Innlent

Viðurkenningar til dokorsnema í lyfjafræði

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Á myndinn eru Margaret Scheving Thorsteinsson en hún stofnaði sjóðinn ásamt eiginmanni sínum Bent Scheving Thorstenisson árið 2001, Chutimon Muankaew styrkhafi, Ingólfur Magnússon styrkhafi og Guðrún S. Thorsteinsson, dóttir Bents og Margaretar.
Á myndinn eru Margaret Scheving Thorsteinsson en hún stofnaði sjóðinn ásamt eiginmanni sínum Bent Scheving Thorstenisson árið 2001, Chutimon Muankaew styrkhafi, Ingólfur Magnússon styrkhafi og Guðrún S. Thorsteinsson, dóttir Bents og Margaretar.
Tveir doktorsnemar við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, þeir Chutimon Muankaew og Ingólfur Magnússon, hafa hlotið viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Bergþóru og Þorsteins Schevings Thorsteinssonar lyfsala. Rannsóknir þeirra hafa það meðal annars að markmiði að þróa nýja augndropa gegn háþrýstingi í augum og nýjar aðferðir við krabbameinslyfjagjöf.

Þetta er níunda sinn sem doktorsnemum í lyfjafræði og/eða lyfjavísindum við Háskóla Íslands er veitt viðurkenning úr sjóðnum fyrir framúrskarandi rannsóknir. Heildarupphæð styrksins er 600 þúsund krónur og fær hvor styrkhafi fyrir sig 300 þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×