McLaren endurnýjar kynnin við Honda Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2015 16:30 Formúlu 1 keppnisbíll McLaren. Árangur McLaren liðsins í Formúlu 1 hefur ekki talist góður að undanförnu, en þetta sigursæla lið endaði aðeins í fimmta sæti á síðasta keppnistímabili. McLaren státar af 12 titlum ökumanna, 8 titlum sem bílasmiðir og 182 sigrum í einstökum keppnum Formúlu 1, engum þó frá 2012. Því ættu aðdáendur liðsins að kætast við nýjustu fréttir úr herbúðum liðsins, en það hefur endurnýjað kynnin við Honda. Á næsta keppnistímabili verður semsagt Honda vél í bílum McLaren, í fyrsta sinni í 23 ár. McLaren verður eina liðið sem verður með vél frá Honda en nafn hennar er RA615H og er forþjöppudrifin. Hin nýja vél Honda er vonandi nægilega öflug til að verma Mercedes Benz liðinu undir uggum en það lið drottnaði yfir keppninni á síðasta ári. Það er þó ekki bara vélin sem verður ný af nálinni hjá McLaren, en bíll McLaren fær nýja trjónu og nýja fjöðrun og afturendinn verður ekki eins breiður og í fyrra. Einnig verður bíllinn öðruvísi málaður og fær margar nýjar auglýsingar, meðal annars frá Mobil 1, SAP, Tag Heuer, Johnnie Walker, Hilton, CNN og KPMG, auk þess sem auðvitað verður auglýsing frá Honda. Ökumenn McLaren á komandi keppnistímabili verða Fernando Alonso og Jenson Button. Formúla Mest lesið Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Fótbolti „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfubolti Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Fótbolti Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Körfubolti Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Fótbolti Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Íslenski boltinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Enski boltinn Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Árangur McLaren liðsins í Formúlu 1 hefur ekki talist góður að undanförnu, en þetta sigursæla lið endaði aðeins í fimmta sæti á síðasta keppnistímabili. McLaren státar af 12 titlum ökumanna, 8 titlum sem bílasmiðir og 182 sigrum í einstökum keppnum Formúlu 1, engum þó frá 2012. Því ættu aðdáendur liðsins að kætast við nýjustu fréttir úr herbúðum liðsins, en það hefur endurnýjað kynnin við Honda. Á næsta keppnistímabili verður semsagt Honda vél í bílum McLaren, í fyrsta sinni í 23 ár. McLaren verður eina liðið sem verður með vél frá Honda en nafn hennar er RA615H og er forþjöppudrifin. Hin nýja vél Honda er vonandi nægilega öflug til að verma Mercedes Benz liðinu undir uggum en það lið drottnaði yfir keppninni á síðasta ári. Það er þó ekki bara vélin sem verður ný af nálinni hjá McLaren, en bíll McLaren fær nýja trjónu og nýja fjöðrun og afturendinn verður ekki eins breiður og í fyrra. Einnig verður bíllinn öðruvísi málaður og fær margar nýjar auglýsingar, meðal annars frá Mobil 1, SAP, Tag Heuer, Johnnie Walker, Hilton, CNN og KPMG, auk þess sem auðvitað verður auglýsing frá Honda. Ökumenn McLaren á komandi keppnistímabili verða Fernando Alonso og Jenson Button.
Formúla Mest lesið Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Fótbolti Rekinn eftir aðeins átta leiki við stjórn Fótbolti „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfubolti Lewandowski skaut Börsungum upp á topp Fótbolti Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Körfubolti Aron Einar og félagar úr leik í Meistaradeildinni Fótbolti Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Íslenski boltinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Enski boltinn Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira