Enski boltinn

Wenger aldrei unnið van Gaal

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Van Gaal og Wenger eru elstu knattspyrnustjórarnir í ensku úrvalsdeildinni.
Van Gaal og Wenger eru elstu knattspyrnustjórarnir í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty
Í kvöld leiða sigursælustu lið í sögu ensku bikarkeppninnar, Manchester United og Arsenal, saman hesta sína á Old Trafford. Arsenal er ríkjandi bikarmeistari en Skytturnar fögnuðu sínum ellefta bikarmeistaratitli eftir 3-2 sigur á Hull City í úrslitaleik á síðasta vor. Það var fyrsti titill Arsenal frá árinu 2005.

Líkt og fyrir tíu árum er Arsene Wenger við stjórnvölinn hjá Arsenal en það er nýr maður í brúnni hjá Manchester United, Louis van Gaal, sem státar af þeim árangri að hafa unnið titil á sínu fyrsta tímabili hjá öllum þeim félagsliðum sem hann hefur stýrt.

Wenger og Van Gaal eru elstu knattspyrnustjórarnir í ensku úrvalsdeildinni en leikurinn á morgun verður sá fimmti milli liða Wengers og van Gaals en sá fyrrnefndi á enn eftir að vinna Hollendinginn.

Þeir mættust fyrst í riðlakeppni Meistaradeildarinnar 1999 þegar van Gaal stýrði Barcelona. Liðin gerðu 1-1 jafntefli á Nývangi en Börsungar unnu seinni leikinn 2-4. Manchester United hafði svo betur gegn Arsenal, 1-2, í leik liðanna í úrvalsdeildinni í nóvember á síðasta ári.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:45 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Pep Guardiola og Marc Overmars eigast við í leik Arsenal og Barcelona frá 1999.vísir/getty

Tengdar fréttir

Le Tissier spáir því að Liverpool endi á undan United

Matt Le Tissier, fyrrum leikmaður Southampton og núverandi knattspyrnuspekingur hjá Sky Sports, var fenginn til þess að spá fyrir um hvaða lið munu enda í sjö efstu sætunum í ensku úrvalsdeildinni í vor.

Villa í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 2010

Aston Villa verður í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit ensku bikarkeppninnar. Villa-menn tryggðu sér sæti á Wembley með 2-0 sigri á nágrönnum sínum í West Brom á Villa Park í kvöld.

Evans í sex leikja bann fyrir hrákann

Jonny Evans, varnarmaður Manchester United, hefur verið úrskurðaður í sex leikja bann af enska knattspyrnusambandinu fyrir að hrækja á Papiss Cissé, framherja Newcastle, í leik liðanna á miðvikudaginn.

Markalaust hjá Bradford og Reading

Bradford og Reading þurfa að mætast að nýju eftir að liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrsta leik átta-liða úrslita ensku bikarkeppninnar.

Van Gaal reiður út í fjölmiðla

Louis van Gaal, stjóri Man. Utd, var ekki ánægður með að ensku fjölmiðlarnir skildu velta sér upp úr því hvort það væru vandræði á milli hans og aðstoðarmanns hans, Ryan Giggs.

Liverpool þarf að mæta Blackburn aftur

Liverpool og Blackburn verða að mætast aftur í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar eftir að liðin gerðu markalaust jafntefli á Anfield í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×