„Team Heiða er algjörlega magnaður hópur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2015 10:26 Heiða ásamt fjölskyldu sinni. Kvikmyndin Annie verður frumsýnd í Smárabío í dag klukkan 17.15 en allur ágóði miðasölunnar mun renna beint í styrktarsjóð Bjarnheiðar Hannesdóttur. Bjarnheiður, sem er fædd árið 1980, glímdi við átröskun frá unga aldri, án þess að hún eða fjölskylda hennar gerðu sér grein fyrir því eða áttuðu sig á alvarleika sjúkdómsins þegar hann ágerðist með árunum. Eftir áralanga misnotkun á vatnslosandi lyfjum til að halda sér grannri, bilaði hjartað í Heiðu af langvarandi kalíumskorti. Hún hlaut víðtækan heilaskaða eftir langt hjartastopp og er nú bundin hjólastól og getur lítið tjáð sig. „Við fórum af stað með styrktarsjóð með því markmiði að Heiða fái draum sinn uppfylltan um einhverja heilsubót,“ segir Sigrún Lilja oftast kennd við Gyðju. vinkona Heiðu og formaður styrktarsjóðsins. Hér má sjá myndband sem var gert fyrir söfnunina. „Draumur hennar er að komast út í stofnfrumumeðferð eftir að við kynntumst íslenskri stúlku sem var með sambærilegan heilaskaða og Heiða sem hefur farið í 6 stofnfrumumeðferð til Indlands og náð ótrúlegum bata í kjölfarið. Heiða gerir sér alveg fulla grein fyrir því að þessu fylgir áhætta og eins er ekki víst að þetta hjálpi en þetta gefur henni von og vilja til að halda áfram og gefast ekki upp. Það er sú von sem við byggjum þessa söfnun á,“ segir Sigrún Lilja en Heiða stefnir á að fara út í fyrstu meðferð um miðjan apríl. „Upphafið á söfnuninni var í maraþoninu s.l. haust sem gekk vonum framar en það vantaði þó lokahnykkinn til að koma stelpunni okkar út í apríl. Nú bindum við því vonir við að við náum að safna því sem uppá vantar með bíósýningunni á morgun og eins með styrktarsímanúmerunum en samhugurinn hefur farið langt fram úr björtustu vonum. Íslendingar standa heilshugar saman þegar á reynir og við sem stöndum henni nálægt erum virkilega hrærð yfir viðbrögðunum sem söfnunin, Heiða og fjölskylda hefur verið sýnd,“ bætir Sigrún við.Heiða og fjölskylda.„Við erum virkilega þakklát Senu fyrir þessa ómetanlegu aðstoð að fá að halda bíósýningu sem rennur algjörlega óskert í styrktarsjóðinn. Sveppi, Pétur og Gói koma og spjalla við gesti og gangandi í hléi og verður hægt að fá áritun frá strákunum,“ segir Sigrún Lilja. „Að auki fær yngri kynslóðin pakka við hurð á meðan birgðir endast en Nettó voru svo yndislegir að styrkja okkur með gjafirnar. Við erum stútfull af þakklæti því aðstoð sem þessi er sko alls ekki sjálfsögð. Að auki langar mig að koma á framfæri sérstöku þakklæti til þeirra ótrúlega hópi kvenna sem standa að þessum styrktarsjóði með okkur því án þeirra þrotlausu vinnu væri þetta ekki gerlegt. Team Heiða er algjörlega magnaður hópur.“Styrktarsýningin á Annie fer fram í Smárabíói klukkan 17.15 í dag.Fyrir þá sem vilja fara í bíó og styrkja Heiðu um leið við að fá draum sinn uppfylltan geta keypt miða hér en einnig verða miðar seldir við hurð á meðan birgðir endast: Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér. Þeir sem ekki komast í bíó en vilja samt styrkja er bent á Styrktarfélag Bjarnheiðar Hannesdóttur Kt. 510714-0320 Reikningsnr. 0133-26-10190 Eða að hringja í styrktarsíma og velja upphæð sem rennur beint í styrktarsjóðinn: 907-3501 (1000 kr) 907-3503 (3000 kr) 907-3505 (5000 kr)Styrktarsíðu Heiðu má nálgast á Facebook hér. Tengdar fréttir „Ekki láta aðra segja þér hvernig þú átt að líta út“ Bjarnheiður Hannesdóttir fór í hjartastopp í tuttugu mínútur árið 2012. Hún glímdi við átröskun um árabil og hefur þau skilaboð til annarra sem glíma við sjúkdóminn að útlitið sé ekki neitt á við að vera heilbrigður. 16. ágúst 2014 12:00 Í hjartastopp fyrir framan fjölskylduna Bjarnheiður Hannesdóttir lenti í hjartastoppi í tuttugu mínútur fyrir tæpum tveimur árum fyrir framan fjölskyldu sína. Henni var vart hugað líf en barðist fyrir tilvist sinni á þessari jörð. 16. ágúst 2014 08:00 Bindur vonir við stofnfrumumeðferð á Indlandi Bjarnheiður Hannesdóttir er heilasködduð og ósjálfbjarga eftir að hún fór í hjartastopp í desember árið 2012. Draumur hennar er að komast í stofnfrumumeðferð á Indlandi og hefur Styrktarsjóður Heiðu Hannesar verið stofnaður til að safna fyrir meðferðinni. 