Handbolti

Arnór Þór: Ég er meira tilbúinn í þetta mót en fyrir hin mótin

Arnar Björnsson í Katar skrifar
Arnór Þór Gunnarsson.
Arnór Þór Gunnarsson. Vísir/Eva Björk
Arnór Þór Gunnarsson nýtti tækifærið í fjarveru Guðjóns Vals á æfingamótinu í síðustu viku og sýndi mikið öryggi á vítapunktinum.  

„Ég er alltaf klár í að taka víti ef ég verð beðinn um það.  Guðjón Valur er góð vítaskytta og það er erfitt að fara fram úr honum," sagði Arnór.   

Arnór Þór hefur staðið sig vel í þýsku úrvalsdeildinni í vetur og hann hefur verið duglegur að skora.  En er ekkert mál að standa á punktinum og taka víti?  „Jú auðvitað en það er góð tilfinning að fara á punktinn og skora.

Arnór segir að sér hafi gengið ágætlega á æfingunum í Katar en hann tognaði lítillega aftan í læri í leiknum við Slóvena og þurfti að láta sjúkraþjálfarana vinna fyrir kaupinu sínu en hann er búinn að vera með á tveimur æfingum í Katar og gengið vel.

Arnór er nú með á sínu þriðja stórmóti og segir að reynslan af hinum tveimur skipti miklu máli.  

„Ég held að ég sé meira tilbúinn í þetta mót en fyrir hin mótin.  Ég er rosalega spenntur og finn fyrir sömu tilfinningu hjá félögum mínum, menn vilja bara byrja mótið sem fyrst“.

 

Liðið æfir oftast tvisvar á dag en hvað gera leikmennirnir þess á milli?

„Borða, við erum eiginlega alltaf að borða.  Við fórum í göngutúra og kíkjum í „mollið“ og skoðum hvað er í boði.  Doha er æðisleg borg og allt til alls hérna,“ sagði Arnór.

Það má sjá allt viðtal Arnars Björnssonar við Arnór hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Aron: Við munum skjóta Anderson í kaf

Það kom berlega í ljós hve Aron Pálmarsson er mikilvægur hjá íslenska handboltalandsliðinu í leiknum gegn Dönum á dögunum.

Katarmenn unnu fyrsta leikinn á HM

Gestgjafarnir á HM í Katar byrja vel á HM í handbolta sem hófst í Doha í kvöld en Katarmenn unnu þá fimm marka sigur á Brasilíu, 28-23, í setningarleik mótsins. Öll hin lið keppninnar hefja ekki leik fyrr en á morgun.

Guðmundur: Góð lexía fyrir okkur að tapa fyrir Íslendingum

Fáir þekka íslenska landsliðið betur en Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, sem nú stýrir danska landsliðinu. Undir stjórn Guðmundar léku Danir við Íslendinga og Svía á æfingamótinu fyrr í þessum mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×