Þetta er gamalt hné sem kannast vel við verki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. janúar 2015 07:45 Arnór er hér með Tandra Má Konráðssyni á æfingu íslenska landsliðsins í vikunni. vísir/Pjetur Arnór Atlason hefur ekki áhyggjur þrátt fyrir að hafa verið með eymsli í vinstra hnénu í síðari æfingaleiknum gegn Þýskalandi sem fór fram á mánudagskvöldið. Hann segist vera ýmsu vanur. „Þetta er gamalt hné,“ sagði hann í léttum dúr við Fréttablaðið eftir æfingu landsliðsins í Laugardalshöllinni. „Það þarf smá meðhöndlun af og til. Ég hef farið í þrjár aðgerðir á þessu hné – síðast fyrir fimm árum. Ég kannast alveg við þessa verki og þetta var ekkert bráðatilfelli,“ segir hann og segist vanur því að spila þrátt fyrir að finna fyrir verkjum af og til. „Þetta krefst þess að ég þarf aðeins að stýra mér en það er ekkert nýtt.“ Eins og Arnór þekkir vel sjálfur er það algengt að handboltamenn detti úr leik skömmu fyrir stórmót en í vikunni bárust þau tíðindi að Morten Olsen, liðsfélagi hans hjá St. Raphael í Frakklandi, yrði ekki með eftir að hafa nefbrotnað á æfingu með danska landsliðinu. „Það eru afar leiðinleg tíðindi enda góður vinur minn. Þetta átti að vera mótið þar sem hann fengi loksins tækifæri með landsliðinu. En það eru aldrei allir með á stórmótum,“ segir Arnór, en þrátt fyrir allt er meiðslastaða íslenska liðsins góð. Engin alvarleg meiðsli eru ef áverkar Arons Pálmarssonar eru frátaldir. „Við erum mjög kátir með okkar hóp og hvernig undirbúningurinn hefur gengið hingað til.“ Arnór spilaði bæði sem skytta og leikstjórnandi með Íslandi gegn Þýskalandi og hann segist ánægður með það hlutverk. „Þannig hef ég spilað næstum allan minn feril. Ég hef fengið þau skilaboð að vera reiðubúinn að spila í báðum stöðum og mér líst vel á það, enda mun ég leggja mig allan fram á allan þann hátt sem þjálfarinn óskar eftir.“ Hann segir frábæra stemningu í hópnum fyrir HM í Katar. „Við erum nánast með sama kjarnann í hópnum og hefur verið síðan á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Við njótum þess að æfa og spila saman og erum allir með augun á sama markmiðinu,“ segir skyttan öfluga að lokum. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron: Var reiður en veit að þjóðin styður mig Aron Pálmarsson er allur að koma til eftir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur á milli jóla og nýárs. Hann tók fullan þátt í æfingu liðsins í gær og ræddi svo við fjölmiðla að henni lokinni. 8. janúar 2015 06:00 Aron Pálmarsson: Lítur allt út fyrir það að ég verði hundrað prósent á HM Aron Pálmarsson hitti fjölmiðlamenn í dag í fyrsta sinn eftir að hann varð fyrir líkamsárás í miðbænum milli jóla og nýárs. Aron er mjög bjartsýnn á það að verða með íslenska landsliðinu á HM í Katar. 7. janúar 2015 12:17 Tandri: Ekki bjartsýnn á að komast í hópinn „Þetta er búið að vera rosalega gaman. Hugur í hópnum og menn spenntir að takast á við þetta verkefni sem er framundan,“ segir Tandri Konráðsson en hann er nú í fyrsta skipti í æfingahópi landsliðsins fyrir stórmót. 8. janúar 2015 08:45 Síðasti séns gegn Svíum Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari mun skera æfingahópinn niður um þrjá menn eftir Svíaleikinn á föstudag. 7. janúar 2015 12:57 Verð ekki með jafnmikið hár og "Faxi“ þegar ég hætti Fjölskyldufaðirinn Björgvin Páll Gústavsson tekur ekki í mál að láta síðu, ljósu lokkana sína fjúka. 8. janúar 2015 06:30 Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Sjá meira