16. ágúst 2014 14:00 Glímdi við átröskun frá átján ára aldri Bjarnheiður Hannesdóttir fékk hjartastopp í desember árið 2012. Aðdrangandinn að hjartastoppinu var langur en Bjarnheiður hafði glímt við átröskun um árabil. 16. ágúst 2014 10:00 Lamaðist eftir hjartastopp: „Ég er fangi í eigin líkama“ Bjarnheiður Hannesdóttir fékk hjartastopp eftir að hafa glímt við átröskun í mörg ár. Hún bindur vonir við stofnfrumumeðferð á Indlandi. 23. febrúar 2015 20:39 Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Sjá meira
Kvikmyndin Annie verður frumsýnd í Smárabío í dag klukkan 17.15 en allur ágóði miðasölunnar mun renna beint í styrktarsjóð Bjarnheiðar Hannesdóttur. Bjarnheiður, sem er fædd árið 1980, glímdi við átröskun frá unga aldri, án þess að hún eða fjölskylda hennar gerðu sér grein fyrir því eða áttuðu sig á alvarleika sjúkdómsins þegar hann ágerðist með árunum. Eftir áralanga misnotkun á vatnslosandi lyfjum til að halda sér grannri, bilaði hjartað í Heiðu af langvarandi kalíumskorti. Hún hlaut víðtækan heilaskaða eftir langt hjartastopp og er nú bundin hjólastól og getur lítið tjáð sig. „Við fórum af stað með styrktarsjóð með því markmiði að Heiða fái draum sinn uppfylltan um einhverja heilsubót,“ segir Sigrún Lilja oftast kennd við Gyðju. vinkona Heiðu og formaður styrktarsjóðsins. Hér má sjá myndband sem var gert fyrir söfnunina. „Draumur hennar er að komast út í stofnfrumumeðferð eftir að við kynntumst íslenskri stúlku sem var með sambærilegan heilaskaða og Heiða sem hefur farið í 6 stofnfrumumeðferð til Indlands og náð ótrúlegum bata í kjölfarið. Heiða gerir sér alveg fulla grein fyrir því að þessu fylgir áhætta og eins er ekki víst að þetta hjálpi en þetta gefur henni von og vilja til að halda áfram og gefast ekki upp. Það er sú von sem við byggjum þessa söfnun á,“ segir Sigrún Lilja en Heiða stefnir á að fara út í fyrstu meðferð um miðjan apríl. „Upphafið á söfnuninni var í maraþoninu s.l. haust sem gekk vonum framar en það vantaði þó lokahnykkinn til að koma stelpunni okkar út í apríl. Nú bindum við því vonir við að við náum að safna því sem uppá vantar með bíósýningunni á morgun og eins með styrktarsímanúmerunum en samhugurinn hefur farið langt fram úr björtustu vonum. Íslendingar standa heilshugar saman þegar á reynir og við sem stöndum henni nálægt erum virkilega hrærð yfir viðbrögðunum sem söfnunin, Heiða og fjölskylda hefur verið sýnd,“ bætir Sigrún við.Heiða og fjölskylda.„Við erum virkilega þakklát Senu fyrir þessa ómetanlegu aðstoð að fá að halda bíósýningu sem rennur algjörlega óskert í styrktarsjóðinn. Sveppi, Pétur og Gói koma og spjalla við gesti og gangandi í hléi og verður hægt að fá áritun frá strákunum,“ segir Sigrún Lilja. „Að auki fær yngri kynslóðin pakka við hurð á meðan birgðir endast en Nettó voru svo yndislegir að styrkja okkur með gjafirnar. Við erum stútfull af þakklæti því aðstoð sem þessi er sko alls ekki sjálfsögð. Að auki langar mig að koma á framfæri sérstöku þakklæti til þeirra ótrúlega hópi kvenna sem standa að þessum styrktarsjóði með okkur því án þeirra þrotlausu vinnu væri þetta ekki gerlegt. Team Heiða er algjörlega magnaður hópur.“Styrktarsýningin á Annie fer fram í Smárabíói klukkan 17.15 í dag.Fyrir þá sem vilja fara í bíó og styrkja Heiðu um leið við að fá draum sinn uppfylltan geta keypt miða hér en einnig verða miðar seldir við hurð á meðan birgðir endast: Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér. Þeir sem ekki komast í bíó en vilja samt styrkja er bent á Styrktarfélag Bjarnheiðar Hannesdóttur Kt. 510714-0320 Reikningsnr. 0133-26-10190 Eða að hringja í styrktarsíma og velja upphæð sem rennur beint í styrktarsjóðinn: 907-3501 (1000 kr) 907-3503 (3000 kr) 907-3505 (5000 kr)Styrktarsíðu Heiðu má nálgast á Facebook hér.
