Innlent

Vopnaður farþegi handtekinn í Strætó

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir
Farþegi í annarlegu ástandi var handtekinn í Strætó á Holtavörðuheiði í dag. Maðurinn er sagður hafa ógnað farþegum vagnsins með vopni; hníf eða skrúfjárni. DV greindi fyrst frá.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Strætó, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hún segir að engum hafi orðið meint af en að nú sé verið að fara yfir verkferla og öryggisráðstafanir. Annars sé málið alfarið í höndum lögreglu.

Ekki náðist í lögregluna við vinnslu fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×