Lífið

Myndband fer eins og eldur í sinu um netheima: Þriggja ára þylur upp taekwondo eiðinn

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Sophie Wong er yngsti nemandi skólans.
Sophie Wong er yngsti nemandi skólans. Mynd/Skjáskot
Taekwondo & Premier Martial Arts Centre, bardagalistaskóli í Leeds í Englandi, tók upp á myndband þegar þriggja ára nemandi þeirra, Sophie Wong, fór með taekwondo eiðinn.

Horft hefur verið á myndbandið um 15 milljón sinnum síðan bardagalistaskólinn setti myndbandið fyrst á Facebook síðu sína.

Samkvæmt Yorkshire Evening Post, hóf Sophie að læra taekwondo fyrir um það bil mánuði síðan, og fylgdi þannig í fótspor sex ára bróður síns sem æfir íþróttina af kappi. Skólinn segir Sophie vera sinn yngsta nemanda.

Ricky Lam, eigandi skólans, segir við Yorkshire Evening Post að hann sé ótrúlega ánægður með hversu áköf og hrifin Sophie virðist vera af íþróttinni. 

Við erum alltaf að reyna að ná því besta fram úr unga fólkinu okkar. En hún er aðeins þriggja ára gömul og ég hef aldrei séð annan eins fókus og einlægan áhuga hjá jafn ungum nemanda. Hún er dásamleg," segir Lam.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.