Lífið

Star Wars systkinin slá í gegn

Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar
Sölvi og Snæfríður
Sölvi og Snæfríður Mynd/Hólmfríður Helga
Systkinin Snæfríður og Sölvi slógu svo sannarlega í gegn á öskudaginn, en þau voru karakterarnir C3po og Luke Skywalker í fighter pilot búning úr Star Wars.

Mamma þeirra, Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, er fædd og uppalin á Akureyri þar sem Öskudagurinn er heilagari en jólin.

"Eftir að ég eignaðist krakkana hef ég beðið í ofvæni eftir því að þau yrðu nógu stór til að sjá Star Wars. Það var löng bið, en tók enda um daginn og heilluðust þau alveg, þannig að það var nokkuð augljóst að þetta yrði lendingin í ár," segir Helga.

"Ég hef hingað til leyft krökkunum að velja sjálf hvað þau verða, með einu skilyrði. Búningarnir verða að vera heimagerðir. Mér finnst dásamlega gaman að gera búninga, hlakka mun meira til öskudagsins en jólanna," segir hún. 

Flott systkinMynd/Hólmfríður Helga
Snæfríður er mjög hrifin af vélum og vísindum, þannig að það kom aldrei annað til greina en að vera C3pO. Reyndar ætluðu þau bæði að vera Darth Vader, en hættu svo við það.

"Ég lagðist aðeins yfir myndir af karakterunum og búningunum, tékkaði á pinterest en var ekki nógu ánægð með það sem þar var. Svo ég mixaði saman efnum þangað til ég var sátt.

C3pO er úr craft foam (sem er hitað og mótað eftir henni), stórum æfingabolta og botni úr núðludós og hjálminn hans Sölva gerði hún úr bolta og svampi sem er notaður í garðvinnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.