„Hann liggur ofan á mér og er að hamra á mér“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2015 16:47 Maðurinn í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/GVA Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn rúmlega tvítugum karlmanni fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn er ákærður fyrir fjórar líkamsárásir og fyrir dómi í morgun játaði hann sök í tveimur þeirra. Annars vegar játaði hann sérstaklega hættulega líkamsárás á 27 ára gamlan karlmann fyrir utan skemmtistaðinn Glaumbar í mars 2013. Hins vegar játaði hann líkamsárás á 25 ára gamla konu fyrir utan skemmtistaðinn Park í maí 2014, en neitaði að hafa ráðist á vinkonu hennar sama kvöld, líkt og hann er einnig ákærður fyrir. Þá neitaði hann einnig að hafa slegið annan mann í bæði höfuð og bak með kúbeini í Öskjuhlíðinni, um 18 klukkutímum eftir að árásin fyrir utan Park átti sér stað.Á að hafa slegið konuna ítrekað með flösku í höfuðið Fyrir dómi í dag kvaðst ákærði ekki kannast við það að hafa ráðist á tvær konur umrætt kvöld fyrir utan Park. Hann mundi eftir því að hafa slegið til einnar konu sem hafi verið að skipta sér af honum og vini hans en þeir stóðu fyrir utan skemmtistaðinn og voru að rífast. Konan, sem maðurinn játaði að hafa ráðist á, bar vitni í dag og sagði að ákærði hafi ráðist á sig. Þegar vinkona hennar reyndi svo að stía þeim í sundur hafi hann ráðist á hana. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa slegið konuna í bringuna með krepptum hnefa en við það á hún að hafa fallið í götuna. Í kjölfarið á hann að hafa slegið konuna ítrekað í höfuðið með glerflösku auk þess sem hann á hafa sparkað í hana. Vinkona konunnar mundi eftir að hafa séð manninn sparka í hana þar sem hún lá á jörðinni. Hún gat hins vegar ekki staðfest að ákærði hafi slegið konuna með glerflösku í höfuðið en sjálf lá vinkonan í jörðinni eftir að maðurinn réðst á hana.„Af hverju í ósköpunum grípur enginn inn í þetta?“ Konan sem maðurinn er ákærður fyrir að hafa ráðist á kom einnig fyrir dóminn í dag. Hún lýsti því að hún hafi stokkið á ákærða þar sem hann hafi verið ofan á vinkonu hennar og hún hafi ætlað að draga hann af henni. „En hann snýr sér við og ræðst á mig og sparkar mig niður í jörðina. Hann liggur ofan á mér og lemur mig með flösku í hausinn þangað til hún brotnar. [...] Hann liggur ofan á mér og er að hamra á mér,“ sagði konan. Hún kvaðst hafa legið í jörðinni og hafi ekkert getað gert. Hún hafi þó reynt að sveigja andlitið undan og „fela það ofan í götuna“ til að verja sig. Þá sagði hún að mjög margir hafi verið þarna í kring: „Það eina sem ég hugsaði var „Af hverju í ósköpunum grípur enginn inn í þetta?““Situr í gæsluvarðhaldi vegna rofs á skilorði Konan sagðist hafa verið óvinnufær vegna árásarinnar allt seinasta sumar og þá þjáist hún af áfallastreituröskun. Fjöldi vitna kom fyrir dóminn, meðal annars dyraverðir og gestir á skemmtistaðnum Park. Fá vitni gátu borið nákvæmlega hvað hafði gerst en einn af dyravörðunum gat þó staðfest að hann hafði séð ákærða liggja ofan á konunni og lemja hana í hausinn með flösku. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því 8. október síðastliðinn vegna rofs á skilorði en í júlí 2013 var hann dæmdur í sextán mánaða skilorðsbundið fangelsi, fyrir meðal annars fimm líkamsárásir. Tengdar fréttir Grófar líkamsárásir: Tvítugur síbrotamaður með kúbein og grjót að vopni Hæstiréttur hefur fallist á kröfu lögreglustjórans í Reykjavík um að tvítugur karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til 16. mars. 23. febrúar 2015 16:33 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira
Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn rúmlega tvítugum karlmanni fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn er ákærður fyrir fjórar líkamsárásir og fyrir dómi í morgun játaði hann sök í tveimur þeirra. Annars vegar játaði hann sérstaklega hættulega líkamsárás á 27 ára gamlan karlmann fyrir utan skemmtistaðinn Glaumbar í mars 2013. Hins vegar játaði hann líkamsárás á 25 ára gamla konu fyrir utan skemmtistaðinn Park í maí 2014, en neitaði að hafa ráðist á vinkonu hennar sama kvöld, líkt og hann er einnig ákærður fyrir. Þá neitaði hann einnig að hafa slegið annan mann í bæði höfuð og bak með kúbeini í Öskjuhlíðinni, um 18 klukkutímum eftir að árásin fyrir utan Park átti sér stað.Á að hafa slegið konuna ítrekað með flösku í höfuðið Fyrir dómi í dag kvaðst ákærði ekki kannast við það að hafa ráðist á tvær konur umrætt kvöld fyrir utan Park. Hann mundi eftir því að hafa slegið til einnar konu sem hafi verið að skipta sér af honum og vini hans en þeir stóðu fyrir utan skemmtistaðinn og voru að rífast. Konan, sem maðurinn játaði að hafa ráðist á, bar vitni í dag og sagði að ákærði hafi ráðist á sig. Þegar vinkona hennar reyndi svo að stía þeim í sundur hafi hann ráðist á hana. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa slegið konuna í bringuna með krepptum hnefa en við það á hún að hafa fallið í götuna. Í kjölfarið á hann að hafa slegið konuna ítrekað í höfuðið með glerflösku auk þess sem hann á hafa sparkað í hana. Vinkona konunnar mundi eftir að hafa séð manninn sparka í hana þar sem hún lá á jörðinni. Hún gat hins vegar ekki staðfest að ákærði hafi slegið konuna með glerflösku í höfuðið en sjálf lá vinkonan í jörðinni eftir að maðurinn réðst á hana.„Af hverju í ósköpunum grípur enginn inn í þetta?“ Konan sem maðurinn er ákærður fyrir að hafa ráðist á kom einnig fyrir dóminn í dag. Hún lýsti því að hún hafi stokkið á ákærða þar sem hann hafi verið ofan á vinkonu hennar og hún hafi ætlað að draga hann af henni. „En hann snýr sér við og ræðst á mig og sparkar mig niður í jörðina. Hann liggur ofan á mér og lemur mig með flösku í hausinn þangað til hún brotnar. [...] Hann liggur ofan á mér og er að hamra á mér,“ sagði konan. Hún kvaðst hafa legið í jörðinni og hafi ekkert getað gert. Hún hafi þó reynt að sveigja andlitið undan og „fela það ofan í götuna“ til að verja sig. Þá sagði hún að mjög margir hafi verið þarna í kring: „Það eina sem ég hugsaði var „Af hverju í ósköpunum grípur enginn inn í þetta?““Situr í gæsluvarðhaldi vegna rofs á skilorði Konan sagðist hafa verið óvinnufær vegna árásarinnar allt seinasta sumar og þá þjáist hún af áfallastreituröskun. Fjöldi vitna kom fyrir dóminn, meðal annars dyraverðir og gestir á skemmtistaðnum Park. Fá vitni gátu borið nákvæmlega hvað hafði gerst en einn af dyravörðunum gat þó staðfest að hann hafði séð ákærða liggja ofan á konunni og lemja hana í hausinn með flösku. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því 8. október síðastliðinn vegna rofs á skilorði en í júlí 2013 var hann dæmdur í sextán mánaða skilorðsbundið fangelsi, fyrir meðal annars fimm líkamsárásir.
Tengdar fréttir Grófar líkamsárásir: Tvítugur síbrotamaður með kúbein og grjót að vopni Hæstiréttur hefur fallist á kröfu lögreglustjórans í Reykjavík um að tvítugur karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til 16. mars. 23. febrúar 2015 16:33 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira
Grófar líkamsárásir: Tvítugur síbrotamaður með kúbein og grjót að vopni Hæstiréttur hefur fallist á kröfu lögreglustjórans í Reykjavík um að tvítugur karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til 16. mars. 23. febrúar 2015 16:33