Innlent

Kepptu í Pacman

Linda Blöndal skrifar
Ari Rannveigarson
Ari Rannveigarson Stöð 2
Íslandsmeistaramótið í Pacman tölvuleiknum var haldið í dag. Um tíu manns skráðu sig í keppnina sem haldin var á staðnum Fredda við Ingólfstræti í Reykjavík.  



Kynna leikinn fyrir nýrri kynslóð 

Japanski tölvuleikurinn Pacman kom á markað árið 1980 og er einn alvinsælasti af sinni tegund fyrr og síðar. Íslandsmeistaramót var í fyrsta sinn svo vitað sé haldin nú en áður var mót í Donkey Kong á Fredda. „Við erum að fara í gegnum þessa klassísku leiki og kynna þá fyrir nýrri kynslóð og fá gömlu kynslóðin hérna aftur inn í salin. Þetta er undirliggjandi menning hjá sumum en þetta er nýtt fyrir mörgum sem hafa bara séð leikinn í bíómyndum", sagði Ari Rannveigarson, keppnishaldari í fréttum Stöðvar 2 í dag. „Ég sjálfur rétt náði gamla Fredda þegar ég var tólf ára, svindlaði mér inn rétt áður en það lokaði. Ég man eftir þessu þá".

Ari segir að Pacman höfði til fólks svo mikið sem raun ber vitni þar sem leikurinn er einfaldur í grunninn en samt mjög flókinn í raun. „Það eru flestir varla að klára fyrsta borðið eins og sjá má", sagði Ari.

Guli kallinn sem étur punkta og drauga og safnar stigum um leið kallar fram fortíðarþrá, líka hjá þeim sem fæddust jafnvel árið sem Pacman varð til. 

Bara halda mér á lífi 

Árni Snær Jónsson einn keppandi sagði fortíðarþrá tengjast leiknum og að samkeppnin væri líka skemmtileg og þess vegna vildi hann keppa í dag. „Það er bara nostalgían við þetta, þetta er svo gamall leikur og allir þekkja hann. Það kunna allir á Pacman en svo er mismunandi taktík við að komast áfram í leiknum", sagði Árni Snær í samtali við Stöð 2. Aðspurður hvort hann sjálfur hefði þróað einhverja sérstaka tækni sagði hann ekki svo vera „Ég geri ekkert spes, reyni bara að halda mér á lífi". 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×