Handbolti

Fjórir lykilmenn hvíla gegn Svíum í kvöld

Aron fær lengri tíma til þess að gróa sára sinna.
Aron fær lengri tíma til þess að gróa sára sinna. vísir/pjetur
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt hópinn fyrir leikinn gegn Svíum í Kristianstad í kvöld.

Aron Pálmarsson, Arnór Atlason, Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson hvíla allir í kvöld og aðrir leikmenn fá tækifæri til þess að sanna sig.

Aron er enn að jafna sig eftir árásina í miðbær Reykjavíkur, Arnór fékk aðeins í hnéð gegn Þjóðverju og svo þurfti Guðjón Valur að fara til Spánar vegna persónulegra aðstæðna. Alexander hefur svo örugglega gott af hvíldinni.

Aron landsliðsþjálfari hefur gefið út að hann muni velja 17 manna hóp eftir leik kvöldsins og því eru leikmenn að berjast í kvöld um farseðil til Katar.

Þess utan eru Svíar fyrsti andstæðingur á HM þannig að Aron vill ekki gefa of mikið upp í þessum leik. Það bíður alvöruleikur gegn Svíum eftir viku.

Hópurinn í kvöld:

Markmenn:

Aron Rafn Eðvarðsson, Eskilstuna Guif

Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club

Aðrir leikmenn:

Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club

Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes

Bjarki Már Gunnarsson, Aue

Guðmundur Árni Ólafsson, Mors Thy Handball

Gunnar Steinn Jónsson, Vfl Gummersbach

Kári Kristján Kristjánsson, Valur

Róbert Gunnarsson, Paris Handball

Rúnar Kárason, TSV Hannover-Burgdorf

Sigurbergur Sveinsson, HC Erlangen

Snorri Steinn Guðjónsson, Selestat Alsace HB

Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen

Sverre Andreas Jakobsson, Akureyri

Tandri Konráðsson, Ricoh HK

Vignir Svavarsson, HC Midtjylland ApS


Tengdar fréttir

Aron: Var reiður en veit að þjóðin styður mig

Aron Pálmarsson er allur að koma til eftir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur á milli jóla og nýárs. Hann tók fullan þátt í æfingu liðsins í gær og ræddi svo við fjölmiðla að henni lokinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×