Streita getur drepið unað sigga dögg skrifar 3. febrúar 2015 09:00 Vísir/Getty Streita getur verið skaðleg heilsunni. Streitu er gjarnan skipt upp í tvo flokka, jákvæða streitu og neikvæða. Jákvæð streita einkennist af adrenalíninnspýtingu sem við finnum oft fyrir þegar okkur finnst við mæta áskorun og erum tilbúin að ráðast gegn erfiðleikunum. Neikvæð streita varir lengi. Líkaminn eykur framleiðslu streituhormóna í of langan tíma svo að hormónin verða skaðleg. Slíku tímabili fylgir oft þróttleysi, taugaveiklun og skortur á einbeitingu. Ef við búum við neikvæða streitu í lengri tíma er hætt við að ónæmiskerfi okkar veikist og hætta á magasári, hjarta- eða æðasjúkdómum, auknum blóðþrýstingi, andlegum erfiðleikum eins og ótta og þunglyndi og/eða öðrum álagseinkennum eykst.Vísir/GettyStreita getur bæði orsakast af kynferðislegum vandamálum en einnig orsakað þau. Það getur því verið mikilvægt að létta á streitu áður en farið er að vinna í kynferðislegum vandamálum. Það getur verið erfitt að upplifa unað og örvast kynferðislega ef viðkomandi er annars hugar eða með líkamann fullan af streituhormónum. Ef þig langar að upplifa betra kynlíf, kannaðu streituna hjá þér og bólfélaganum og hvernig þú getur stjórnað streitu betur. Sjálfsfróun er góð leið til streitulosunar. Fullnæging sendir hamingjuhormón um líkamann svo það getur verið spurning um að gefa sér smá tíma til að sinna sér í sjálfsfróun og finna hvaða leið til streitulosunar hentar fyrir þig. Heilsa Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið
Streita getur verið skaðleg heilsunni. Streitu er gjarnan skipt upp í tvo flokka, jákvæða streitu og neikvæða. Jákvæð streita einkennist af adrenalíninnspýtingu sem við finnum oft fyrir þegar okkur finnst við mæta áskorun og erum tilbúin að ráðast gegn erfiðleikunum. Neikvæð streita varir lengi. Líkaminn eykur framleiðslu streituhormóna í of langan tíma svo að hormónin verða skaðleg. Slíku tímabili fylgir oft þróttleysi, taugaveiklun og skortur á einbeitingu. Ef við búum við neikvæða streitu í lengri tíma er hætt við að ónæmiskerfi okkar veikist og hætta á magasári, hjarta- eða æðasjúkdómum, auknum blóðþrýstingi, andlegum erfiðleikum eins og ótta og þunglyndi og/eða öðrum álagseinkennum eykst.Vísir/GettyStreita getur bæði orsakast af kynferðislegum vandamálum en einnig orsakað þau. Það getur því verið mikilvægt að létta á streitu áður en farið er að vinna í kynferðislegum vandamálum. Það getur verið erfitt að upplifa unað og örvast kynferðislega ef viðkomandi er annars hugar eða með líkamann fullan af streituhormónum. Ef þig langar að upplifa betra kynlíf, kannaðu streituna hjá þér og bólfélaganum og hvernig þú getur stjórnað streitu betur. Sjálfsfróun er góð leið til streitulosunar. Fullnæging sendir hamingjuhormón um líkamann svo það getur verið spurning um að gefa sér smá tíma til að sinna sér í sjálfsfróun og finna hvaða leið til streitulosunar hentar fyrir þig.
Heilsa Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið