Innlent

Sema Erla nýr formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi

Atli Ísleifsson skrifar
Sema Erla er 28 ára gömul og var kosningastjóri Samfylkingarinnar í Kópavogi í síðustu sveitarstjórnarkosningum.
Sema Erla er 28 ára gömul og var kosningastjóri Samfylkingarinnar í Kópavogi í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Vísir/Samfylkingin
Sema Erla Serdar er nýr formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi. Hún var kjörin formaður á aðalfundi félagsins fyrr í kvöld, og tekur við embættinu af Kristínu Sævarsdóttur.

Kosið var milli Semu Erlu og Einars Gísla Gunnarssonar þar sem Sema Erla hlaut 18 atkvæði, en Einar Gísli þrjú.

Sema Erla er 28 ára gömul og var kosningastjóri Samfylkingarinnar í Kópavogi í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Í tilkynningu segir að hún hafi setið í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar síðustu tvö ár og verið varaformaður framkvæmdastjórnarinnar síðasta árið.

„Sema Erla hefur einnig setið í stjórn Kvennahreyfingarinnar síðustu tvö ár og er formaður landsfundanefndar Samfylkingarinnar.

Sema Erla hefur sinnt miklu félagsstarfi síðustu árin og var m.a. alþjóðafulltrúi Ungra jafnaðarmanna árin 2008 – 2010 og stofnaði þverpólitíska hreyfingu Ungra Evrópusinna árið 2009 og var fyrsti formaður hreyfingarinnar.

Sema Erla er stjórnmálafræðingur með meistaragráðu í Evrópufræðum frá Edinborgarháskóla og starfar sem ritstjóri EVRÓPAN – fréttamiðils um Evrópumál.“

Ný stjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi er skipuð eftirfarandi einstaklingum (í stafrófsröð):

Anna Kristinsdóttir

Bergljót Kristinsdóttir

Guðrún Helga Jónsdóttir, varamaður.

Jónas Már Torfason

Marteinn Sverrisson, varamaður.

Sema Erla Serdar

Svava Skúladóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×