Skjaldkirtilshormón seld á svörtum markaði á Íslandi kristjana björg guðbrandsdóttir skrifar 12. mars 2015 07:30 Tvö nýleg tilfelli á Landspítalanum urðu vegna inntöku skjaldkirtilshormóna sem fengin voru á svörtum markaði. Karl Andersen, prófessor í hjartalækningum, varar við gáleysi í inntöku lyfja án samráðs við lækni. Fréttablaðið/Pjetur Prófessor í hjartalækningum vill vara fólk við að taka inn skjaldkirtilshormón til að léttast. Tvö alvarleg tilfelli hafa orðið nýverið vegna þess að fólk hefur tekið inn skjaldkirtilshormón sem það keypti á svörtum markaði. Inntaka lyfjanna olli gáttaflökti og hjartastoppi. Karl Andersen, prófessor í hjartalækningum á Landspítala – háskólasjúkrahúsi segir um að ræða skjaldkirtilshormónið T3. „Ég hef áhyggjur af því magni sem fólk er að taka inn af óhefðbundnum lyfjum. Fullfrískt fólk er að taka inn skjaldkirtilshormón sem eru flutt inn til landsins og seld á svörtum markaði. Fólk er að taka þetta inn til að létta sig en veldur sér miklu heilsutjóni,“ segir Karl sem segist hafa rætt við sjúkling í vikunni sem var með hormónin í höndunum. Sá hafði fengið þau í gegnum vinnufélaga sem flutti lyfin inn frá Kína. „Þetta er stórhættulegt og fólk er að veikjast af þessu. Inntaka lyfjanna hjá frísku fólki getur valdið gáttaflökti og alvarlegustu tilfellin valda hjartastoppi. Skjaldkirtilslyfið T3 er notað í tilfellum þar sem fólk glímir við vanvirkan skjaldkirtil. Í þeim tilfellum er lyfjanotkun undir ströngu eftirliti læknis, þar sem fylgst er vel með sjúklingnum. Þetta er lyf sem á alls ekki að nota nema í samráði við lækni,“ segir Karl og segir fólk gálaust að taka við lyfjum með þessum hætti. Hann vill sérstakt átak vegna þessa og ítrekar tvö ný tilfelli þar sem fólk lenti í hættu vegna inntöku lyfjanna. „Það þarf að stöðva þetta, ég þekki að minnsta kosti tvö nýleg alvarleg dæmi um gáttaflökt og hjartastopp vegna inntöku þessara lyfja án samráðs við lækni.“ Hormónið T3, sem Karl varar við, er náttúrulegt en unnið úr dýraafurðum. Skjaldkirtillinn seytir skjaldkirtilshormónum út í blóðið. Þau eru tvö (T4 og T3) en helsta hormónið er týroxín (thyroxine: T4). Hlutverk þeirra er að stjórna efnaskiptum líkamans í víðum skilningi. Raskanir á starfsemi skjaldkirtils eru með algengustu viðfangsefnum lækna. Lyfið er stundum gefið við vanstarfsemi skjaldkirtils. Þegar fullfrískt fólk tekur lyf sem ætlað er að örva starfsemi kirtilsins getur fólk fengið alvarleg einkenni ofvirks skjaldkirtils. Hyperthyroidism eða thyrotoxicosis er það ástand þegar skjaldkirtillinn seytir óhóflega miklu magni af hormónum út í blóðið. Þetta líkist því ástandi að vera í yfirgír og gefur því fólki oft mikla orku og þrek í upphafi en þetta getur auðvitað endað í yfirkeyrslu og alvarlegum einkennum frá hjarta. Lyfjastofnun hefur til umfjöllunar erindi vegna málsins og Embætti landlæknis varaði nýverið við ofnotkun og rangri notkun skjaldkirtilshormóna. Í grein Magnúsar Guðmundssonar læknis í Læknablaðinu í desember á síðasta ári er orðum vikið að því að hormónanotkunin virðist vera einhvers konar tískufyrirbæri og bent er á mikla aukningu á lyfjum til meðhöndlunar við skjaldkirtilssjúkdómum. Magnús ræðir þá helst um notkun T4-lyfja sem algengast er að læknir ávísi til meðhöndlunar á skjaldvakabresti. „Slík notkun byggir ekki á gagnreyndri þekkingu, heldur falskenningum um orsakir almennra einkenna sem yfirleitt eiga sér aðrar skýringar en skjaldkirtilssjúkdóma,“ segir Magnús og bendir enn fremur á að tæplega 5 prósent þjóðarinnar hafi fengið ávísað slíkum hormónum. