Formúla 1

Raikkonen endar æfingalotuna á toppnum

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Raikkonen er ánægður með nýja Ferrari bílinn og segir hann góðan grunn að byggja á.
Raikkonen er ánægður með nýja Ferrari bílinn og segir hann góðan grunn að byggja á. Vísir/Getty
Kimi Raikkonen á Ferrari setti í dag hraðasta tíma fyrstu æfingalotunnar fyrir komandi keppnistímabil í Formúlu 1. Þrír óku yfir 100 hringi í dag.

Raikkonen ók 105 hringi og var einum tíunda fljótari en Sebastian Vettel var fyrsta daginn, einnig á Ferrari.

Marcus Ericsson á Sauber varð annar í dag, rúmri sekúndu á eftir Finnanum. Hann ók 110 hringi. Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á Mercedes varð þriðji fjótastur í dag og ók 117 hringi.

Hinn kornungi Max Verstappen bætti svo um munar í reynslubankann í dag. Hann varð fjórði og ók 97 hringi á brautinni í Jerez.

McLaren-Honda bíllinn komst skemmst allra í dag. Jenson Button ók bílnum 35 hringi og setti tíma sem var tæpum sjö sekúndum hægari en tími Raikkonen. McLaren hefur þó sagt að vélin sé ekki á fullum snúning og að hún eigi eftir að blómstra seinna.

Næsta æfingalota fer fram á Katalóníubrautinni og hefst 19. febrúar.


Tengdar fréttir

Svona líta nýju formúlu eitt bílarnir út | Myndir

Eftir langan vetur er loksins komið að því, nýjir Formúlu bílar hafa litið dagsins ljós. Það er alltaf forvitnilegt að sjá hvað hönnuðum liðanna dettur í hug og hver þróunin verður í framhaldinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×