Ógnin við börn í grunnskólum Reykjavíkur Brynjar Ólafsson skrifar 26. janúar 2015 16:29 Varðandi reglur sem virðast vera strangari í Reykjavík en í nágrannasveitarfélögum þá hef ég miklar áhyggjur af því sem foreldri að verið sé að þverbrjóta þær oftar en við gerum okkur grein fyrir og ég hræðist það að börnin mín verði notuð sem hluti af auglýsingaherferð stórfyrirtækja. Ég vona að skólar beri þess gæfu að passa betur upp á eftirfarandi þætti auk merktra hjálma og tannbursta sem gætu valdið óþroskuðum börnum hugarangri langt fram eftir aldri. • Ég vil ekki að skólinn gefi barni mínu merktan Svala eða Trópí t.d. ef grillað er á vorhátíð skólans. • Ég þakka æðri máttarvöldum fyrir það að búa ekki skólahverfi þar sem nemendur fá spjaldtölvu merkta tölvurisa til afnota í náminu. • Ég vona að samfélagsfræðikennari barna minna muni aldrei sýna þeim fréttir eða vísa í vefslóðir hjá einum fréttamiðli umfram annan. • Þau mega alls ekki fá fjármálafræðslu á unglingsárum því ég veit að einn banki vetti styrk við gerð kennsluefnis sem notað er. • Það er eins gott að öll kennsluforrit sem notuð eru við kennslu komi frá Námsgagnastofnun en ekki einkaaðilum sem gætu haft hag að því að börnin mín sæki í forrit eða heimasíður þeirra. • Ef þau þurfa að fara með skólarútu í sund þá vil ég að sú rúta sé ómerkt svo börnin mín þurfi ekki að aka um borgina á risastóru auglýsingaskilti einkaaðila. • Ég vil ekki að börnin mín séu hvött til að „Gúggla“ eftir upplýsingum í náminu því það er líka hægt að „Binga“, „Yahooa!“ og „Webcrawla“ • Ég veit um börn í einum skóla sem fengu möppur með sér heim á fyrsta degi skólans undir heimanám. Þær voru merktar Múlalundi og ég ætla rétt að vona að það gerist ekki aftur. • Komi til þess að rithöfundur mæti í heimsókn í skólann mega börnin mín ekki hlíða á hans upplestur, a.m.k. ekki ef hann kemur fram undir nafni. Sama gildir um tónlistarmenn/hljómsveitir sem eiga það til að heimsækja skóla. Þá mega börnin mín ekki hlusta á þá flytja tónlist ef það er tónlist sem þeir hafa eða hyggjast gefa út. • Ég vona að ákveðin stefna sem rekur nokkra grunnskóla ná aldrei meiri útbreiðslu því þar er nemendum gert að vera í skólafatnaði/flíspeysum sem mér skilst að séu merktar ákveðnum og þekktum flíspeysuframleiðanda á norðurhjara • Ég myndi brjálast ef barnið mitt fengi endurskinsmerki merkt tryggingafélagi. Í alvöru þá tel ég þetta vera helstu ógn sem börn í skólum á Íslandi í dag standa frammi fyrir. NOT! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Segir ómögulegt að gefa ómerkta tannbursta „Þetta gekk allt saman vel þar til á síðasta ári og í ár þegar einhver skólastjóri lætur vita af óánægju sinni,“ segir Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélagsins. 22. janúar 2015 10:32 Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38 Vilja ekki að börnin séu sett í erfiðar aðstæður "Reglurnar eru alveg skýrar með það og ekki hægt að heimila að gefa börnum gjafir frá fyrirtækjum á skólatíma,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 20. janúar 2015 09:56 Borgarfulltrúi spyr hvort aðrar reglur gildi um iPad og smokka Fulltrúar í borgarstjórn eru sammála því að endurskoða þurfi reglur er kveða á um gjafir á skólatíma. 20. janúar 2015 11:47 Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Tannverndarvika hefst í febrúar og fá öll börn, utan höfuðborgarsvæðisins, tannbursta, tannkrem og tannþráð að gjöf. 19. janúar 2015 15:15 Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Varðandi reglur sem virðast vera strangari í Reykjavík en í nágrannasveitarfélögum þá hef ég miklar áhyggjur af því sem foreldri að verið sé að þverbrjóta þær oftar en við gerum okkur grein fyrir og ég hræðist það að börnin mín verði notuð sem hluti af auglýsingaherferð stórfyrirtækja. Ég vona að skólar beri þess gæfu að passa betur upp á eftirfarandi þætti auk merktra hjálma og tannbursta sem gætu valdið óþroskuðum börnum hugarangri langt fram eftir aldri. • Ég vil ekki að skólinn gefi barni mínu merktan Svala eða Trópí t.d. ef grillað er á vorhátíð skólans. • Ég þakka æðri máttarvöldum fyrir það að búa ekki skólahverfi þar sem nemendur fá spjaldtölvu merkta tölvurisa til afnota í náminu. • Ég vona að samfélagsfræðikennari barna minna muni aldrei sýna þeim fréttir eða vísa í vefslóðir hjá einum fréttamiðli umfram annan. • Þau mega alls ekki fá fjármálafræðslu á unglingsárum því ég veit að einn banki vetti styrk við gerð kennsluefnis sem notað er. • Það er eins gott að öll kennsluforrit sem notuð eru við kennslu komi frá Námsgagnastofnun en ekki einkaaðilum sem gætu haft hag að því að börnin mín sæki í forrit eða heimasíður þeirra. • Ef þau þurfa að fara með skólarútu í sund þá vil ég að sú rúta sé ómerkt svo börnin mín þurfi ekki að aka um borgina á risastóru auglýsingaskilti einkaaðila. • Ég vil ekki að börnin mín séu hvött til að „Gúggla“ eftir upplýsingum í náminu því það er líka hægt að „Binga“, „Yahooa!“ og „Webcrawla“ • Ég veit um börn í einum skóla sem fengu möppur með sér heim á fyrsta degi skólans undir heimanám. Þær voru merktar Múlalundi og ég ætla rétt að vona að það gerist ekki aftur. • Komi til þess að rithöfundur mæti í heimsókn í skólann mega börnin mín ekki hlíða á hans upplestur, a.m.k. ekki ef hann kemur fram undir nafni. Sama gildir um tónlistarmenn/hljómsveitir sem eiga það til að heimsækja skóla. Þá mega börnin mín ekki hlusta á þá flytja tónlist ef það er tónlist sem þeir hafa eða hyggjast gefa út. • Ég vona að ákveðin stefna sem rekur nokkra grunnskóla ná aldrei meiri útbreiðslu því þar er nemendum gert að vera í skólafatnaði/flíspeysum sem mér skilst að séu merktar ákveðnum og þekktum flíspeysuframleiðanda á norðurhjara • Ég myndi brjálast ef barnið mitt fengi endurskinsmerki merkt tryggingafélagi. Í alvöru þá tel ég þetta vera helstu ógn sem börn í skólum á Íslandi í dag standa frammi fyrir. NOT!
Segir ómögulegt að gefa ómerkta tannbursta „Þetta gekk allt saman vel þar til á síðasta ári og í ár þegar einhver skólastjóri lætur vita af óánægju sinni,“ segir Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélagsins. 22. janúar 2015 10:32
Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu Kiwanishreyfingin hefur gefið grunnskólabörnum hjálma sem Eimskipafélagið hefur lagt til. Það má hreyfingin ekki gera lengur í Reykjavík. 19. janúar 2015 18:38
Vilja ekki að börnin séu sett í erfiðar aðstæður "Reglurnar eru alveg skýrar með það og ekki hægt að heimila að gefa börnum gjafir frá fyrirtækjum á skólatíma,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 20. janúar 2015 09:56
Borgarfulltrúi spyr hvort aðrar reglur gildi um iPad og smokka Fulltrúar í borgarstjórn eru sammála því að endurskoða þurfi reglur er kveða á um gjafir á skólatíma. 20. janúar 2015 11:47
Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Tannverndarvika hefst í febrúar og fá öll börn, utan höfuðborgarsvæðisins, tannbursta, tannkrem og tannþráð að gjöf. 19. janúar 2015 15:15
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar