Handbolti

Eru Egyptar að tapa viljandi?

Kolbeinn Tumi Daðaosn skrifar
Sigur hjá Íslandi kemur liðinu í þriðja sæti í riðlinum og yrði Þýskaland þá andstæðingur í 16-liða úrslitum.
Sigur hjá Íslandi kemur liðinu í þriðja sæti í riðlinum og yrði Þýskaland þá andstæðingur í 16-liða úrslitum. Vísir/Eva Björk
Íslendingar leiða með fimm mörkum, 15-10, gegn Egyptum í lokaleik liðsins í riðlakeppni HM í handbolta í Katar. Strákarnir eru að spila mun betur en í tapleiknum gegn Tékkum í síðustu umferð en velta má fyrir sér hversu mikinn áhuga Egyptar hafa á því að vinna leikinn.

Egyptar vita fyrir leikinn að tapi þeir hafna þeir í fjórða sæti riðilsins. Verði það niðurstaðan mæta Egyptar Þjóðverjum í 16-liða úrslitum og svo sigurvegaranum úr viðureign Katar og Austurríkis í átta liða úrslitum.

Vinni Egyptar leikinn hafna þeir í þriðja sæti riðilsins og mæta þá Dönum í 16-liða úrslitum og Spánverjum í átta liða úrslitum. Óhætt er að segja að sú leið líti verr út en fyrrnefnd leið tapi Egyptar gegn Íslandi.

Ekki er hægt að fullyrða að Egyptar hafi lagt upp með að tapa leiknum en óhætt er að segja að hvatningin sé til staðar. Spámenn virðast fá meiri spiltíma en í öðrum leikjum liðsins til þessa.

Beina textalýsingu frá viðureign Íslands og Egyptalands má finna hér.

Uppfært klukkan 17:30

Strákarnir okkar unnu 28-25 sigur á Egyptum og eru komnir í 16-liða úrslitin. Óhætt er að segja að ýmislegt í leik Egypta í seinni hálfleiknum hafi ýtt undir vangaveltur um að Egyptar hafi kosið að tapa leiknum. Þá virkuðu þeir ekkert sérstaklega ósáttir með úrslitin að leik loknum.

En það verður ekkert tekið af leikmönnum íslenska landsliðsins sem kláruðu dæmið og mæta Dönum eða Pólverjum í 16-liða úrslitum.

Þá var sagt í greininni að upphitun Egypta hefði verið í óhefðbundnari kantinum. Þeir mættu seint inn á völlinn. Það hefur nú fengist staðfest að þeir hituðu upp í hliðarsal í keppnishöllinni.


Tengdar fréttir

Abdulla gerði passa Adolfs Inga upptækan í Katar

Flest bendir til þess að Adolf Ingi Erlingsson hafi mætt á sinn síðasta leik á heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar. Öryggisvörður gerði fjölmiðlapassa Adolfs Inga upptækan í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×