Slökktu á útsendingu RÚV því fáir nota sendinn: „Vil fá peninginn minn til baka“ Birgir Olgeirsson skrifar 12. mars 2015 14:42 Útsending Sjónvarpsins næst ekki í Glitstöðum í Norðurárdal eftir að Vodafone ákvað að slökkva á stafrænum sendi því of fáir nota hann. Vísir/map.is/Haukur Hjónin Eiður Ólason og Guðrún Sigurjónsdóttir á Glitstöðum í Norðurárdal ná ekki útsendingum Sjónvarpsins eftir að Vodafone ákvað að slökkva á stafrænum sendi í nágrenninu. Útskýringarnar sem hjónin fá frá Vodafone fyrir þessari ákvörðun er sú að of fáir nýti þennan sendi. Eiður segir í samtali við Vísi að Vodafone hefði boðið honum upp á tvo aðra senda en þau á Glitstöðum ná ekki sambandi við þá. „Ég næ smá sjónvarpi hérna en það er ekki gott og ekki eins og það á að vera,“ segir Eiður. Það er einn sendir í nágrenni við þau en fjall á milli Glitstaða og sendisins kemur í veg fyrir að beint samband næst við hann. Því þarf Eiður að beina sjónvarpsgreiðunni að fjalli sem er á móti bænum og nær hann þannig speglun af fjallinu. Gæði útsendingarinnar eru þó ekki upp á marga fiska og dettur hún ítrekað út. „Ég vil fá peninginn minn til baka,“ segir Eiður þegar hann er spurður hvort hann sé ósáttur við þessa ákvörðun Vodafone en hann borgar eins og aðrir landsmenn nefskatt fyrir notkun á Ríkisútvarpinu en getur ekki nýtt sér þjónustu ríkisfjölmiðilsins nema að litlu leyti. „Ég hlusta svolítið á útvarp en það eru ekki góð útvarpsskilyrði hérna. Ég verð bara glaður með það ef þeir ætla að slökkva á mér og mér er alveg sama þó þeir taki þetta sjónvarp. Það verða kannski ekki allir jafn glaðir með það og ég,“ segir Eiður.Vodafone sendir þjónustuaðila á Glitstaði Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, almannatengill hjá Vodafone, segir fjölda nýrra sjónvarpssenda hafa verið setta upp eða styrkta um land allt undanfarið eitt og hálft ár og hefur að hennar sögn verið lagt kapp á að efla kerfið sem víðast til að hámarka gæði útsendinga fyrir notendur. Sendirinn sem um ræðir er við Rjúpnaás í Borgarfirði og segir Gunnhildur Ásta að Vodafone hafi metið það svo að óhætt væri að slökkva á honum þar sem aðrir sendar þjónusta þegar umrætt svæði og hafa gert um tíma. Hún bendir á að fólk sem lendir í vandræðum getur hringt í þjónustuver Vodafone þar sem það fær aðstoð við að ná merki aftur inn hafi það dottið út. Í flestum tilfellum dugir að láta sjónvörpin leita að merkinu upp á nýtt en í einstaka tilfellum þurfa notendur að snúa loftnetum sínum. „Því er við að bæta að við höfum þegar haft milligöngu um að þjónustuaðili fari á Glitstaði,“ segir Gunnhildur. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Hjónin Eiður Ólason og Guðrún Sigurjónsdóttir á Glitstöðum í Norðurárdal ná ekki útsendingum Sjónvarpsins eftir að Vodafone ákvað að slökkva á stafrænum sendi í nágrenninu. Útskýringarnar sem hjónin fá frá Vodafone fyrir þessari ákvörðun er sú að of fáir nýti þennan sendi. Eiður segir í samtali við Vísi að Vodafone hefði boðið honum upp á tvo aðra senda en þau á Glitstöðum ná ekki sambandi við þá. „Ég næ smá sjónvarpi hérna en það er ekki gott og ekki eins og það á að vera,“ segir Eiður. Það er einn sendir í nágrenni við þau en fjall á milli Glitstaða og sendisins kemur í veg fyrir að beint samband næst við hann. Því þarf Eiður að beina sjónvarpsgreiðunni að fjalli sem er á móti bænum og nær hann þannig speglun af fjallinu. Gæði útsendingarinnar eru þó ekki upp á marga fiska og dettur hún ítrekað út. „Ég vil fá peninginn minn til baka,“ segir Eiður þegar hann er spurður hvort hann sé ósáttur við þessa ákvörðun Vodafone en hann borgar eins og aðrir landsmenn nefskatt fyrir notkun á Ríkisútvarpinu en getur ekki nýtt sér þjónustu ríkisfjölmiðilsins nema að litlu leyti. „Ég hlusta svolítið á útvarp en það eru ekki góð útvarpsskilyrði hérna. Ég verð bara glaður með það ef þeir ætla að slökkva á mér og mér er alveg sama þó þeir taki þetta sjónvarp. Það verða kannski ekki allir jafn glaðir með það og ég,“ segir Eiður.Vodafone sendir þjónustuaðila á Glitstaði Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, almannatengill hjá Vodafone, segir fjölda nýrra sjónvarpssenda hafa verið setta upp eða styrkta um land allt undanfarið eitt og hálft ár og hefur að hennar sögn verið lagt kapp á að efla kerfið sem víðast til að hámarka gæði útsendinga fyrir notendur. Sendirinn sem um ræðir er við Rjúpnaás í Borgarfirði og segir Gunnhildur Ásta að Vodafone hafi metið það svo að óhætt væri að slökkva á honum þar sem aðrir sendar þjónusta þegar umrætt svæði og hafa gert um tíma. Hún bendir á að fólk sem lendir í vandræðum getur hringt í þjónustuver Vodafone þar sem það fær aðstoð við að ná merki aftur inn hafi það dottið út. Í flestum tilfellum dugir að láta sjónvörpin leita að merkinu upp á nýtt en í einstaka tilfellum þurfa notendur að snúa loftnetum sínum. „Því er við að bæta að við höfum þegar haft milligöngu um að þjónustuaðili fari á Glitstaði,“ segir Gunnhildur.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira