„Team Heiða er algjörlega magnaður hópur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2015 10:26 Heiða ásamt fjölskyldu sinni. Kvikmyndin Annie verður frumsýnd í Smárabío í dag klukkan 17.15 en allur ágóði miðasölunnar mun renna beint í styrktarsjóð Bjarnheiðar Hannesdóttur. Bjarnheiður, sem er fædd árið 1980, glímdi við átröskun frá unga aldri, án þess að hún eða fjölskylda hennar gerðu sér grein fyrir því eða áttuðu sig á alvarleika sjúkdómsins þegar hann ágerðist með árunum. Eftir áralanga misnotkun á vatnslosandi lyfjum til að halda sér grannri, bilaði hjartað í Heiðu af langvarandi kalíumskorti. Hún hlaut víðtækan heilaskaða eftir langt hjartastopp og er nú bundin hjólastól og getur lítið tjáð sig. „Við fórum af stað með styrktarsjóð með því markmiði að Heiða fái draum sinn uppfylltan um einhverja heilsubót,“ segir Sigrún Lilja oftast kennd við Gyðju. vinkona Heiðu og formaður styrktarsjóðsins. Hér má sjá myndband sem var gert fyrir söfnunina. „Draumur hennar er að komast út í stofnfrumumeðferð eftir að við kynntumst íslenskri stúlku sem var með sambærilegan heilaskaða og Heiða sem hefur farið í 6 stofnfrumumeðferð til Indlands og náð ótrúlegum bata í kjölfarið. Heiða gerir sér alveg fulla grein fyrir því að þessu fylgir áhætta og eins er ekki víst að þetta hjálpi en þetta gefur henni von og vilja til að halda áfram og gefast ekki upp. Það er sú von sem við byggjum þessa söfnun á,“ segir Sigrún Lilja en Heiða stefnir á að fara út í fyrstu meðferð um miðjan apríl. „Upphafið á söfnuninni var í maraþoninu s.l. haust sem gekk vonum framar en það vantaði þó lokahnykkinn til að koma stelpunni okkar út í apríl. Nú bindum við því vonir við að við náum að safna því sem uppá vantar með bíósýningunni á morgun og eins með styrktarsímanúmerunum en samhugurinn hefur farið langt fram úr björtustu vonum. Íslendingar standa heilshugar saman þegar á reynir og við sem stöndum henni nálægt erum virkilega hrærð yfir viðbrögðunum sem söfnunin, Heiða og fjölskylda hefur verið sýnd,“ bætir Sigrún við.Heiða og fjölskylda.„Við erum virkilega þakklát Senu fyrir þessa ómetanlegu aðstoð að fá að halda bíósýningu sem rennur algjörlega óskert í styrktarsjóðinn. Sveppi, Pétur og Gói koma og spjalla við gesti og gangandi í hléi og verður hægt að fá áritun frá strákunum,“ segir Sigrún Lilja. „Að auki fær yngri kynslóðin pakka við hurð á meðan birgðir endast en Nettó voru svo yndislegir að styrkja okkur með gjafirnar. Við erum stútfull af þakklæti því aðstoð sem þessi er sko alls ekki sjálfsögð. Að auki langar mig að koma á framfæri sérstöku þakklæti til þeirra ótrúlega hópi kvenna sem standa að þessum styrktarsjóði með okkur því án þeirra þrotlausu vinnu væri þetta ekki gerlegt. Team Heiða er algjörlega magnaður hópur.“Styrktarsýningin á Annie fer fram í Smárabíói klukkan 17.15 í dag.Fyrir þá sem vilja fara í bíó og styrkja Heiðu um leið við að fá draum sinn uppfylltan geta keypt miða hér en einnig verða miðar seldir við hurð á meðan birgðir endast: Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér. Þeir sem ekki komast í bíó en vilja samt styrkja er bent á Styrktarfélag Bjarnheiðar Hannesdóttur Kt. 510714-0320 Reikningsnr. 0133-26-10190 Eða að hringja í styrktarsíma og velja upphæð sem rennur beint í styrktarsjóðinn: 907-3501 (1000 kr) 907-3503 (3000 kr) 907-3505 (5000 kr)Styrktarsíðu Heiðu má nálgast á Facebook hér. Tengdar fréttir „Ekki láta aðra segja þér hvernig þú átt að líta út“ Bjarnheiður Hannesdóttir fór í hjartastopp í tuttugu mínútur árið 2012. Hún glímdi við átröskun um árabil og hefur þau skilaboð til annarra sem glíma við sjúkdóminn að útlitið sé ekki neitt á við að vera heilbrigður. 16. ágúst 2014 12:00 Í hjartastopp fyrir framan fjölskylduna Bjarnheiður Hannesdóttir lenti í hjartastoppi í tuttugu mínútur fyrir tæpum tveimur árum fyrir framan fjölskyldu sína. Henni var vart hugað líf en barðist fyrir tilvist sinni á þessari jörð. 16. ágúst 2014 08:00 Bindur vonir við stofnfrumumeðferð á Indlandi Bjarnheiður Hannesdóttir er heilasködduð og ósjálfbjarga eftir að hún fór í hjartastopp í desember árið 2012. Draumur hennar er að komast í stofnfrumumeðferð á Indlandi og hefur Styrktarsjóður Heiðu Hannesar verið stofnaður til að safna fyrir meðferðinni. 