Keyrir Ísbílinn um óbyggðir landsins Snærós Sindradóttir skrifar 10. júlí 2015 08:00 Sigurður Grétar Jökulsson nýtur þess að keyra ísbílinn. Fréttablaðið/Valli „Ég er búinn að fara á hvern einasta sveitabæ á landinu og þræða götur hvers einasta kaupstaðar á landinu nokkrum sinnum,“ segir Sigurður Grétar Jökulsson ísbílstjóri. Sigurður er með meistaragráðu í viðskiptafræði auk kennsluréttinda. Hann hefur ekið Ísbílnum í tíu ár, eða síðan árið 2005, en gegnir einnig stöðu sölustjóra hjá fyrirtækinu. „Þegar ég var búinn með skólann þá leið mér svo vel í þessu. Sæmilegar tekjur og skemmtileg útivera.“ Ísbíllinn, í þeirri mynd sem hann er í nú, hefur ekið um sveitir landsins í 21 ár, eða frá árinu 1994. Flestir Íslendingar kannast við að heyra bjölluhljóminn í Ísbílnum í þorpum á landsbyggðinni. Færri gera sér þó grein fyrir því að Ísbíllinn fer víðar en í þéttbýli. „Ég er búinn að keyra yfir Kjöl á bílnum. Ég hef líka farið í Kerlingarfjöll og á Hveravelli. En það er meira svona til gamans gert,“ segir Sigurður. Hann tekur fram að alls staðar séu viðskiptatækifæri. Allir vilji ís. Breytingar hafa orðið á rekstri ísbílsins þau tíu ár sem Sigurður hefur starfað í faginu. Þegar hann hóf störf keyrði Ísbíllinn ekki um höfuðborgarsvæðið, eins og hann gerir nú. Þá voru líka notaðar strauvélar fyrir greiðslukort í stað posa. Sigurður segir að hver bílstjóri hafi sitt uppáhaldslandsvæði. „Ég hef voðalega gaman af Vestfjörðunum. Þar er bæði skemmtilegt fólk og stórbrotin náttúra.“ „En það eru margir staðir sem ég hef mjög gaman af að keyra. Það er mjög fallegt á Snæfellsnesinu og Austfirðirnir eru að sjálfsögðu stórbrotnir.“ Líf ísbílstjóranna er þó ekki alltaf eintómur dans á rósum. Stundum kemur fyrir að þeir mæta foreldrum með bókstaflega allt á hornum sér. „Ís er að sjálfsögðu fyrir alla aldurshópa. En Það eru einhverjir sem kvarta yfir því að maður sé að æsa krakkana. Þá svarar maður því að það hljóti að vera alveg skelfilegt að krakkarnir ráði sér ekki fyrir kæti,“ segir Sigurður. „Það hefur komið fyrir að gleði krakkanna er ekki alveg í takt við foreldrana. En það er alveg hverfandi.“ Eftir sem áður eru foreldrar stærsti kúnnahópur Ísbílsins. Starf ísbílstjórans er gefandi en ekki fjölskylduvænt. „En við erum í starfi til að gleðja og þjónusta,“ segir Sigurður að lokum. Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
„Ég er búinn að fara á hvern einasta sveitabæ á landinu og þræða götur hvers einasta kaupstaðar á landinu nokkrum sinnum,“ segir Sigurður Grétar Jökulsson ísbílstjóri. Sigurður er með meistaragráðu í viðskiptafræði auk kennsluréttinda. Hann hefur ekið Ísbílnum í tíu ár, eða síðan árið 2005, en gegnir einnig stöðu sölustjóra hjá fyrirtækinu. „Þegar ég var búinn með skólann þá leið mér svo vel í þessu. Sæmilegar tekjur og skemmtileg útivera.“ Ísbíllinn, í þeirri mynd sem hann er í nú, hefur ekið um sveitir landsins í 21 ár, eða frá árinu 1994. Flestir Íslendingar kannast við að heyra bjölluhljóminn í Ísbílnum í þorpum á landsbyggðinni. Færri gera sér þó grein fyrir því að Ísbíllinn fer víðar en í þéttbýli. „Ég er búinn að keyra yfir Kjöl á bílnum. Ég hef líka farið í Kerlingarfjöll og á Hveravelli. En það er meira svona til gamans gert,“ segir Sigurður. Hann tekur fram að alls staðar séu viðskiptatækifæri. Allir vilji ís. Breytingar hafa orðið á rekstri ísbílsins þau tíu ár sem Sigurður hefur starfað í faginu. Þegar hann hóf störf keyrði Ísbíllinn ekki um höfuðborgarsvæðið, eins og hann gerir nú. Þá voru líka notaðar strauvélar fyrir greiðslukort í stað posa. Sigurður segir að hver bílstjóri hafi sitt uppáhaldslandsvæði. „Ég hef voðalega gaman af Vestfjörðunum. Þar er bæði skemmtilegt fólk og stórbrotin náttúra.“ „En það eru margir staðir sem ég hef mjög gaman af að keyra. Það er mjög fallegt á Snæfellsnesinu og Austfirðirnir eru að sjálfsögðu stórbrotnir.“ Líf ísbílstjóranna er þó ekki alltaf eintómur dans á rósum. Stundum kemur fyrir að þeir mæta foreldrum með bókstaflega allt á hornum sér. „Ís er að sjálfsögðu fyrir alla aldurshópa. En Það eru einhverjir sem kvarta yfir því að maður sé að æsa krakkana. Þá svarar maður því að það hljóti að vera alveg skelfilegt að krakkarnir ráði sér ekki fyrir kæti,“ segir Sigurður. „Það hefur komið fyrir að gleði krakkanna er ekki alveg í takt við foreldrana. En það er alveg hverfandi.“ Eftir sem áður eru foreldrar stærsti kúnnahópur Ísbílsins. Starf ísbílstjórans er gefandi en ekki fjölskylduvænt. „En við erum í starfi til að gleðja og þjónusta,“ segir Sigurður að lokum.
Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sextíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira