Handbolti

Aron eins og leikstjórnandi í NFL-deildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Pjetur
Aron Pálmarsson er byrjaður að æfa með íslenska landsliðinu af fullum krafti eftir að hann varð fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur á milli jóla á nýárs.

Arnór Atlason segir að Aron hafi komið inn af miklum krafti en báðir geta þeir spilað sem vinstri skytta og leikstjórnandi.

„Aron hefur verið öflugur á æfingunum. Hann er bara eins og leikstjórnandi í NFL - það má helst enginn snerta hann,“ segir Arnór en Aron kinnbeinsbrotnaði og fékk skurð við augabrún í árásinni.

„Við þekkjum hann og vitum að hann verður klár - sama hversu mikið hann verður með á æfingum og í æfingaleikjunum. Það verða allir ánægðir ef hann verður klár fyrir fyrsta leik á HM.“

„Auðvitað er hundleiðinlegt að þetta gerðist en við prísum okkur sæla fyrst að hann verður með í Katar.“


Tengdar fréttir

Aron: Var reiður en veit að þjóðin styður mig

Aron Pálmarsson er allur að koma til eftir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur á milli jóla og nýárs. Hann tók fullan þátt í æfingu liðsins í gær og ræddi svo við fjölmiðla að henni lokinni.

Myndir af Aroni Pálmarssyni á æfingu í dag

Aron Pálmarsson æfði með íslenska handboltalandsliðinu á opinni æfingu liðsins í dag en þetta var í fyrsta skiptið sem hann hitti fjölmiðlamenn eftir líkamsárásina sem hann varð fyrir milli jóla og nýárs.

Landsliðsfyrirliðinn fordæmir árásina á Aron

„Ég skil ekki hvernig svona lagað getur gerst – að það skuli ráðist á annan mann algjörlega tilefnislaust. Það er fyrir neðan allar hellur. Ég vona að það verði kært og komist til botns í þessu máli,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson um líkamsárásina sem félagi hans í landsliðinu, Aron Pálmarsson, varð fyrir um helgina.

Aron: Tilefni til umhugsunar

Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir að árásin á Aron Pálmarsson sýnir að menn þurfi að fara varlega og passa sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×