Innlent

Ölvaður með 11 ára son sinn í bílnum

Auk þess að vera undir áhrifum áfengis, hafði maðurinn áður verið sviptur ökuréttindum.
Auk þess að vera undir áhrifum áfengis, hafði maðurinn áður verið sviptur ökuréttindum. Vísir/Getty
Í Reykjavík var bílstjóri stöðvaður í nótt vegna aksturs undir áhrifum áfengis. Hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Maðurinn var með ellefu ára gamlan son sinn í bílnum. Barnavernd hefur verið tilkynnt um málið og ættingjar náðu í drenginn, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Þá var maður handtekinn í miðborginni eftir að hann braust inn í bensínstöð og tók þaðan góðgæti af ýmsum toga. Eftirtektarsamur borgari tók eftir innbrotsþjófinum og hringdi í lögregluna. Hann fylgdi síðan þjófinum þegar hann ætlaði að láta sig hverfa. Það varð til þess að lögregla gat handtekið manninn. Hann gat fá svör gefið sökum ölvunar og vistaður í fangageymslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×