Ekki annað að sjá en Egyptar hafi lagt sig fram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2015 16:32 Strákarnir okkar fögnuðu flottum sigri í gær. Vísir/Eva Björk Karlalandsliðið í handbolta tryggði sér í gær sæti í 16-liða úrslitum HM í Katar með 28-25 sigri á Egyptum í lokaleik sínum í riðlinum. Strákarnir okkar höfnuðu í þriðja sæti riðilsins og mæta Dönum á morgun en Egyptar, sem höfnuðu í fjórða sæti riðilsins, mæta Þjóðverjum. Leikurinn gegn Egyptum í gær var skrautlegur. Ísland byrjaði hörmulega og skoraði aðeins eitt mark fyrstu tíu mínútur leiksins. Útlitið var svart og í takti við skelfilegar upphafsmínútur í öðrum leikjum Íslands í Katar að frátöldu jafnteflinu gegn Frökkum. Okkar mönnum tókst hins vegar að snúa við blaðinu og breyta stöðunni úr 4-1, þremur mörkum undir yfir í fimm marka forystu í hálfleik, 15-10. Þeim sem þetta skrifar fannst ýmislegt í leik Egypta benda til þess að þeir hefðu ekki áhuga á að vinna leikinn. Besti markvörður Egypta og þeirra besti útileikmaður voru hvíldir framan af leik og upphitun Egypta var óvenjuleg þar sem hópurinn hélt sig í hliðarsal. Það til viðbótar við mikil umskipti í skrýtnum fyrri hálfleik varð til þess að slegið var upp vangaveltu í frétt hér á Vísi hvort Egyptar hefðu áhuga á að vinna leikinn. Ljóst var að tap myndi þýða þægilegri andstæðinga fyrir Egypta í sextán og átta liða úrslitum en ef liðið legði Ísland að velli. Eftir að hafa horft aftur á leikinn í dag er hins vegar erfitt að halda því fram að Egyptar hafi ekki lagt sig fram í leiknum. Það getur verið erfitt fyrir lið að gíra sig upp í leik þar sem ekki er að miklu að keppa og jafnvel betra upp á framhaldið að tapa leiknum. Þá er sömuleiðis ekki óþekkt á stórmóti, þar sem fimm leikir eru spilaðir á níu dögum, að lið nýti leiki sem skipta minna máli til að hvíla menn. Það þýðir þó ekki að aðrir leikmenn liðsins leggi sig ekki fram og geri sitt besta. Hvort Egyptar hafi lagt sig að fullu fram er í raun algjört aukaatriði þótt undirritaður fari ekki ofan af því að tilefni hafi verið til að velta því fyrir sér. Það er mjög sérstök staða fyrir lið að vera í þegar það hentar jafnvel betur að tapa leiknum. Sú staða kemur reglulega upp á stórmótum hvort sem er í fótbolta eða handbolta. Þegar öllu er á botninn hvolft lögðu okkar menn allt í leikinn og uppskáru eftir því. Flottur sigur þar sem landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var í sérflokki. Það verður spennandi að sjá hvort við getum gert Dönum grikk á og vonandi að Aron Pálmarsson og Björgvin Páll Gústavsson verði klárir í slaginn. Áfram Ísland! HM 2015 í Katar Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Sjá meira
Karlalandsliðið í handbolta tryggði sér í gær sæti í 16-liða úrslitum HM í Katar með 28-25 sigri á Egyptum í lokaleik sínum í riðlinum. Strákarnir okkar höfnuðu í þriðja sæti riðilsins og mæta Dönum á morgun en Egyptar, sem höfnuðu í fjórða sæti riðilsins, mæta Þjóðverjum. Leikurinn gegn Egyptum í gær var skrautlegur. Ísland byrjaði hörmulega og skoraði aðeins eitt mark fyrstu tíu mínútur leiksins. Útlitið var svart og í takti við skelfilegar upphafsmínútur í öðrum leikjum Íslands í Katar að frátöldu jafnteflinu gegn Frökkum. Okkar mönnum tókst hins vegar að snúa við blaðinu og breyta stöðunni úr 4-1, þremur mörkum undir yfir í fimm marka forystu í hálfleik, 15-10. Þeim sem þetta skrifar fannst ýmislegt í leik Egypta benda til þess að þeir hefðu ekki áhuga á að vinna leikinn. Besti markvörður Egypta og þeirra besti útileikmaður voru hvíldir framan af leik og upphitun Egypta var óvenjuleg þar sem hópurinn hélt sig í hliðarsal. Það til viðbótar við mikil umskipti í skrýtnum fyrri hálfleik varð til þess að slegið var upp vangaveltu í frétt hér á Vísi hvort Egyptar hefðu áhuga á að vinna leikinn. Ljóst var að tap myndi þýða þægilegri andstæðinga fyrir Egypta í sextán og átta liða úrslitum en ef liðið legði Ísland að velli. Eftir að hafa horft aftur á leikinn í dag er hins vegar erfitt að halda því fram að Egyptar hafi ekki lagt sig fram í leiknum. Það getur verið erfitt fyrir lið að gíra sig upp í leik þar sem ekki er að miklu að keppa og jafnvel betra upp á framhaldið að tapa leiknum. Þá er sömuleiðis ekki óþekkt á stórmóti, þar sem fimm leikir eru spilaðir á níu dögum, að lið nýti leiki sem skipta minna máli til að hvíla menn. Það þýðir þó ekki að aðrir leikmenn liðsins leggi sig ekki fram og geri sitt besta. Hvort Egyptar hafi lagt sig að fullu fram er í raun algjört aukaatriði þótt undirritaður fari ekki ofan af því að tilefni hafi verið til að velta því fyrir sér. Það er mjög sérstök staða fyrir lið að vera í þegar það hentar jafnvel betur að tapa leiknum. Sú staða kemur reglulega upp á stórmótum hvort sem er í fótbolta eða handbolta. Þegar öllu er á botninn hvolft lögðu okkar menn allt í leikinn og uppskáru eftir því. Flottur sigur þar sem landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var í sérflokki. Það verður spennandi að sjá hvort við getum gert Dönum grikk á og vonandi að Aron Pálmarsson og Björgvin Páll Gústavsson verði klárir í slaginn. Áfram Ísland!
HM 2015 í Katar Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Sjá meira