Innlent

Lögfræðingar taka allt upp í 40 þúsund krónur á tímann

Jakob Bjarnar skrifar
Meðalverð útselra tíma var 19,500 krónur á klukkustund en hæsta verð í hefðbundinni útseldri vinnu reyndist 38 þúsund krónur á tímann.
Meðalverð útselra tíma var 19,500 krónur á klukkustund en hæsta verð í hefðbundinni útseldri vinnu reyndist 38 þúsund krónur á tímann. visir/getty
Samkvæmt nýlegri athugun á söluverði tíma hjá viðskiptavinum Manors kom meðal annars það í ljós að ódýrustu tímarnir hjá lögmönnum eru í stórum verkefnum þar sem hörð samkeppni er milli lögfræðistofa og þá gat tímagjald farið niður í 7 þúsund krónur á tímann. Meðalverð útseldra tíma var 19,500 krónur á klukkustund en hæsta verð í hefðbundinni útseldri vinnu reyndist 38 þúsund krónur á tímann.

Manor er þjónustuver og hugbúnaðarþjónusta sem miðar sérstalega við starfsemi lögmannsstofa. Í hverjum mánuði streymir mikill fjöldi tíma og uppgjöra í gegnum tímaskráningarkerfi sem sérhannað er fyrir íslenska lögmenn.

Manor birtir þessar niðurstöður á vef sínum og þar segir meðal annars: „Í öllum tilvikum sem athuguð voru upplýstu lögmenn viðskiptavini sína um verð áður en viðskipti hófust. Þeir sem hæst verð rukkuðu sögðust hafa byggt upp það á löngum ferli og að sínir viðskiptavinir væru að mestu fastir viðskiptavinir sem hefðu mikla hagsmuni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×