir mynd af jeppa sem búið er að leggja á hjólastíg í Borgartúni.

„Víðsvegar um borgina má finna hjólastíga, sem eru með ýmsu formi, en allir eiga þeir sameiginlegt að færa hjólandi umferð af gagnstígum og götum, yfir á sérleiðir, öllum til hagsbóta,“ segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og bendir á að þeir sem leggja á hjólastígum sýni samborgurum sínum ótillitsemi og óhagræði.

„Og eru í raun að reka hjólaumferð aftur út á gangstéttir og götur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×