Gajić markahæstur á HM eftir riðlakeppnina | Austurríki á tvo á topp 10 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2015 10:00 Dragan Gajić skorar eitt 15 marka sinna gegn Hvíta-Rússlandi. vísir/getty Dragan Gajić, hægri hornamaður slóvenska handboltalandsliðsins, er markahæsti leikmaður HM í Katar eftir riðlakeppnina sem lauk í gær. Gajic skoraði 43 mörk í leikjunum fimm, úr 59 skotum sem gerir 73% skotnýting. Fjórtán af mörkum Gajic komu af vítalínunni, tíu eftir hraðaupphlaup, 15 úr horninu og fjögur af 6 metra færi. Žarko Marković, Svartfellingurinn sem spilar með landsliði Katar, kemur næstur með 41 mark. Flest marka hans komu með skotum fyrir utan, eða alls 20. Átta þeirra komu af vítalínunni. Makedónska stórskyttan Kiril Lazarov er í 3. sæti á markalistanum með 38 mörk. Meira en helmingur marka hans komu af vítalínunni, eða 21 mark. Austurríki á tvo fulltrúa í efstu tíu sætum listans; hornamennina knáu Robert Weber og Raul Santos sem eru einnig tveir markahæstu leikmenn þýsku Bundesligunnar í vetur. Weber hefur skorað 34 mörk líkt og Argentínumaðurinn Federico Pizarro en þeir eru jafnir í 4.-5. sæti markalistans. Santos er í 6.-9. sæti ásamt króatíska hornamanninum Ivan Čupić, Spánverjanum Valero Rivera og Felipe Ribeiro frá Brasilíu. Þeir hafa allir skorað 28 mörk.Guðjón Valur er kominn með 25 mörk á HM.vísir/eva björkGuðjón Valur Sigurðsson er 12.-13. sæti á listanum ásamt Svíanum Niclas Ekberg en þeir skoruðu báðir 25 mörk í leikjunum fimm. Guðjón Valur skoraði 13 mörk gegn Egyptalandi í gær og átta gegn Alsír fyrir viku en aðeins fjögur í hinum þremur leikjunum í riðlinum.Efstu menn á markalistanum: 1. Dragan Gajić (Slóvenía) - 43 mörk 2. Žarko Marković (Katar) - 41 3. Kiril Lazarov (Makedónía) - 38 4.-5. Federico Pizzaro (Argentína) - 34 4.-5. Robert Weber (Austurríki) - 34 6.-9. Ivan Čupić (Króatía) - 28 6.-9. Felipe Ribeiro (Brasilía) - 28 6.-9. Valero Rivera (Spánn) - 28 6.-9. Raul Santos (Austurríki) - 28 10. Dzianis Rutenka (Hvíta-Rússland) - 27 11. Daniil Shishkarev (Rússland) - 26 12.-13. Niclas Ekberg (Svíþjóð) - 25 12.-13. Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland) - 25 14. Uwe Gensheimer (Þýskaland) - 24 15.-19. Ahmed Elahmar (Egyptaland) - 23 15.-19. Sajad Esteki (Íran) - 23 15.-19. Patrick Groetzki (Þýskaland) - 23 15.-19. Michaël Guigou (Frakkland) - 23 15.-19. Rodrigo Salinas (Chile) - 23 HM 2015 í Katar Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Dragan Gajić, hægri hornamaður slóvenska handboltalandsliðsins, er markahæsti leikmaður HM í Katar eftir riðlakeppnina sem lauk í gær. Gajic skoraði 43 mörk í leikjunum fimm, úr 59 skotum sem gerir 73% skotnýting. Fjórtán af mörkum Gajic komu af vítalínunni, tíu eftir hraðaupphlaup, 15 úr horninu og fjögur af 6 metra færi. Žarko Marković, Svartfellingurinn sem spilar með landsliði Katar, kemur næstur með 41 mark. Flest marka hans komu með skotum fyrir utan, eða alls 20. Átta þeirra komu af vítalínunni. Makedónska stórskyttan Kiril Lazarov er í 3. sæti á markalistanum með 38 mörk. Meira en helmingur marka hans komu af vítalínunni, eða 21 mark. Austurríki á tvo fulltrúa í efstu tíu sætum listans; hornamennina knáu Robert Weber og Raul Santos sem eru einnig tveir markahæstu leikmenn þýsku Bundesligunnar í vetur. Weber hefur skorað 34 mörk líkt og Argentínumaðurinn Federico Pizarro en þeir eru jafnir í 4.-5. sæti markalistans. Santos er í 6.-9. sæti ásamt króatíska hornamanninum Ivan Čupić, Spánverjanum Valero Rivera og Felipe Ribeiro frá Brasilíu. Þeir hafa allir skorað 28 mörk.Guðjón Valur er kominn með 25 mörk á HM.vísir/eva björkGuðjón Valur Sigurðsson er 12.-13. sæti á listanum ásamt Svíanum Niclas Ekberg en þeir skoruðu báðir 25 mörk í leikjunum fimm. Guðjón Valur skoraði 13 mörk gegn Egyptalandi í gær og átta gegn Alsír fyrir viku en aðeins fjögur í hinum þremur leikjunum í riðlinum.Efstu menn á markalistanum: 1. Dragan Gajić (Slóvenía) - 43 mörk 2. Žarko Marković (Katar) - 41 3. Kiril Lazarov (Makedónía) - 38 4.-5. Federico Pizzaro (Argentína) - 34 4.-5. Robert Weber (Austurríki) - 34 6.-9. Ivan Čupić (Króatía) - 28 6.-9. Felipe Ribeiro (Brasilía) - 28 6.-9. Valero Rivera (Spánn) - 28 6.-9. Raul Santos (Austurríki) - 28 10. Dzianis Rutenka (Hvíta-Rússland) - 27 11. Daniil Shishkarev (Rússland) - 26 12.-13. Niclas Ekberg (Svíþjóð) - 25 12.-13. Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland) - 25 14. Uwe Gensheimer (Þýskaland) - 24 15.-19. Ahmed Elahmar (Egyptaland) - 23 15.-19. Sajad Esteki (Íran) - 23 15.-19. Patrick Groetzki (Þýskaland) - 23 15.-19. Michaël Guigou (Frakkland) - 23 15.-19. Rodrigo Salinas (Chile) - 23
HM 2015 í Katar Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira