Dagur gaf leikmönnum frí | Fara í eyðimerkursafarí Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 23. janúar 2015 12:30 Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans eru taplausir á HM. vísir/eva björk Blaðamannafundur þýska landsliðsins á Hilton-hótelinu hér í Doha í Katar hófst á tilkynningu. Leikmönnum verður gefið frí frá æfingu í dag og verður haldið út í eyðimörkina í Katar í svokallað jeppasafarí. Það var létt yfir Degi Sigurðssyni, þjálfara þýska landsliðsins, á fundinum í morgun en hans menn eru á toppi D-riðils með sjö stig af átta mögulegum og dugir sigur gegn Sádí-Arabíu á morgun til að tryggja sér sigur í riðlinum. „Við erum ánægðir með sigurinn gegn Argentínu en það var erfiður leikur fyrir bæði haus og líkama,“ sagði Dagur. „Við höfum spilað fjóra leiki á skömmum tíma og því fá leikmenn frí frá æfingu í dag. Undirbúningur hefst svo í kvöld og verður haldið áfram í fyrramálið.“ „Auðvitað viljum við halda okkar takti í leiknum og spila til sigurs í riðlinum. Það er okkur mikilvægt og þar liggur okkar einbeiting. Við viljum engu að síður halda okkur í góðu formi og safna kröftum fyrir næstu verkefni.“ Dagur fer með leikmönnum í eyðurmerkurferðina í dag en liðsstjórinn Oliver Roggisch situr eftir heima. „Það er meira að sjá í Katar en bara það sem er hér í Doha. Við viljum eiga gott kvöld og einbeita svo okkur að Sádí Arabíu í fyrramálið,“ sagði hann. Dagur var spurður að því hvort hann hefði einhverjar sérstakar tilfinningar fyrir mögulegum andstæðingum Þýskalands í 16-liða úrslitum. Einn mögulegur andstæðingur Þjóðverja verður Ísland, þó það sé vissulega ólíklegt miðað við stöðuna í dag.Sjá einnig:Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Dagur hikaði áður en hann svaraði. Og brosti. „Ég vil helst ekki segja það,“ sagði hann og greinilegt var að hann átti við íslenska liðið. „Ég er fyrst og fremst með góða tilfinningu fyrir okkar liði. Við höfum spilað vel og það eru allir heilir. Það er það sem hefur veitt mér mesta ánægju.“ „Við eigum að hugsa um það fyrst og fremst að ganga hart fram í okkar leikjum. Við höfum engu að tapa.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Leikur Þýskalands og Sádí-Arabíu í uppnámi? Fráfall konungs Sádí-Arabíu gæti sett strik í reikninginn hjá handboltalandsliði þjóðarinnar. 23. janúar 2015 12:00 Þjóðverjar gerðu það sem Dönum tókst ekki Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, stýrði sínum mönnum til fimm marka sigurs á Argentínu, 28-23, í fjórða leik liðsins á HM í handbolta í Katar. Pólverjar unnu sinn leik öruggalega og eru stigi á eftir þýska liðinu í D-riðli. 22. janúar 2015 17:38 Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Sjá meira
Blaðamannafundur þýska landsliðsins á Hilton-hótelinu hér í Doha í Katar hófst á tilkynningu. Leikmönnum verður gefið frí frá æfingu í dag og verður haldið út í eyðimörkina í Katar í svokallað jeppasafarí. Það var létt yfir Degi Sigurðssyni, þjálfara þýska landsliðsins, á fundinum í morgun en hans menn eru á toppi D-riðils með sjö stig af átta mögulegum og dugir sigur gegn Sádí-Arabíu á morgun til að tryggja sér sigur í riðlinum. „Við erum ánægðir með sigurinn gegn Argentínu en það var erfiður leikur fyrir bæði haus og líkama,“ sagði Dagur. „Við höfum spilað fjóra leiki á skömmum tíma og því fá leikmenn frí frá æfingu í dag. Undirbúningur hefst svo í kvöld og verður haldið áfram í fyrramálið.“ „Auðvitað viljum við halda okkar takti í leiknum og spila til sigurs í riðlinum. Það er okkur mikilvægt og þar liggur okkar einbeiting. Við viljum engu að síður halda okkur í góðu formi og safna kröftum fyrir næstu verkefni.“ Dagur fer með leikmönnum í eyðurmerkurferðina í dag en liðsstjórinn Oliver Roggisch situr eftir heima. „Það er meira að sjá í Katar en bara það sem er hér í Doha. Við viljum eiga gott kvöld og einbeita svo okkur að Sádí Arabíu í fyrramálið,“ sagði hann. Dagur var spurður að því hvort hann hefði einhverjar sérstakar tilfinningar fyrir mögulegum andstæðingum Þýskalands í 16-liða úrslitum. Einn mögulegur andstæðingur Þjóðverja verður Ísland, þó það sé vissulega ólíklegt miðað við stöðuna í dag.Sjá einnig:Líklegast að strákarnir mæti Dönum ef Ísland kemst áfram Dagur hikaði áður en hann svaraði. Og brosti. „Ég vil helst ekki segja það,“ sagði hann og greinilegt var að hann átti við íslenska liðið. „Ég er fyrst og fremst með góða tilfinningu fyrir okkar liði. Við höfum spilað vel og það eru allir heilir. Það er það sem hefur veitt mér mesta ánægju.“ „Við eigum að hugsa um það fyrst og fremst að ganga hart fram í okkar leikjum. Við höfum engu að tapa.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Leikur Þýskalands og Sádí-Arabíu í uppnámi? Fráfall konungs Sádí-Arabíu gæti sett strik í reikninginn hjá handboltalandsliði þjóðarinnar. 23. janúar 2015 12:00 Þjóðverjar gerðu það sem Dönum tókst ekki Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, stýrði sínum mönnum til fimm marka sigurs á Argentínu, 28-23, í fjórða leik liðsins á HM í handbolta í Katar. Pólverjar unnu sinn leik öruggalega og eru stigi á eftir þýska liðinu í D-riðli. 22. janúar 2015 17:38 Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Sjá meira
Leikur Þýskalands og Sádí-Arabíu í uppnámi? Fráfall konungs Sádí-Arabíu gæti sett strik í reikninginn hjá handboltalandsliði þjóðarinnar. 23. janúar 2015 12:00
Þjóðverjar gerðu það sem Dönum tókst ekki Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, stýrði sínum mönnum til fimm marka sigurs á Argentínu, 28-23, í fjórða leik liðsins á HM í handbolta í Katar. Pólverjar unnu sinn leik öruggalega og eru stigi á eftir þýska liðinu í D-riðli. 22. janúar 2015 17:38