Þessi tíu eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur ársins Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. september 2015 07:00 Sævar Helgi Bragason hlaut verðlaunin í fyrra. Vísir Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar verða veitt við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 17. september í Sólinni í Háskólanum í Reykjavík. Forseti Íslands og verndari verkefnisins, Ólafur Ragnar Grímsson mun afhenda verðlaunin. Þetta kemur fram í tilkynningu. „Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar sem veitt eru árlega af JCI Íslandi, eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni er fram kemur á vefsíðu samtakana. Á hverju ári auglýsir JCI eftir tilnefningum og getur hver sem er tilnefnt framúrskarandi ungan Íslending. Sérstök dómnefnd fer síðan yfir tilnefningar og velur úr einn verðlaunahafa.“ Dómnefndina í ár skipa þau Kjartan Hansson landsforseti JCI, Dr. Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík, Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Vilborg Arna Gissurardóttir ævintýrakona og pólfari. Tíu einstaklingar koma til greina sem verðlaunahafi þessa árs: - Eva Brá Önnudóttir baráttukona í málefnum námsmanna - Georg Lúðvíksson stofnandi Meniga - Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumaður - Helgi Sveinsson heimsmeistari í spjótkasti - Katrín Tanja Davíðsdóttir heimsmeistari í crossfit - Kristín Sveinsdóttir óperusöngkona - Kristjana Ásbjörnsdóttir doktor í faraldsfræðum - Rakel Garðarsdóttir hugsjónakona um umhverfismál - Snædís Rán Hjartardóttir baráttukona um mannréttindi - Ævar Þór Benediktsson leikari og vísindamaður Með tilkynningunni fylgdi stuttur texti um hvern og einn sem tilnefndur er. Hér að neðan má fræðast um þessa framúrskarandi ungu Íslendinga.Eva Brá Önnudóttir, nemi og stjórnarmaður í LÍN.Nafn: Eva Brá Önnudóttir Flokkur: 3. Leiðtogar/afrek á sviði menntamála. Eva Brá hefur barist fyrir bættu námi og kjörum námsmanna á öllum skólastigum. Hún byggði upp Samband íslenskra framhaldsskóla (SÍF) með þriggja ára stjórnarsetu, síðasta árið sem formaður þegar sambandið var nýstofnað. Þar kom hún meðal annars á auknu samstarfi og þjónustusamningi við Menntamálaráðuneytið og gerði öll nemendafélög að aðildarfélögum sambandsins. Eva hefur unnið náið með nemendum, skólastjórnendum og stjórnvöldum síðustu árin til að bæta kjör námsmanna. Hún nýtur mikillar virðingar jafnt hjá nemendum, baráttufólki innan námsmannahreyfinganna og stjórnendum fyrir þekkingu á menntamálum og þrotlausa vinnu fyrir nemendur á öllum skólastigum.Nafn: Georg LúðvíkssonFlokkur: 1. Störf á sviði viðskipta. Georg er forstjóri Meniga ehf og einn af stofnendum fyrirtækisins. Hann lauk MBA gráðu frá Harvard Business School með áherslu á frumkvöðlastarfsemi og fjármál og hefur einnig gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Lausnir Meniga eru byggðar á skýrri sýn Georgs á því hvernig hægt er að nota upplýsingatækni til að hjálpa fólki að ná betri stjórn á fjármálum sínum. Georg hefur lengi haft áhuga á fjármálum og hefur á síðustu árum prófað flestar lausnir sem í boði hafa verið til að stýra eigin fjármálum. Auk þess að vera forstjóri Meniga er Georg einskonar gúru fyrirtækisins í fjármálum einstaklinga.Gísli Matthías opnaði Mat og drykk í janúar síðastliðnum.Vísir/ErnirNafn: Gísli Matthías AuðunssonFlokkur: 4. Störf/Afrek á sviði menningar. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Gísli ekki eingöngu sýnt hæfileika sína sem matreiðslumeistari, heldur hefur hann einnig sýnt fólki hvernig hægt sé að færa sígilda íslenska matargerð upp á hærra plan. Hann stofnaði og rekur veitingastaðina, Slippinn í Vestmannaeyjum og Mat & Drykk í Reykjavík. Báðir staðirnir byggja á Íslenskri matargerð og fékk sá síðarnefndi tilnefningu til hvatningarverðlauna fyrir það að nota heilan þorskhaus sem aðalrétt. Gísli er metnaðarfullur og vandvirkur, hæfileikaríkur og óhræddur við að fara ótroðnar leiðir.Nafn: Helgi SveinssonFlokkur: 9. Einstaklingssigrar og/eða afrek. Helgi missti fótinn fyrir ofan hné vegna krabbameins í beinum 1999. Árið 2011 byrjaði hann að stunda íþróttir aftur en fyrir veikindin var hann í handbolta. Helgi vann til gullverðlauna í spjótkasti á heimsmeistaramóti fatlaðra árið 2013 í Frakklandi. Helgi er bæði heims- og Evrópumeistari í spjótkasti, kastaði 54,62 metra í sínu fjórða kasti og bætti heimsmetið sem var 52,79 metrar. Á liðnu ári náði hann síðan þeim magnaða árangri að ná heimsmeistaratitli í spjótkasti í sínum flokki á HM í frjálsum fatlaðra í Lyon. Sigurkast Helga mældis 50,98 metrar.Katrín Tanja Davíðsdóttir er titluð hraustasta kona í heimi eftir magnaðan árangur á leikunum í L.A.Vísir/SnorriNafn: Katrín Tanja DavíðsdóttirFlokkur: 9. Einstaklingssigrar og/eða afrek. Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í Crossfit og er hraustasta kona heims 2015. Katrín vann keppnina með 40 stiga forskoti eða með 790 stig. Katrín Tanja komst ekki á heimsleikana 2014 og segir sjálf í viðtali að það hafi verið ástæðan fyrir því að hún hafði kraft til að vinna 2015. Katrín Tanja er 22 ára gömul, útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands árið 2012 og er í Háskóla Íslands. Hún er gríðarlega sterk og glæsileg kvenfyrirmynd fyrir allar konur í heiminum og einnig fyrir ungmenni sem stunda íþróttir, að gefast ekki upp þó á móti blási.Nafn: Kristín SveinsdóttirFlokkur: 4. Störf/Afrek á sviði menningar. Síðasta haust hóf Kristín bachelornám í klassískum söng við Tónlistarháskólann í Vínarborg undir leiðsögn Prof. Margit Klaushofer. Skólinn er einn sá allra virtasti á heimsmælikvarða og var Kristín í hópi þeirra 8 af 200 umsækjendum sem komust inn. Eftir nemendatónleika í Vínarborg í vetur var henni boðið í söngprufur fyrir óperuakademíu La Scala í Milan sem er eitt allra stærsta og virtasta óperuhús heimsins. Það heyrir til undantekninga að nemendum sé boðið í prufur inn í óperuakademíur og þá sérstaklega hjá jafn virtu óperuhúsi og La Scala.Nafn: Kristjana ÁsbjörnsdóttirFlokkur: 10. Störf/uppgötvanir á sviði læknisfræði. Dr. Kristjana Ásbjörnsdóttir varði doktorsritgerð sína nú í ágúst við University of Washington School of Public Health. Kristjana hefur unnið með HIV smituð börn í Kenýu og fékk nýverið International AIDS Society (IAS) Lange-Van Tongeren verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á HIV-sýktum ungabörnum og viðbrögð þeirra við andretróveirumeðferð.Lesnar voru 60.000 þúsund bækur í lestrarátaki Ævars vísindamanns.Vísir/ValliNafn: Rakel GarðarsdóttirFlokkur: 5. Störf á sviði siðferðis- og/eða umhverfismála. Rakel Garðarsdóttir stofnaði velferðarsamtökin Vakandi upp á sitt einsdæmi en samtökin berjast fyrir minni sóun matvæla. Síðan að samtökin voru stofnuð í ársbyrjun 2014 hefur orðið mikil vitundarvakning og viðhorfsbreyting í samfèlaginu um sóun á mat. Hún gaf út bók síðustu jól í nafni Vakandi sem er í senn fróðleg og nytsamleg. Rakel hefur unnið allt sitt starf með Vakandi í sjálfboðastarfi og nýtt sinn frítíma í að berjast gegn sóun og reyna að bæta umhverfið og heiminn allan (lítil skref, byrja alltaf hjá okkur sjálfum). Nú stendur Rakel í fjáröflun fyrir heimildamynd sem fjallar um sóun á mat og tískufatnaði. Frábær mynd í bígerð sem mun hafa mikil áhrif á alla þá sem á hana horfa.Nafn: Snædís Rán HjartardóttirFlokkur: 6. Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda. Snædís hefur staði á rétti sínunum sem einstaklingur þrátt fyrir mikla fötlun. Snædís er daufblind ásamt því að vera hreyfihömluð og lætur það ekki stoppa sig. Hún kærði ríkið fyrir að tryggja henni ekki túlka í daglegu lífi og fékk það staðfest að ríkið fylgdi ekki mannréttindasáttmála SÞ. Snædís Rán Hjartardóttir er stjórnarmaður í Fjólu, félagi fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Árið 2013 fékk Snædís ásamt tveimur öðrum stúlkum styrk úr minningasjóði Gunnars Thoroddsen til að berjast fyrir aðgengi fatlaðra eftir að hafa kannað aðgengi fatlaðra á Laugaveginum.Nafn: Ævar Þór BenediktssonFlokkur: 6 Framlag til barna, heimsfriðar og /eða mannréttinda Ævar Þór er leikari, sjónvarpsmaður, útvarpsmaður og rithöfundur er með brennandi áhuga á að skemmta og mennta ungt fólk. Hann hefur skrifað bækur sem eru bæði skáldsögur og bækur sem kveikja áhuga á vísindum hjá börnum. Hann hefur einnig staðið fyrir lestrarátaki og hvatt bön til lestrar og forvitni. Þar að auki hefur hann tekið meðvitaðar ákvarðanir um að nota leturgerð í bókum sínum sem er sérgerð til þess að auðvelda lesblindum textann. Með því er hann að hvetja þá sem sem verða oftast útundan í lestrarhópum á grunnskólaaldri til að lesa. Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar verða veitt við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 17. september í Sólinni í Háskólanum í Reykjavík. Forseti Íslands og verndari verkefnisins, Ólafur Ragnar Grímsson mun afhenda verðlaunin. Þetta kemur fram í tilkynningu. „Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar sem veitt eru árlega af JCI Íslandi, eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni er fram kemur á vefsíðu samtakana. Á hverju ári auglýsir JCI eftir tilnefningum og getur hver sem er tilnefnt framúrskarandi ungan Íslending. Sérstök dómnefnd fer síðan yfir tilnefningar og velur úr einn verðlaunahafa.“ Dómnefndina í ár skipa þau Kjartan Hansson landsforseti JCI, Dr. Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík, Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Vilborg Arna Gissurardóttir ævintýrakona og pólfari. Tíu einstaklingar koma til greina sem verðlaunahafi þessa árs: - Eva Brá Önnudóttir baráttukona í málefnum námsmanna - Georg Lúðvíksson stofnandi Meniga - Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumaður - Helgi Sveinsson heimsmeistari í spjótkasti - Katrín Tanja Davíðsdóttir heimsmeistari í crossfit - Kristín Sveinsdóttir óperusöngkona - Kristjana Ásbjörnsdóttir doktor í faraldsfræðum - Rakel Garðarsdóttir hugsjónakona um umhverfismál - Snædís Rán Hjartardóttir baráttukona um mannréttindi - Ævar Þór Benediktsson leikari og vísindamaður Með tilkynningunni fylgdi stuttur texti um hvern og einn sem tilnefndur er. Hér að neðan má fræðast um þessa framúrskarandi ungu Íslendinga.Eva Brá Önnudóttir, nemi og stjórnarmaður í LÍN.Nafn: Eva Brá Önnudóttir Flokkur: 3. Leiðtogar/afrek á sviði menntamála. Eva Brá hefur barist fyrir bættu námi og kjörum námsmanna á öllum skólastigum. Hún byggði upp Samband íslenskra framhaldsskóla (SÍF) með þriggja ára stjórnarsetu, síðasta árið sem formaður þegar sambandið var nýstofnað. Þar kom hún meðal annars á auknu samstarfi og þjónustusamningi við Menntamálaráðuneytið og gerði öll nemendafélög að aðildarfélögum sambandsins. Eva hefur unnið náið með nemendum, skólastjórnendum og stjórnvöldum síðustu árin til að bæta kjör námsmanna. Hún nýtur mikillar virðingar jafnt hjá nemendum, baráttufólki innan námsmannahreyfinganna og stjórnendum fyrir þekkingu á menntamálum og þrotlausa vinnu fyrir nemendur á öllum skólastigum.Nafn: Georg LúðvíkssonFlokkur: 1. Störf á sviði viðskipta. Georg er forstjóri Meniga ehf og einn af stofnendum fyrirtækisins. Hann lauk MBA gráðu frá Harvard Business School með áherslu á frumkvöðlastarfsemi og fjármál og hefur einnig gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Lausnir Meniga eru byggðar á skýrri sýn Georgs á því hvernig hægt er að nota upplýsingatækni til að hjálpa fólki að ná betri stjórn á fjármálum sínum. Georg hefur lengi haft áhuga á fjármálum og hefur á síðustu árum prófað flestar lausnir sem í boði hafa verið til að stýra eigin fjármálum. Auk þess að vera forstjóri Meniga er Georg einskonar gúru fyrirtækisins í fjármálum einstaklinga.Gísli Matthías opnaði Mat og drykk í janúar síðastliðnum.Vísir/ErnirNafn: Gísli Matthías AuðunssonFlokkur: 4. Störf/Afrek á sviði menningar. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Gísli ekki eingöngu sýnt hæfileika sína sem matreiðslumeistari, heldur hefur hann einnig sýnt fólki hvernig hægt sé að færa sígilda íslenska matargerð upp á hærra plan. Hann stofnaði og rekur veitingastaðina, Slippinn í Vestmannaeyjum og Mat & Drykk í Reykjavík. Báðir staðirnir byggja á Íslenskri matargerð og fékk sá síðarnefndi tilnefningu til hvatningarverðlauna fyrir það að nota heilan þorskhaus sem aðalrétt. Gísli er metnaðarfullur og vandvirkur, hæfileikaríkur og óhræddur við að fara ótroðnar leiðir.Nafn: Helgi SveinssonFlokkur: 9. Einstaklingssigrar og/eða afrek. Helgi missti fótinn fyrir ofan hné vegna krabbameins í beinum 1999. Árið 2011 byrjaði hann að stunda íþróttir aftur en fyrir veikindin var hann í handbolta. Helgi vann til gullverðlauna í spjótkasti á heimsmeistaramóti fatlaðra árið 2013 í Frakklandi. Helgi er bæði heims- og Evrópumeistari í spjótkasti, kastaði 54,62 metra í sínu fjórða kasti og bætti heimsmetið sem var 52,79 metrar. Á liðnu ári náði hann síðan þeim magnaða árangri að ná heimsmeistaratitli í spjótkasti í sínum flokki á HM í frjálsum fatlaðra í Lyon. Sigurkast Helga mældis 50,98 metrar.Katrín Tanja Davíðsdóttir er titluð hraustasta kona í heimi eftir magnaðan árangur á leikunum í L.A.Vísir/SnorriNafn: Katrín Tanja DavíðsdóttirFlokkur: 9. Einstaklingssigrar og/eða afrek. Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í Crossfit og er hraustasta kona heims 2015. Katrín vann keppnina með 40 stiga forskoti eða með 790 stig. Katrín Tanja komst ekki á heimsleikana 2014 og segir sjálf í viðtali að það hafi verið ástæðan fyrir því að hún hafði kraft til að vinna 2015. Katrín Tanja er 22 ára gömul, útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands árið 2012 og er í Háskóla Íslands. Hún er gríðarlega sterk og glæsileg kvenfyrirmynd fyrir allar konur í heiminum og einnig fyrir ungmenni sem stunda íþróttir, að gefast ekki upp þó á móti blási.Nafn: Kristín SveinsdóttirFlokkur: 4. Störf/Afrek á sviði menningar. Síðasta haust hóf Kristín bachelornám í klassískum söng við Tónlistarháskólann í Vínarborg undir leiðsögn Prof. Margit Klaushofer. Skólinn er einn sá allra virtasti á heimsmælikvarða og var Kristín í hópi þeirra 8 af 200 umsækjendum sem komust inn. Eftir nemendatónleika í Vínarborg í vetur var henni boðið í söngprufur fyrir óperuakademíu La Scala í Milan sem er eitt allra stærsta og virtasta óperuhús heimsins. Það heyrir til undantekninga að nemendum sé boðið í prufur inn í óperuakademíur og þá sérstaklega hjá jafn virtu óperuhúsi og La Scala.Nafn: Kristjana ÁsbjörnsdóttirFlokkur: 10. Störf/uppgötvanir á sviði læknisfræði. Dr. Kristjana Ásbjörnsdóttir varði doktorsritgerð sína nú í ágúst við University of Washington School of Public Health. Kristjana hefur unnið með HIV smituð börn í Kenýu og fékk nýverið International AIDS Society (IAS) Lange-Van Tongeren verðlaunin fyrir rannsóknir sínar á HIV-sýktum ungabörnum og viðbrögð þeirra við andretróveirumeðferð.Lesnar voru 60.000 þúsund bækur í lestrarátaki Ævars vísindamanns.Vísir/ValliNafn: Rakel GarðarsdóttirFlokkur: 5. Störf á sviði siðferðis- og/eða umhverfismála. Rakel Garðarsdóttir stofnaði velferðarsamtökin Vakandi upp á sitt einsdæmi en samtökin berjast fyrir minni sóun matvæla. Síðan að samtökin voru stofnuð í ársbyrjun 2014 hefur orðið mikil vitundarvakning og viðhorfsbreyting í samfèlaginu um sóun á mat. Hún gaf út bók síðustu jól í nafni Vakandi sem er í senn fróðleg og nytsamleg. Rakel hefur unnið allt sitt starf með Vakandi í sjálfboðastarfi og nýtt sinn frítíma í að berjast gegn sóun og reyna að bæta umhverfið og heiminn allan (lítil skref, byrja alltaf hjá okkur sjálfum). Nú stendur Rakel í fjáröflun fyrir heimildamynd sem fjallar um sóun á mat og tískufatnaði. Frábær mynd í bígerð sem mun hafa mikil áhrif á alla þá sem á hana horfa.Nafn: Snædís Rán HjartardóttirFlokkur: 6. Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda. Snædís hefur staði á rétti sínunum sem einstaklingur þrátt fyrir mikla fötlun. Snædís er daufblind ásamt því að vera hreyfihömluð og lætur það ekki stoppa sig. Hún kærði ríkið fyrir að tryggja henni ekki túlka í daglegu lífi og fékk það staðfest að ríkið fylgdi ekki mannréttindasáttmála SÞ. Snædís Rán Hjartardóttir er stjórnarmaður í Fjólu, félagi fólks með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Árið 2013 fékk Snædís ásamt tveimur öðrum stúlkum styrk úr minningasjóði Gunnars Thoroddsen til að berjast fyrir aðgengi fatlaðra eftir að hafa kannað aðgengi fatlaðra á Laugaveginum.Nafn: Ævar Þór BenediktssonFlokkur: 6 Framlag til barna, heimsfriðar og /eða mannréttinda Ævar Þór er leikari, sjónvarpsmaður, útvarpsmaður og rithöfundur er með brennandi áhuga á að skemmta og mennta ungt fólk. Hann hefur skrifað bækur sem eru bæði skáldsögur og bækur sem kveikja áhuga á vísindum hjá börnum. Hann hefur einnig staðið fyrir lestrarátaki og hvatt bön til lestrar og forvitni. Þar að auki hefur hann tekið meðvitaðar ákvarðanir um að nota leturgerð í bókum sínum sem er sérgerð til þess að auðvelda lesblindum textann. Með því er hann að hvetja þá sem sem verða oftast útundan í lestrarhópum á grunnskólaaldri til að lesa.
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira