Innlent

Tók fjóra mánuði að svara Framsóknar- og flugvallarvinum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir.
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Vísir/Valli
Framsóknar- og flugvallarvinir í Reykjavík telja að svörum við fyrirspurnum kjörinna fulltrúa innan borgarkerfisins sé svarað allt of seint en þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.

Þar segir að það hafi tekið rúma fjóra mánuði að fá svör við tveimur fyrirspurnum flokksins í skóla- og frístundaráði frá fulltrúum flokksins, annars vegar varðandi notkun skólabúninga í skólum borgarinnar og hinsvegar varðandi prentkostnað.

„Þetta tefur fyrir því að sveitarstjórnarmenn geti sinnt lögbundnu eftirlitshlutverki sínu og stefnumótunarvinna þeirra líður fyrir það að svör við fyrirspurnum berast eins illa og seint og raunin er. Því er það álit fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina að svörum við fyrirspurnum kjörinna fulltrúa sé hraðað eins og kostur er og svör skili sér innan eðlilega tímamarka,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×