16. ágúst 2014 14:00 Glímdi við átröskun frá átján ára aldri Bjarnheiður Hannesdóttir fékk hjartastopp í desember árið 2012. Aðdrangandinn að hjartastoppinu var langur en Bjarnheiður hafði glímt við átröskun um árabil. 16. ágúst 2014 10:00 Lamaðist eftir hjartastopp: „Ég er fangi í eigin líkama“ Bjarnheiður Hannesdóttir fékk hjartastopp eftir að hafa glímt við átröskun í mörg ár. Hún bindur vonir við stofnfrumumeðferð á Indlandi. 23. febrúar 2015 20:39 Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira
Kvikmyndin Annie verður frumsýnd í Smárabío í dag klukkan 17.15 en allur ágóði miðasölunnar mun renna beint í styrktarsjóð Bjarnheiðar Hannesdóttur. Bjarnheiður, sem er fædd árið 1980, glímdi við átröskun frá unga aldri, án þess að hún eða fjölskylda hennar gerðu sér grein fyrir því eða áttuðu sig á alvarleika sjúkdómsins þegar hann ágerðist með árunum. Eftir áralanga misnotkun á vatnslosandi lyfjum til að halda sér grannri, bilaði hjartað í Heiðu af langvarandi kalíumskorti. Hún hlaut víðtækan heilaskaða eftir langt hjartastopp og er nú bundin hjólastól og getur lítið tjáð sig. „Við fórum af stað með styrktarsjóð með því markmiði að Heiða fái draum sinn uppfylltan um einhverja heilsubót,“ segir Sigrún Lilja oftast kennd við Gyðju. vinkona Heiðu og formaður styrktarsjóðsins. Hér má sjá myndband sem var gert fyrir söfnunina. „Draumur hennar er að komast út í stofnfrumumeðferð eftir að við kynntumst íslenskri stúlku sem var með sambærilegan heilaskaða og Heiða sem hefur farið í 6 stofnfrumumeðferð til Indlands og náð ótrúlegum bata í kjölfarið. Heiða gerir sér alveg fulla grein fyrir því að þessu fylgir áhætta og eins er ekki víst að þetta hjálpi en þetta gefur henni von og vilja til að halda áfram og gefast ekki upp. Það er sú von sem við byggjum þessa söfnun á,“ segir Sigrún Lilja en Heiða stefnir á að fara út í fyrstu meðferð um miðjan apríl. „Upphafið á söfnuninni var í maraþoninu s.l. haust sem gekk vonum framar en það vantaði þó lokahnykkinn til að koma stelpunni okkar út í apríl. Nú bindum við því vonir við að við náum að safna því sem uppá vantar með bíósýningunni á morgun og eins með styrktarsímanúmerunum en samhugurinn hefur farið langt fram úr björtustu vonum. Íslendingar standa heilshugar saman þegar á reynir og við sem stöndum henni nálægt erum virkilega hrærð yfir viðbrögðunum sem söfnunin, Heiða og fjölskylda hefur verið sýnd,“ bætir Sigrún við.Heiða og fjölskylda.„Við erum virkilega þakklát Senu fyrir þessa ómetanlegu aðstoð að fá að halda bíósýningu sem rennur algjörlega óskert í styrktarsjóðinn. Sveppi, Pétur og Gói koma og spjalla við gesti og gangandi í hléi og verður hægt að fá áritun frá strákunum,“ segir Sigrún Lilja. „Að auki fær yngri kynslóðin pakka við hurð á meðan birgðir endast en Nettó voru svo yndislegir að styrkja okkur með gjafirnar. Við erum stútfull af þakklæti því aðstoð sem þessi er sko alls ekki sjálfsögð. Að auki langar mig að koma á framfæri sérstöku þakklæti til þeirra ótrúlega hópi kvenna sem standa að þessum styrktarsjóði með okkur því án þeirra þrotlausu vinnu væri þetta ekki gerlegt. Team Heiða er algjörlega magnaður hópur.“Styrktarsýningin á Annie fer fram í Smárabíói klukkan 17.15 í dag.Fyrir þá sem vilja fara í bíó og styrkja Heiðu um leið við að fá draum sinn uppfylltan geta keypt miða hér en einnig verða miðar seldir við hurð á meðan birgðir endast: Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér. Þeir sem ekki komast í bíó en vilja samt styrkja er bent á Styrktarfélag Bjarnheiðar Hannesdóttur Kt. 510714-0320 Reikningsnr. 0133-26-10190 Eða að hringja í styrktarsíma og velja upphæð sem rennur beint í styrktarsjóðinn: 907-3501 (1000 kr) 907-3503 (3000 kr) 907-3505 (5000 kr)Styrktarsíðu Heiðu má nálgast á Facebook hér.