Tengdar fréttir „Ekki láta aðra segja þér hvernig þú átt að líta út“ Bjarnheiður Hannesdóttir fór í hjartastopp í tuttugu mínútur árið 2012. Hún glímdi við átröskun um árabil og hefur þau skilaboð til annarra sem glíma við sjúkdóminn að útlitið sé ekki neitt á við að vera heilbrigður. 16. ágúst 2014 12:00 Í hjartastopp fyrir framan fjölskylduna Bjarnheiður Hannesdóttir lenti í hjartastoppi í tuttugu mínútur fyrir tæpum tveimur árum fyrir framan fjölskyldu sína. Henni var vart hugað líf en barðist fyrir tilvist sinni á þessari jörð. 16. ágúst 2014 08:00 Bindur vonir við stofnfrumumeðferð á Indlandi Bjarnheiður Hannesdóttir er heilasködduð og ósjálfbjarga eftir að hún fór í hjartastopp í desember árið 2012. Draumur hennar er að komast í stofnfrumumeðferð á Indlandi og hefur Styrktarsjóður Heiðu Hannesar verið stofnaður til að safna fyrir meðferðinni. 16. ágúst 2014 14:00 Glímdi við átröskun frá átján ára aldri Bjarnheiður Hannesdóttir fékk hjartastopp í desember árið 2012. Aðdrangandinn að hjartastoppinu var langur en Bjarnheiður hafði glímt við átröskun um árabil. 16. ágúst 2014 10:00 Lamaðist eftir hjartastopp: „Ég er fangi í eigin líkama“ Bjarnheiður Hannesdóttir fékk hjartastopp eftir að hafa glímt við átröskun í mörg ár. Hún bindur vonir við stofnfrumumeðferð á Indlandi. 23. febrúar 2015 20:39 Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Sjá meira
„Ekki láta aðra segja þér hvernig þú átt að líta út“ Bjarnheiður Hannesdóttir fór í hjartastopp í tuttugu mínútur árið 2012. Hún glímdi við átröskun um árabil og hefur þau skilaboð til annarra sem glíma við sjúkdóminn að útlitið sé ekki neitt á við að vera heilbrigður. 16. ágúst 2014 12:00
Í hjartastopp fyrir framan fjölskylduna Bjarnheiður Hannesdóttir lenti í hjartastoppi í tuttugu mínútur fyrir tæpum tveimur árum fyrir framan fjölskyldu sína. Henni var vart hugað líf en barðist fyrir tilvist sinni á þessari jörð. 16. ágúst 2014 08:00
Bindur vonir við stofnfrumumeðferð á Indlandi Bjarnheiður Hannesdóttir er heilasködduð og ósjálfbjarga eftir að hún fór í hjartastopp í desember árið 2012. Draumur hennar er að komast í stofnfrumumeðferð á Indlandi og hefur Styrktarsjóður Heiðu Hannesar verið stofnaður til að safna fyrir meðferðinni. 16. ágúst 2014 14:00
Glímdi við átröskun frá átján ára aldri Bjarnheiður Hannesdóttir fékk hjartastopp í desember árið 2012. Aðdrangandinn að hjartastoppinu var langur en Bjarnheiður hafði glímt við átröskun um árabil. 16. ágúst 2014 10:00
Lamaðist eftir hjartastopp: „Ég er fangi í eigin líkama“ Bjarnheiður Hannesdóttir fékk hjartastopp eftir að hafa glímt við átröskun í mörg ár. Hún bindur vonir við stofnfrumumeðferð á Indlandi. 23. febrúar 2015 20:39