Formúla 1

Arrivabene: Keppinautar okkar í feluleik

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Ferrari bíllinn lofar góðu en liðsstjórinn er samt viss um að einhverjir eigi meira inni.
Ferrari bíllinn lofar góðu en liðsstjórinn er samt viss um að einhverjir eigi meira inni. Vísir/Getty
Liðsstjóri Ferrari, Maurizio Arrivabene er ánægður með frammistöðu liðsins í fyrstu æfingalotunni. Hann segir þó að margir keppinauta liðsins geti meira en þeir hafi sýnt.

Sebastian Vettel var fljótastur fyrstu tvo dagana og Kimi Raikkonen var fljótastur fjórða daginn. Einhverjar raddir hafa heyrst um að Ferrari hafi stigið ógnvænlega stórt framfara skref í vetur.

Góð tákn eru á lofti samkvæmt Arrivabene sem segist þó vera með báða fætur á jörðinni og er viss um að keppinautar liðsins geti meira en þeir sýna.

„Samanborið við síðasta ár, þá hafa þessir dagar á æfingum sýnt að við getum verið bjartsýn,“ sagði Arrivabene.

„Umfram allt, þá er ég ánægður með að liðið hefur fundið innblásturinn og liðsandann aftur,“ bætti hann við.

Arrivabene segir að einn keppinautur eigi umfram aðra eftir að sýna hvað hann getur í raun og á þá væntanlega við Mercedes liðið. Hann segir að nákvæmari mynd komist á hlutina í komandi æfingalotum á Katalóníubrautinni á Spáni.


Tengdar fréttir

Raikkonen endar æfingalotuna á toppnum

Kimi Raikkonen á Ferrari setti í dag hraðasta tíma fyrstu æfingalotunnar fyrir komandi keppnistímabil í Formúlu 1. Þrír óku yfir 100 hringi í dag.

Svona líta nýju formúlu eitt bílarnir út | Myndir

Eftir langan vetur er loksins komið að því, nýjir Formúlu bílar hafa litið dagsins ljós. Það er alltaf forvitnilegt að sjá hvað hönnuðum liðanna dettur í hug og hver þróunin verður í framhaldinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×