Keyrir Ísbílinn um óbyggðir landsins Snærós Sindradóttir skrifar 10. júlí 2015 08:00 Sigurður Grétar Jökulsson nýtur þess að keyra ísbílinn. Fréttablaðið/Valli „Ég er búinn að fara á hvern einasta sveitabæ á landinu og þræða götur hvers einasta kaupstaðar á landinu nokkrum sinnum,“ segir Sigurður Grétar Jökulsson ísbílstjóri. Sigurður er með meistaragráðu í viðskiptafræði auk kennsluréttinda. Hann hefur ekið Ísbílnum í tíu ár, eða síðan árið 2005, en gegnir einnig stöðu sölustjóra hjá fyrirtækinu. „Þegar ég var búinn með skólann þá leið mér svo vel í þessu. Sæmilegar tekjur og skemmtileg útivera.“ Ísbíllinn, í þeirri mynd sem hann er í nú, hefur ekið um sveitir landsins í 21 ár, eða frá árinu 1994. Flestir Íslendingar kannast við að heyra bjölluhljóminn í Ísbílnum í þorpum á landsbyggðinni. Færri gera sér þó grein fyrir því að Ísbíllinn fer víðar en í þéttbýli. „Ég er búinn að keyra yfir Kjöl á bílnum. Ég hef líka farið í Kerlingarfjöll og á Hveravelli. En það er meira svona til gamans gert,“ segir Sigurður. Hann tekur fram að alls staðar séu viðskiptatækifæri. Allir vilji ís. Breytingar hafa orðið á rekstri ísbílsins þau tíu ár sem Sigurður hefur starfað í faginu. Þegar hann hóf störf keyrði Ísbíllinn ekki um höfuðborgarsvæðið, eins og hann gerir nú. Þá voru líka notaðar strauvélar fyrir greiðslukort í stað posa. Sigurður segir að hver bílstjóri hafi sitt uppáhaldslandsvæði. „Ég hef voðalega gaman af Vestfjörðunum. Þar er bæði skemmtilegt fólk og stórbrotin náttúra.“ „En það eru margir staðir sem ég hef mjög gaman af að keyra. Það er mjög fallegt á Snæfellsnesinu og Austfirðirnir eru að sjálfsögðu stórbrotnir.“ Líf ísbílstjóranna er þó ekki alltaf eintómur dans á rósum. Stundum kemur fyrir að þeir mæta foreldrum með bókstaflega allt á hornum sér. „Ís er að sjálfsögðu fyrir alla aldurshópa. En Það eru einhverjir sem kvarta yfir því að maður sé að æsa krakkana. Þá svarar maður því að það hljóti að vera alveg skelfilegt að krakkarnir ráði sér ekki fyrir kæti,“ segir Sigurður. „Það hefur komið fyrir að gleði krakkanna er ekki alveg í takt við foreldrana. En það er alveg hverfandi.“ Eftir sem áður eru foreldrar stærsti kúnnahópur Ísbílsins. Starf ísbílstjórans er gefandi en ekki fjölskylduvænt. „En við erum í starfi til að gleðja og þjónusta,“ segir Sigurður að lokum. Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindin er náttúrlega bara einn enn pensilinn í höndum listamanna“ Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
„Ég er búinn að fara á hvern einasta sveitabæ á landinu og þræða götur hvers einasta kaupstaðar á landinu nokkrum sinnum,“ segir Sigurður Grétar Jökulsson ísbílstjóri. Sigurður er með meistaragráðu í viðskiptafræði auk kennsluréttinda. Hann hefur ekið Ísbílnum í tíu ár, eða síðan árið 2005, en gegnir einnig stöðu sölustjóra hjá fyrirtækinu. „Þegar ég var búinn með skólann þá leið mér svo vel í þessu. Sæmilegar tekjur og skemmtileg útivera.“ Ísbíllinn, í þeirri mynd sem hann er í nú, hefur ekið um sveitir landsins í 21 ár, eða frá árinu 1994. Flestir Íslendingar kannast við að heyra bjölluhljóminn í Ísbílnum í þorpum á landsbyggðinni. Færri gera sér þó grein fyrir því að Ísbíllinn fer víðar en í þéttbýli. „Ég er búinn að keyra yfir Kjöl á bílnum. Ég hef líka farið í Kerlingarfjöll og á Hveravelli. En það er meira svona til gamans gert,“ segir Sigurður. Hann tekur fram að alls staðar séu viðskiptatækifæri. Allir vilji ís. Breytingar hafa orðið á rekstri ísbílsins þau tíu ár sem Sigurður hefur starfað í faginu. Þegar hann hóf störf keyrði Ísbíllinn ekki um höfuðborgarsvæðið, eins og hann gerir nú. Þá voru líka notaðar strauvélar fyrir greiðslukort í stað posa. Sigurður segir að hver bílstjóri hafi sitt uppáhaldslandsvæði. „Ég hef voðalega gaman af Vestfjörðunum. Þar er bæði skemmtilegt fólk og stórbrotin náttúra.“ „En það eru margir staðir sem ég hef mjög gaman af að keyra. Það er mjög fallegt á Snæfellsnesinu og Austfirðirnir eru að sjálfsögðu stórbrotnir.“ Líf ísbílstjóranna er þó ekki alltaf eintómur dans á rósum. Stundum kemur fyrir að þeir mæta foreldrum með bókstaflega allt á hornum sér. „Ís er að sjálfsögðu fyrir alla aldurshópa. En Það eru einhverjir sem kvarta yfir því að maður sé að æsa krakkana. Þá svarar maður því að það hljóti að vera alveg skelfilegt að krakkarnir ráði sér ekki fyrir kæti,“ segir Sigurður. „Það hefur komið fyrir að gleði krakkanna er ekki alveg í takt við foreldrana. En það er alveg hverfandi.“ Eftir sem áður eru foreldrar stærsti kúnnahópur Ísbílsins. Starf ísbílstjórans er gefandi en ekki fjölskylduvænt. „En við erum í starfi til að gleðja og þjónusta,“ segir Sigurður að lokum.
Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindin er náttúrlega bara einn enn pensilinn í höndum listamanna“ Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira