Innlent

Banaslys rakið til hraðaksturs og framúraksturs

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Loftmynd af slysstað.
Loftmynd af slysstað. Mynd/Rannsóknarnefnd samgönguslysa
Banaslys sem varð á Faxabraut á Akranesi þann 16. maí 2013 er rakið til ógætilegs framúraksturs og hraðaksturs. Þetta kemur fram í skýrslu um slysið sem Rannsóknarnefnd samgönguslysa birti í dag.

Slysið varð með þeim hætti að ökumaður bifhjóls ók austur eftir Faxabraut og tók fram úr fólksbíl áður en hann kom að hraðatakmarkandi koddum í götunni og á miðeyju.

Að sögn vitna virtist sem ökumaðurinn fipast við akstur bifhjólsins þegar hann fór yfir hraðahindrunina. Hann náði þó að halda stjórn á hjólinu þar til hann kom að vinstribeygju sem er 50 metrum frá hraðahindruninni.

Þá hemlaði ökumaðurinn og afturhjól bifhjólsins læstist. Við það lenti framhjólið á gangstéttarbrún, ökumaðurinn kastaðist af hjólinu, fór yfir grjótvarnargarð og niður í fjöru 6 metrum fyrir neðan veginn. Hann lést af áverkum sínum á sjúkrahúsi að kvöldi slysdags.


Tengdar fréttir

Banaslys í umferðinni á Akranesi

Banaslys varð í umferðinni á Akranesi í gærdag. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að um kl 15:30 í gæri missti ökumaður bifhjóls stjórn á hjóli sínu er hann ók austur Faxabraut á Akranesi. Hafnaði hjólið á grjótgarði með þeim afleiðingum að maðurinn kastaðist yfir grjótgarðinn og niður í fjöru á Langasandi. Hann var fluttur á slysadeild SHA og síðan áfram á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann lést síðar um daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×