Samtök iðnaðarins ítreka kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB Heimir Már Pétursson skrifar 5. mars 2015 19:40 Formaður Samtaka iðnaðarins segir iðnfyrirtæki landsins ekki þola þær miklu launahækkanir sem verkalýðshreyfingin er að krefjast og nauðsynlegt sé að fjölga iðnlærðu fólki á Íslandi. Aðalfundur samtakanna hvetur stjórnvöld til að setja áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu í stað þess að slíta viðræðunum. Iðnþing var haldið í dag undir slagorðinu "erum við tilbúin fyrir næstu iðnbyltingu.“ Formaður Samtaka iðnaðarins undirstrikaði í ræðu sinni mikilvægi fjölbreyttra iðngreina í iðnbyltingu framtíðarinnar sem þyrfti á vel menntuðu fólki á ýmsum sviðum iðnaðarins að halda. Hins vegar stæðust iðnfyrirtækin ekki kröfur verkalýðshreyfingarinnar um tveggja stafa launahækkun. Í þessu felst viss þverstæða því á undanförnum árum hafa þúsundir iðnaðarmanna flúið land, sérstaklega í byggingariðnaði, vegna verkefnaleysis og lélegra kjara. Það er því skortur á iðnaðarmönnum á Íslandi. „Það er rétt. Við höfum misst marga iðnaðarmenn frá okkur. Sérstaklega til Noregs og við viljum gjarnan fá þá aftur heim. En við gerum okkur grein fyrir að launakjörin hér eru kannski með öðrum hætti og vinnutíminn en er í Noregi eða nágrannalöndunum," segir Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins. En það skorti líka verkefni á Íslandi og þá alveg sérstaklega í byggingariðnaðinum. „Og rekstrarskilyrði iðnaðar hafa verið erfið. Þau hafa verið íþyngjandi í formi aukinna gjalda og skatta. Á meðan að svo er getum við ekki, við bara getum ekki, tekið við miklum launahækkunum,“ segir Guðrún. Þær muni leiða til verðbólgu og uppsagna hjá fyrirtækjunum. Verkföll hefðu líka alvarlegar afleiðingar og vonandi verði ekki að þeim. Stjórn Samtaka iðnaðarins skoraði í ályktaði í janúar á stjórnvöld að slíta ekki viðræðunum við Evrópusambandið. Á aðalfundi samtakanna í dag var þessi afstaða ítrekuð og jafnframt skorað á stjórnvöld að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. „Okkur var lofað er það ekki að þetta færi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég sagði hér í ræðu minni áðan að menn ættu að standa við orð sín og ég ítreka það,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Sjá meira
Formaður Samtaka iðnaðarins segir iðnfyrirtæki landsins ekki þola þær miklu launahækkanir sem verkalýðshreyfingin er að krefjast og nauðsynlegt sé að fjölga iðnlærðu fólki á Íslandi. Aðalfundur samtakanna hvetur stjórnvöld til að setja áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu í stað þess að slíta viðræðunum. Iðnþing var haldið í dag undir slagorðinu "erum við tilbúin fyrir næstu iðnbyltingu.“ Formaður Samtaka iðnaðarins undirstrikaði í ræðu sinni mikilvægi fjölbreyttra iðngreina í iðnbyltingu framtíðarinnar sem þyrfti á vel menntuðu fólki á ýmsum sviðum iðnaðarins að halda. Hins vegar stæðust iðnfyrirtækin ekki kröfur verkalýðshreyfingarinnar um tveggja stafa launahækkun. Í þessu felst viss þverstæða því á undanförnum árum hafa þúsundir iðnaðarmanna flúið land, sérstaklega í byggingariðnaði, vegna verkefnaleysis og lélegra kjara. Það er því skortur á iðnaðarmönnum á Íslandi. „Það er rétt. Við höfum misst marga iðnaðarmenn frá okkur. Sérstaklega til Noregs og við viljum gjarnan fá þá aftur heim. En við gerum okkur grein fyrir að launakjörin hér eru kannski með öðrum hætti og vinnutíminn en er í Noregi eða nágrannalöndunum," segir Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins. En það skorti líka verkefni á Íslandi og þá alveg sérstaklega í byggingariðnaðinum. „Og rekstrarskilyrði iðnaðar hafa verið erfið. Þau hafa verið íþyngjandi í formi aukinna gjalda og skatta. Á meðan að svo er getum við ekki, við bara getum ekki, tekið við miklum launahækkunum,“ segir Guðrún. Þær muni leiða til verðbólgu og uppsagna hjá fyrirtækjunum. Verkföll hefðu líka alvarlegar afleiðingar og vonandi verði ekki að þeim. Stjórn Samtaka iðnaðarins skoraði í ályktaði í janúar á stjórnvöld að slíta ekki viðræðunum við Evrópusambandið. Á aðalfundi samtakanna í dag var þessi afstaða ítrekuð og jafnframt skorað á stjórnvöld að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. „Okkur var lofað er það ekki að þetta færi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég sagði hér í ræðu minni áðan að menn ættu að standa við orð sín og ég ítreka það,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Sjá meira