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Prófessor í hjartalækningum vill vara fólk við að taka inn skjaldkirtilshormón til að léttast. Tvö alvarleg tilfelli hafa orðið nýverið vegna þess að fólk hefur tekið inn skjaldkirtilshormón sem það keypti á svörtum markaði. Inntaka lyfjanna olli gáttaflökti og hjartastoppi. Karl Andersen, prófessor í hjartalækningum á Landspítala – háskólasjúkrahúsi segir um að ræða skjaldkirtilshormónið T3. „Ég hef áhyggjur af því magni sem fólk er að taka inn af óhefðbundnum lyfjum. Fullfrískt fólk er að taka inn skjaldkirtilshormón sem eru flutt inn til landsins og seld á svörtum markaði. Fólk er að taka þetta inn til að létta sig en veldur sér miklu heilsutjóni,“ segir Karl sem segist hafa rætt við sjúkling í vikunni sem var með hormónin í höndunum. Sá hafði fengið þau í gegnum vinnufélaga sem flutti lyfin inn frá Kína. „Þetta er stórhættulegt og fólk er að veikjast af þessu. Inntaka lyfjanna hjá frísku fólki getur valdið gáttaflökti og alvarlegustu tilfellin valda hjartastoppi. Skjaldkirtilslyfið T3 er notað í tilfellum þar sem fólk glímir við vanvirkan skjaldkirtil. Í þeim tilfellum er lyfjanotkun undir ströngu eftirliti læknis, þar sem fylgst er vel með sjúklingnum. Þetta er lyf sem á alls ekki að nota nema í samráði við lækni,“ segir Karl og segir fólk gálaust að taka við lyfjum með þessum hætti. Hann vill sérstakt átak vegna þessa og ítrekar tvö ný tilfelli þar sem fólk lenti í hættu vegna inntöku lyfjanna. „Það þarf að stöðva þetta, ég þekki að minnsta kosti tvö nýleg alvarleg dæmi um gáttaflökt og hjartastopp vegna inntöku þessara lyfja án samráðs við lækni.“ Hormónið T3, sem Karl varar við, er náttúrulegt en unnið úr dýraafurðum. Skjaldkirtillinn seytir skjaldkirtilshormónum út í blóðið. Þau eru tvö (T4 og T3) en helsta hormónið er týroxín (thyroxine: T4). Hlutverk þeirra er að stjórna efnaskiptum líkamans í víðum skilningi. Raskanir á starfsemi skjaldkirtils eru með algengustu viðfangsefnum lækna. Lyfið er stundum gefið við vanstarfsemi skjaldkirtils. Þegar fullfrískt fólk tekur lyf sem ætlað er að örva starfsemi kirtilsins getur fólk fengið alvarleg einkenni ofvirks skjaldkirtils. Hyperthyroidism eða thyrotoxicosis er það ástand þegar skjaldkirtillinn seytir óhóflega miklu magni af hormónum út í blóðið. Þetta líkist því ástandi að vera í yfirgír og gefur því fólki oft mikla orku og þrek í upphafi en þetta getur auðvitað endað í yfirkeyrslu og alvarlegum einkennum frá hjarta. Lyfjastofnun hefur til umfjöllunar erindi vegna málsins og Embætti landlæknis varaði nýverið við ofnotkun og rangri notkun skjaldkirtilshormóna. Í grein Magnúsar Guðmundssonar læknis í Læknablaðinu í desember á síðasta ári er orðum vikið að því að hormónanotkunin virðist vera einhvers konar tískufyrirbæri og bent er á mikla aukningu á lyfjum til meðhöndlunar við skjaldkirtilssjúkdómum. Magnús ræðir þá helst um notkun T4-lyfja sem algengast er að læknir ávísi til meðhöndlunar á skjaldvakabresti. „Slík notkun byggir ekki á gagnreyndri þekkingu, heldur falskenningum um orsakir almennra einkenna sem yfirleitt eiga sér aðrar skýringar en skjaldkirtilssjúkdóma,“ segir Magnús og bendir enn fremur á að tæplega 5 prósent þjóðarinnar hafi fengið ávísað slíkum hormónum.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira