Innlent

Þingmenn og borgarfulltrúar með vikulega viðtalstíma

Atli ÍSleifsson skrifar
Fyrsti viðtalstíminn verður næsta föstudag.
Fyrsti viðtalstíminn verður næsta föstudag. Vísir/GVA
Þingmenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða með opna viðtalstíma í Valhöll alla föstudaga fram á sumar.

Fyrsti viðtalstíminn verður næsta föstudag þar sem Halldór Halldórsson, oddviti borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins, og Unnur Brá Konráðsdóttir alþingismaður munu ræða við gesti.

Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum segir að viðtalstímarnir verði milli klukkan 13 og 14 á föstudögum. „Þessi nýjung í starfi flokksins mun færa kjörna fulltrúa nær kjósendum sínum og efla enn frekar tengsl þeirra við borgarana.“

Hver viðtalstími verður 15 mínútur að lengd. Bóka verður tíma fyrirfram.

Dagsetningar viðtalstíma, sem og hvaða fulltrúar verða til viðtals að hverju sinni, verða auglýstar nánar á heimasíðu flokksins og samfélagssíðum flokksins.



  • ·Föstudagur    20. mars         Unnur Brá Konráðsdóttir og Halldór Halldórsson
  • ·Föstudagur    27. mars         Valgerður Gunnarsdóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson
  • ·Föstudagur    10. apríl          Guðlaugur Þór Þórðarson og Marta Guðjónsdóttir
  • ·Föstudagur    17. apríl          Brynjar Níelsson og Áslaug M. Friðriksdóttir
  • ·Föstudagur    24. apríl          Birgir Ármannsson og Hildur Sverrisdóttir
  • ·Föstudagur    8. maí             Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Kjartan Magnússon
  • ·Föstudagur    15. maí           Jón Gunnarsson og Áslaug M. Friðriksdóttir
  • ·Föstudagur    22. maí           Elín Hirst og Halldór Halldórsson
  • ·Föstudagur    29. maí           Vilhjámur Árnason og Hildur Sverrisdóttir
  • ·Föstudagur    5. júní             Pétur H. Blöndal og Kjartan Magnússon



Fleiri fréttir

Sjá meira


×