Innlent

Lögregla kölluð út til að fjarlægja mann úr Arion-banka

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá aðgerðum lögreglu við Arion-banka fyrr í dag.
Frá aðgerðum lögreglu við Arion-banka fyrr í dag.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að Arion-banka við Smáratorg á þriðja tímanum í dag. Þegar mest lét voru þrír lögreglubílar á svæðinu vegna manns sem hafði samkvæmt heimildum Vísis verið með uppsteyt inni í bankanum. Var því ákveðið að kalla til lögreglu sem átti í mestu erfiðleikum með að ná manninum út úr bankanum en samkvæmt heimildum Vísis lágu þrír lögreglumenn á manninum á tímabili. Eftir því sem Vísir kemst næst varð engum starfsmanni Arion-banka meint af.

Ekki er vitað mikið meira að svo stöddu um málið en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu neitaði að tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×