Elvar Már stigahæstur í æsispennandi sigurleik | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. janúar 2015 08:15 Elvar Már Friðriksson var hetjan undir lokin. vísir/getty Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannson áttu báðir flottan leik fyrir LIU Blackbirds í efstu deild bandaríska háskólaboltans í nótt. Svartþrestirnir báru sigurorð af Sacred Heart Pioneers, 82-81, á heimavelli, en tvöfalda framlengingu þurfti til að knýja fram sigurvegara í þessum háspennuleik. Þegar 22 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma fengu gestirnir úr Sacred Heart-skólanum tvö vítaskot en hvorugt fór niður. Hinum megin Martin Hermannsson reyndi skot fyrir sigrinum um leið og leiktíminn rann út en boltinn skoppaði af hringnum. Lokatölur eftir venjulegan leiktíma voru 70-70. LIU fékk aftur tækifæri til að skora sigurkörfuna í fyrri framlengingunni en mistókst það og staðan áfram jöfn, 75-75.Martin var líka flottur í nótt.vísir/gettyÞegar 2,6 sekúndur voru eftir af seinni framlengingunni og LIU einu stigi yfir, 82-81, voru gestirnir í sókn, en Elvar Már Friðriksson fiskaði ruðning á leikmann Sacret Heart og kláraði þannig leikinn. Gestirnir brutu á Gerrell Martin sem fór á vítalínuna þegar 1,9 sekúndur voru eftir. Hann brenndi af báðum skotunum en það kom ekki að sök því LIU vann eins stigs sigur, 82-81. Elvar Már var stigahæstur á vellinum með 18 stig auk þess sem hann tók tvö fráköst, gaf sjö stoðsendingar og stal tveimur boltum. Martin Hermannsson skoraði tólf stig, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. LIU er nú búið að vinna fimm leiki og tapa níu, en það er búið að vinna einn og tapa tveimur innan NEC-deildarinnar. Í New Jersey voru svo Gunnar Ólafsson og félagar hans í St. Francis í heimsókn hjá Fairleigh Dickenson-skólanum og unnu níu stiga sigur, 78-69. Gunnar byrjaði á bekknum hjá St. Francis en skoraði eina þriggja stiga körfu auk þess sem hann tók tvö fráköst. Gunnar og félagar eru í fínum málum með níu sigra og sjö töp, en þeir eru búnir að vinna alla þrjá leiki sína innan NEC-deildarinnar. Elvar Fridriksson takes a HUGE CHARGE! Blackbirds ball, 2.6 to go. #LIUMBB up 82-81.— LIU Basketball (@LIUBasketball) January 9, 2015 Wow!! What an effort by Elvar. Phil Gaetano offensive foul.— John Templon (@nybuckets) January 9, 2015 Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannson áttu báðir flottan leik fyrir LIU Blackbirds í efstu deild bandaríska háskólaboltans í nótt. Svartþrestirnir báru sigurorð af Sacred Heart Pioneers, 82-81, á heimavelli, en tvöfalda framlengingu þurfti til að knýja fram sigurvegara í þessum háspennuleik. Þegar 22 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma fengu gestirnir úr Sacred Heart-skólanum tvö vítaskot en hvorugt fór niður. Hinum megin Martin Hermannsson reyndi skot fyrir sigrinum um leið og leiktíminn rann út en boltinn skoppaði af hringnum. Lokatölur eftir venjulegan leiktíma voru 70-70. LIU fékk aftur tækifæri til að skora sigurkörfuna í fyrri framlengingunni en mistókst það og staðan áfram jöfn, 75-75.Martin var líka flottur í nótt.vísir/gettyÞegar 2,6 sekúndur voru eftir af seinni framlengingunni og LIU einu stigi yfir, 82-81, voru gestirnir í sókn, en Elvar Már Friðriksson fiskaði ruðning á leikmann Sacret Heart og kláraði þannig leikinn. Gestirnir brutu á Gerrell Martin sem fór á vítalínuna þegar 1,9 sekúndur voru eftir. Hann brenndi af báðum skotunum en það kom ekki að sök því LIU vann eins stigs sigur, 82-81. Elvar Már var stigahæstur á vellinum með 18 stig auk þess sem hann tók tvö fráköst, gaf sjö stoðsendingar og stal tveimur boltum. Martin Hermannsson skoraði tólf stig, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. LIU er nú búið að vinna fimm leiki og tapa níu, en það er búið að vinna einn og tapa tveimur innan NEC-deildarinnar. Í New Jersey voru svo Gunnar Ólafsson og félagar hans í St. Francis í heimsókn hjá Fairleigh Dickenson-skólanum og unnu níu stiga sigur, 78-69. Gunnar byrjaði á bekknum hjá St. Francis en skoraði eina þriggja stiga körfu auk þess sem hann tók tvö fráköst. Gunnar og félagar eru í fínum málum með níu sigra og sjö töp, en þeir eru búnir að vinna alla þrjá leiki sína innan NEC-deildarinnar. Elvar Fridriksson takes a HUGE CHARGE! Blackbirds ball, 2.6 to go. #LIUMBB up 82-81.— LIU Basketball (@LIUBasketball) January 9, 2015 Wow!! What an effort by Elvar. Phil Gaetano offensive foul.— John Templon (@nybuckets) January 9, 2015
Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira