Ökklabrotnaði í norðurljósaferð en fær engar skaðabætur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2015 11:38 Atvikið átti sér stað í mars 2013 við Raufarhólshelli í Þrengslum þar sem farið var út að skoða norðurljós. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Tryggingamiðstöðina af skaðabótakröfu erlends ferðamanns sem ökklabrotnaði í norðurljósaferð þegar hann var að stíga út úr rútu Snælands Grímssonar. Atvikið átti sér stað í mars 2013 við Raufarhólshelli í Þrengslum. Maðurinn og kona hans fóru út úr rútunni ásamt öðrum ferðamönnum til að skoða norðurljósin en ekki vildi betur til en svo að maðurinn hrasaði í tröppum rútunnar þegar hann var á leiðinni út. Við það tvíökklabrotnaði hann og var strax farið til Reykjavíkur og maðurinn fluttur á slysadeild. Daginn eftir flaug hann svo heim til Bandaríkjanna þar sem hann gekkst undir skurðaðgerð. Maðurinn byggði kröfu sína meðal annars á því að ökumaður rútunnar hafi ekki gætt nógu vel að því að tröppurnar niður úr rútunni væru ekki hálar svo þær sköpuðu ekki hættu fyrir farþega. Þá hafi bílstjórinn ekki varað farþegana við því að tröppurnar auk þess sem ekki hafi verið handrið við þær sem hægt var að styðjast við þegar gengið var niður. Tryggingamiðstöðin hafnaði alfarið málatilbúnaði mannsins og sagði að rútan hefði uppfyllt allar öryggiskröfur, meðal annars með tilliti til handriða við tröppur rútunnar. Þá mótmæltu bílstjórinn sem og fararstjóri ferðarinnar því að hálka hafi verið í tröppunum. „Fararstjóranum, sem hafi verið kominn út úr bifreiðinni en staðið við framdyrnar og séð stefnanda detta í tröppunum, virtist sem stefnandi hefði misstigið sig í tröppunum. Jafnvel þó það teldist sannað að hálka eða bleyta hafi verið í tröppum bifreiðarinnar umrætt sinn hafi verið ógerlegt að afstýra því í tilviki sem þessu,“ segir meðal annars í dómnum. Dómari í málinu taldi því ekki sannað að slysið mætti rekja til saknæmrar vanrækslu bílstjóra rútunnar. Um óhappatilvik hafi verið að ræða og var því Tryggingamiðstöðin, fyrir hönd Snælands Grímssonar ehf., sýknað af skaðabótakröfu mannsins. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Tryggingamiðstöðina af skaðabótakröfu erlends ferðamanns sem ökklabrotnaði í norðurljósaferð þegar hann var að stíga út úr rútu Snælands Grímssonar. Atvikið átti sér stað í mars 2013 við Raufarhólshelli í Þrengslum. Maðurinn og kona hans fóru út úr rútunni ásamt öðrum ferðamönnum til að skoða norðurljósin en ekki vildi betur til en svo að maðurinn hrasaði í tröppum rútunnar þegar hann var á leiðinni út. Við það tvíökklabrotnaði hann og var strax farið til Reykjavíkur og maðurinn fluttur á slysadeild. Daginn eftir flaug hann svo heim til Bandaríkjanna þar sem hann gekkst undir skurðaðgerð. Maðurinn byggði kröfu sína meðal annars á því að ökumaður rútunnar hafi ekki gætt nógu vel að því að tröppurnar niður úr rútunni væru ekki hálar svo þær sköpuðu ekki hættu fyrir farþega. Þá hafi bílstjórinn ekki varað farþegana við því að tröppurnar auk þess sem ekki hafi verið handrið við þær sem hægt var að styðjast við þegar gengið var niður. Tryggingamiðstöðin hafnaði alfarið málatilbúnaði mannsins og sagði að rútan hefði uppfyllt allar öryggiskröfur, meðal annars með tilliti til handriða við tröppur rútunnar. Þá mótmæltu bílstjórinn sem og fararstjóri ferðarinnar því að hálka hafi verið í tröppunum. „Fararstjóranum, sem hafi verið kominn út úr bifreiðinni en staðið við framdyrnar og séð stefnanda detta í tröppunum, virtist sem stefnandi hefði misstigið sig í tröppunum. Jafnvel þó það teldist sannað að hálka eða bleyta hafi verið í tröppum bifreiðarinnar umrætt sinn hafi verið ógerlegt að afstýra því í tilviki sem þessu,“ segir meðal annars í dómnum. Dómari í málinu taldi því ekki sannað að slysið mætti rekja til saknæmrar vanrækslu bílstjóra rútunnar. Um óhappatilvik hafi verið að ræða og var því Tryggingamiðstöðin, fyrir hönd Snælands Grímssonar ehf., sýknað af skaðabótakröfu mannsins.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Sjá meira