Naumur sigur Króata | Öruggt hjá Spánverjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2015 19:36 Joan Cañellas skoraði þrjú mörk fyrir Spán gegn Túnis. vísir/getty Króatía vann nauman sigur, 26-25, á Brasilíu í 16-liða úrslitum á HM í Katar í dag og tryggði sér þar með sæti í 8-liða úrslitunum þar sem Króatar mæta annað hvort Póllandi eða Svíþjóð. Brasilíumenn hafa spilað vel á HM og héldu því áfram gegn Króötum sem unnu alla sína leiki í B-riðli. Króatía byrjaði leikinn betur og eftir þriggja mínútna leik var staðan 4-1. Brasilíumenn unnu sig inn í leikinn og komust í fyrsta sinn yfir, 8-9, um miðjan fyrri hálfleik. Þeir áttu svo góðan endasprett í fyrri hálfleik og breyttu stöðunni úr 12-11 í 13-15 á síðustu fimm mínútum hálfleiksins. Óhætt er að segja að Luis Ricardo Nascimento, markvörður Brasilíu, hafi stolið senunni í fyrri hálfleiks en hann varði þrjú vítaköst frá leikmönnum Króatíu, eða öll þau vítaskot sem hann reyndi við. Króatar mættu ákveðnir til leiks eftir hlé, skelltu í lás í vörninni, skoruðu fimm fyrstu mörk í seinni hálfleiks og komust í 18-15. En Brasilíumenn brotnuðu ekki, jöfnuðu og náðu forystunni á nýjan leik. Liðin héldust í hendur það sem eftir lifði leiks en Króatar reyndust sterkari á svellinu undir lokin. Igor Karacic og Domagoj Duvnjak komu Króatíu tveimur mörkum yfir, 26-24. Brasilía náði að minnka muninn í eitt mark, 26-25, en nær komst liðið ekki og Króatar eru því komnir í 8-liða úrslitin. Duvnjak, Manuel Strlek og Marco Kopljar voru markahæstir í liði Króatíu með fjögur mörk hver en þrír leikmenn komu næstir með þrjú mörk hver. Joao Silva skoraði fimm mörk fyrir Brasilíu. Í Lusail Sports Arena mættust Spánn og Túnis. Það var leikur kattarins að músinni en Spánverjar unnu auðveldan átta marka sigur, 28-20. Helmingsmunur var á liðunum í hálfleik, 18-9, en varnarleikur heimsmeistaranna var öflugur og Gonzalo Pérez de Vargas átti góðan leik í markinu. Túnismenn héldu í við Spánverja í seinni hálfleik og unnu hann 10-11. Spánverjar unnu samt sem áður þægilegan átta marka sigur, 28-20 og mæta annað hvort Íslandi eða Danmörku í 8-liða úrslitunum. Cristian Ugalde var markahæstur hjá Spánverjum með sjö mörk en Raúl Entrerríos, Joan Cañellas, Antonio García og Víctor Tomás komu næstir með þrjú mörk hver. Oussama Boughanmi skoraði mest í liði Túnis, eða fimm mörk. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Patrekur og félagar úr leik Heimamenn í Katar eru komnir áfram í 8-liða úrslit á HM eftir tveggja marka sigur, 29-27, á lærisveinum Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu. 25. janúar 2015 17:09 Gajić markahæstur á HM eftir riðlakeppnina | Austurríki á tvo á topp 10 Dragan Gajić, hægri hornamaður slóvenska handboltalandsliðsins, er markahæsti leikmaður HM í Katar eftir riðlakeppnina sem lauk í gær. 25. janúar 2015 10:00 Enn einn stórleikurinn hjá Gajic | Slóvenar komnir áfram Í Ali Bin Hamad Al Attiya Arena mættust nágrannaþjóðirnar Slóvenía og Makedónía, þar sem Slóvenar höfðu betur, 30-28. 25. janúar 2015 17:22 Patrekur vildi ekkert tjá sig um dómgæsluna Fyrirliði Austurríkis segir að það hafi verið erfitt fyrir bæði lið að spila handbolta í kvöld. 25. janúar 2015 17:52 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Sjá meira
Króatía vann nauman sigur, 26-25, á Brasilíu í 16-liða úrslitum á HM í Katar í dag og tryggði sér þar með sæti í 8-liða úrslitunum þar sem Króatar mæta annað hvort Póllandi eða Svíþjóð. Brasilíumenn hafa spilað vel á HM og héldu því áfram gegn Króötum sem unnu alla sína leiki í B-riðli. Króatía byrjaði leikinn betur og eftir þriggja mínútna leik var staðan 4-1. Brasilíumenn unnu sig inn í leikinn og komust í fyrsta sinn yfir, 8-9, um miðjan fyrri hálfleik. Þeir áttu svo góðan endasprett í fyrri hálfleik og breyttu stöðunni úr 12-11 í 13-15 á síðustu fimm mínútum hálfleiksins. Óhætt er að segja að Luis Ricardo Nascimento, markvörður Brasilíu, hafi stolið senunni í fyrri hálfleiks en hann varði þrjú vítaköst frá leikmönnum Króatíu, eða öll þau vítaskot sem hann reyndi við. Króatar mættu ákveðnir til leiks eftir hlé, skelltu í lás í vörninni, skoruðu fimm fyrstu mörk í seinni hálfleiks og komust í 18-15. En Brasilíumenn brotnuðu ekki, jöfnuðu og náðu forystunni á nýjan leik. Liðin héldust í hendur það sem eftir lifði leiks en Króatar reyndust sterkari á svellinu undir lokin. Igor Karacic og Domagoj Duvnjak komu Króatíu tveimur mörkum yfir, 26-24. Brasilía náði að minnka muninn í eitt mark, 26-25, en nær komst liðið ekki og Króatar eru því komnir í 8-liða úrslitin. Duvnjak, Manuel Strlek og Marco Kopljar voru markahæstir í liði Króatíu með fjögur mörk hver en þrír leikmenn komu næstir með þrjú mörk hver. Joao Silva skoraði fimm mörk fyrir Brasilíu. Í Lusail Sports Arena mættust Spánn og Túnis. Það var leikur kattarins að músinni en Spánverjar unnu auðveldan átta marka sigur, 28-20. Helmingsmunur var á liðunum í hálfleik, 18-9, en varnarleikur heimsmeistaranna var öflugur og Gonzalo Pérez de Vargas átti góðan leik í markinu. Túnismenn héldu í við Spánverja í seinni hálfleik og unnu hann 10-11. Spánverjar unnu samt sem áður þægilegan átta marka sigur, 28-20 og mæta annað hvort Íslandi eða Danmörku í 8-liða úrslitunum. Cristian Ugalde var markahæstur hjá Spánverjum með sjö mörk en Raúl Entrerríos, Joan Cañellas, Antonio García og Víctor Tomás komu næstir með þrjú mörk hver. Oussama Boughanmi skoraði mest í liði Túnis, eða fimm mörk.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Patrekur og félagar úr leik Heimamenn í Katar eru komnir áfram í 8-liða úrslit á HM eftir tveggja marka sigur, 29-27, á lærisveinum Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu. 25. janúar 2015 17:09 Gajić markahæstur á HM eftir riðlakeppnina | Austurríki á tvo á topp 10 Dragan Gajić, hægri hornamaður slóvenska handboltalandsliðsins, er markahæsti leikmaður HM í Katar eftir riðlakeppnina sem lauk í gær. 25. janúar 2015 10:00 Enn einn stórleikurinn hjá Gajic | Slóvenar komnir áfram Í Ali Bin Hamad Al Attiya Arena mættust nágrannaþjóðirnar Slóvenía og Makedónía, þar sem Slóvenar höfðu betur, 30-28. 25. janúar 2015 17:22 Patrekur vildi ekkert tjá sig um dómgæsluna Fyrirliði Austurríkis segir að það hafi verið erfitt fyrir bæði lið að spila handbolta í kvöld. 25. janúar 2015 17:52 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Sjá meira
Patrekur og félagar úr leik Heimamenn í Katar eru komnir áfram í 8-liða úrslit á HM eftir tveggja marka sigur, 29-27, á lærisveinum Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu. 25. janúar 2015 17:09
Gajić markahæstur á HM eftir riðlakeppnina | Austurríki á tvo á topp 10 Dragan Gajić, hægri hornamaður slóvenska handboltalandsliðsins, er markahæsti leikmaður HM í Katar eftir riðlakeppnina sem lauk í gær. 25. janúar 2015 10:00
Enn einn stórleikurinn hjá Gajic | Slóvenar komnir áfram Í Ali Bin Hamad Al Attiya Arena mættust nágrannaþjóðirnar Slóvenía og Makedónía, þar sem Slóvenar höfðu betur, 30-28. 25. janúar 2015 17:22
Patrekur vildi ekkert tjá sig um dómgæsluna Fyrirliði Austurríkis segir að það hafi verið erfitt fyrir bæði lið að spila handbolta í kvöld. 25. janúar 2015 17:52