Honda, Nissan og Toyota sameinast um sjálfkeyrandi bíla Finnur Thorlacius skrifar 27. febrúar 2015 11:02 Japönsk yfirvöld munu leggja til fjármagn til þróunar á sjálfakandi bílum japanskra bílaframleiðenda. Þrír stærstu bílaframleiðendur Japans hafa nú sameinast um þróun sjálfakandi bíla í samstarfi við Háskóla, framleiðendur rafmagnsbúnaðar og yfirvöld í Japan. Markmiðið er að vinna eftir sömu stöðlum og hafa japönsk stjórnvöld gengið fyrir skjöldu í þessu samstarfi. Japönsk yfirvöld hafa haft áhyggjur af því að bílaframleiðendur í Þýskalandi og Bandaríkjunum, auk Apple, hafi náð forystu í þróun sjálfakandi bíla en því sé hægt að ná aftur með því að sameina þessa þrjá öflugu bílaframleiðendur Japans. Samstarfið á að hefjast fyrir alvöru í sumar og verða háskólarnir í Tokýo og Nagoya og raftækjaframleiðendurnir Hitachi og Panasonic þátttakendur í þessu verkefni, ásamt Honda, Nissan og Toyota. Fyrstu skrefin verða að staðla íhluti og hugbúnað, tryggja að búnaðurinn sé öruggur og síðan að tengja verkefnið hinu opinbera vegna innviða gatnakerfis Japans svo það verði tilbúið fyrir þessa nýju tækni. Fjárframlög frá hinu opinbera verða tryggð og munu þau útvega prófunaraðstöðu fyrir búnaðinn og verða lagðir til fjármunir að upphæð 11 milljörðum króna til þess, eitthvað sem bæði þýsk og bandarísk yfirvöld hafa þegar gert. Tækni Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent
Þrír stærstu bílaframleiðendur Japans hafa nú sameinast um þróun sjálfakandi bíla í samstarfi við Háskóla, framleiðendur rafmagnsbúnaðar og yfirvöld í Japan. Markmiðið er að vinna eftir sömu stöðlum og hafa japönsk stjórnvöld gengið fyrir skjöldu í þessu samstarfi. Japönsk yfirvöld hafa haft áhyggjur af því að bílaframleiðendur í Þýskalandi og Bandaríkjunum, auk Apple, hafi náð forystu í þróun sjálfakandi bíla en því sé hægt að ná aftur með því að sameina þessa þrjá öflugu bílaframleiðendur Japans. Samstarfið á að hefjast fyrir alvöru í sumar og verða háskólarnir í Tokýo og Nagoya og raftækjaframleiðendurnir Hitachi og Panasonic þátttakendur í þessu verkefni, ásamt Honda, Nissan og Toyota. Fyrstu skrefin verða að staðla íhluti og hugbúnað, tryggja að búnaðurinn sé öruggur og síðan að tengja verkefnið hinu opinbera vegna innviða gatnakerfis Japans svo það verði tilbúið fyrir þessa nýju tækni. Fjárframlög frá hinu opinbera verða tryggð og munu þau útvega prófunaraðstöðu fyrir búnaðinn og verða lagðir til fjármunir að upphæð 11 milljörðum króna til þess, eitthvað sem bæði þýsk og bandarísk yfirvöld hafa þegar gert.
Tækni Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent