Lífið

Körfuboltadómari rappar fyrir MR-inga

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Dabbi T kom fram á balli hjá MR-ingum um helgina.
Dabbi T kom fram á balli hjá MR-ingum um helgina.
Rapparinn Dabbi T kom fram í fyrsta skipti í áraraðir um helgina, þegar hann tróð upp á balli MR-inga.

Rapparinn, sem heitir Davíð Tómas Tómasson, tók einhver sjö lög og virtust gestir kunna textana hans nokkuð vel, þrátt fyrir að langt sé síðan að efnið hans kom út.

Davíð er öllu þekktari sem körfuknattleiksdómari í dag, en hann dæmir í Domino's deildum karla og kvenna auk þess sem hann hefur dæmt á alþjóðlegum vettvangi.

Sem rappari sló hann í gegn með plötunni Óheflað málfar. Hann hélt eftirminnilega tónleika á Gauk á stöng árið 2006, þegar hann troðfyllti staðinn. Dabbi T var svo í hljómsveitinni 32C ásamt Emmsjé Gauta og Magse, sem er einnig þekktur fyrir að vera meðlimur í hinni goðsagnakenndu rappsveit Subterranean og Amabadama sem hefur heldur betur slegið í gegn að undanförnu.

Hér að neðan má heyra nokkur lög með Dabba T.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.