Tengdar fréttir „Ekki láta aðra segja þér hvernig þú átt að líta út“ Bjarnheiður Hannesdóttir fór í hjartastopp í tuttugu mínútur árið 2012. Hún glímdi við átröskun um árabil og hefur þau skilaboð til annarra sem glíma við sjúkdóminn að útlitið sé ekki neitt á við að vera heilbrigður. 16. ágúst 2014 12:00 Í hjartastopp fyrir framan fjölskylduna Bjarnheiður Hannesdóttir lenti í hjartastoppi í tuttugu mínútur fyrir tæpum tveimur árum fyrir framan fjölskyldu sína. Henni var vart hugað líf en barðist fyrir tilvist sinni á þessari jörð. 16. ágúst 2014 08:00 Bindur vonir við stofnfrumumeðferð á Indlandi Bjarnheiður Hannesdóttir er heilasködduð og ósjálfbjarga eftir að hún fór í hjartastopp í desember árið 2012. Draumur hennar er að komast í stofnfrumumeðferð á Indlandi og hefur Styrktarsjóður Heiðu Hannesar verið stofnaður til að safna fyrir meðferðinni. 16. ágúst 2014 14:00 Glímdi við átröskun frá átján ára aldri Bjarnheiður Hannesdóttir fékk hjartastopp í desember árið 2012. Aðdrangandinn að hjartastoppinu var langur en Bjarnheiður hafði glímt við átröskun um árabil. 16. ágúst 2014 10:00 Lamaðist eftir hjartastopp: „Ég er fangi í eigin líkama“ Bjarnheiður Hannesdóttir fékk hjartastopp eftir að hafa glímt við átröskun í mörg ár. Hún bindur vonir við stofnfrumumeðferð á Indlandi. 23. febrúar 2015 20:39 Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Fleiri fréttir „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Sjá meira
„Ekki láta aðra segja þér hvernig þú átt að líta út“ Bjarnheiður Hannesdóttir fór í hjartastopp í tuttugu mínútur árið 2012. Hún glímdi við átröskun um árabil og hefur þau skilaboð til annarra sem glíma við sjúkdóminn að útlitið sé ekki neitt á við að vera heilbrigður. 16. ágúst 2014 12:00
Í hjartastopp fyrir framan fjölskylduna Bjarnheiður Hannesdóttir lenti í hjartastoppi í tuttugu mínútur fyrir tæpum tveimur árum fyrir framan fjölskyldu sína. Henni var vart hugað líf en barðist fyrir tilvist sinni á þessari jörð. 16. ágúst 2014 08:00
Bindur vonir við stofnfrumumeðferð á Indlandi Bjarnheiður Hannesdóttir er heilasködduð og ósjálfbjarga eftir að hún fór í hjartastopp í desember árið 2012. Draumur hennar er að komast í stofnfrumumeðferð á Indlandi og hefur Styrktarsjóður Heiðu Hannesar verið stofnaður til að safna fyrir meðferðinni. 16. ágúst 2014 14:00
Glímdi við átröskun frá átján ára aldri Bjarnheiður Hannesdóttir fékk hjartastopp í desember árið 2012. Aðdrangandinn að hjartastoppinu var langur en Bjarnheiður hafði glímt við átröskun um árabil. 16. ágúst 2014 10:00
Lamaðist eftir hjartastopp: „Ég er fangi í eigin líkama“ Bjarnheiður Hannesdóttir fékk hjartastopp eftir að hafa glímt við átröskun í mörg ár. Hún bindur vonir við stofnfrumumeðferð á Indlandi. 23. febrúar 2015 20:39