Arnór Atlason hefur ekki áhyggjur þrátt fyrir að hafa verið með eymsli í vinstra hnénu í síðari æfingaleiknum gegn Þýskalandi sem fór fram á mánudagskvöldið. Hann segist vera ýmsu vanur. „Þetta er gamalt hné,“ sagði hann í léttum dúr við Fréttablaðið eftir æfingu landsliðsins í Laugardalshöllinni. „Það þarf smá meðhöndlun af og til. Ég hef farið í þrjár aðgerðir á þessu hné – síðast fyrir fimm árum. Ég kannast alveg við þessa verki og þetta var ekkert bráðatilfelli,“ segir hann og segist vanur því að spila þrátt fyrir að finna fyrir verkjum af og til. „Þetta krefst þess að ég þarf aðeins að stýra mér en það er ekkert nýtt.“ Eins og Arnór þekkir vel sjálfur er það algengt að handboltamenn detti úr leik skömmu fyrir stórmót en í vikunni bárust þau tíðindi að Morten Olsen, liðsfélagi hans hjá St. Raphael í Frakklandi, yrði ekki með eftir að hafa nefbrotnað á æfingu með danska landsliðinu. „Það eru afar leiðinleg tíðindi enda góður vinur minn. Þetta átti að vera mótið þar sem hann fengi loksins tækifæri með landsliðinu. En það eru aldrei allir með á stórmótum,“ segir Arnór, en þrátt fyrir allt er meiðslastaða íslenska liðsins góð. Engin alvarleg meiðsli eru ef áverkar Arons Pálmarssonar eru frátaldir. „Við erum mjög kátir með okkar hóp og hvernig undirbúningurinn hefur gengið hingað til.“ Arnór spilaði bæði sem skytta og leikstjórnandi með Íslandi gegn Þýskalandi og hann segist ánægður með það hlutverk. „Þannig hef ég spilað næstum allan minn feril. Ég hef fengið þau skilaboð að vera reiðubúinn að spila í báðum stöðum og mér líst vel á það, enda mun ég leggja mig allan fram á allan þann hátt sem þjálfarinn óskar eftir.“ Hann segir frábæra stemningu í hópnum fyrir HM í Katar. „Við erum nánast með sama kjarnann í hópnum og hefur verið síðan á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Við njótum þess að æfa og spila saman og erum allir með augun á sama markmiðinu,“ segir skyttan öfluga að lokum.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron: Var reiður en veit að þjóðin styður mig Aron Pálmarsson er allur að koma til eftir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur á milli jóla og nýárs. Hann tók fullan þátt í æfingu liðsins í gær og ræddi svo við fjölmiðla að henni lokinni. 8. janúar 2015 06:00 Aron Pálmarsson: Lítur allt út fyrir það að ég verði hundrað prósent á HM Aron Pálmarsson hitti fjölmiðlamenn í dag í fyrsta sinn eftir að hann varð fyrir líkamsárás í miðbænum milli jóla og nýárs. Aron er mjög bjartsýnn á það að verða með íslenska landsliðinu á HM í Katar. 7. janúar 2015 12:17 Tandri: Ekki bjartsýnn á að komast í hópinn „Þetta er búið að vera rosalega gaman. Hugur í hópnum og menn spenntir að takast á við þetta verkefni sem er framundan,“ segir Tandri Konráðsson en hann er nú í fyrsta skipti í æfingahópi landsliðsins fyrir stórmót. 8. janúar 2015 08:45 Síðasti séns gegn Svíum Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari mun skera æfingahópinn niður um þrjá menn eftir Svíaleikinn á föstudag. 7. janúar 2015 12:57 Verð ekki með jafnmikið hár og "Faxi“ þegar ég hætti Fjölskyldufaðirinn Björgvin Páll Gústavsson tekur ekki í mál að láta síðu, ljósu lokkana sína fjúka. 8. janúar 2015 06:30 Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Sjá meira
Aron: Var reiður en veit að þjóðin styður mig Aron Pálmarsson er allur að koma til eftir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur á milli jóla og nýárs. Hann tók fullan þátt í æfingu liðsins í gær og ræddi svo við fjölmiðla að henni lokinni. 8. janúar 2015 06:00
Aron Pálmarsson: Lítur allt út fyrir það að ég verði hundrað prósent á HM Aron Pálmarsson hitti fjölmiðlamenn í dag í fyrsta sinn eftir að hann varð fyrir líkamsárás í miðbænum milli jóla og nýárs. Aron er mjög bjartsýnn á það að verða með íslenska landsliðinu á HM í Katar. 7. janúar 2015 12:17
Tandri: Ekki bjartsýnn á að komast í hópinn „Þetta er búið að vera rosalega gaman. Hugur í hópnum og menn spenntir að takast á við þetta verkefni sem er framundan,“ segir Tandri Konráðsson en hann er nú í fyrsta skipti í æfingahópi landsliðsins fyrir stórmót. 8. janúar 2015 08:45
Síðasti séns gegn Svíum Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari mun skera æfingahópinn niður um þrjá menn eftir Svíaleikinn á föstudag. 7. janúar 2015 12:57
Verð ekki með jafnmikið hár og "Faxi“ þegar ég hætti Fjölskyldufaðirinn Björgvin Páll Gústavsson tekur ekki í mál að láta síðu, ljósu lokkana sína fjúka. 8. janúar 2015 06:30