Heilbrigðiskerfið, landlæknir og sjúklingar Jón H. Guðmundsson skrifar 10. júlí 2015 12:04 Þó að það sé dálítið umliðið síðan eftirfarandi grein var samin og ýmsir hnökrar orðið til þess að hún hefur ekki komið fyrr fram, er vonandi að hún missi ekki mark sitt nú þegar hún loksins byrtist, þótt ýmsu mætti bæta við hana nú. Vonandi gefst tækifæri á því síðar. Í Fréttablaðinu þann 15. maí s.l. er nærri heilsíðu viðtal við landlækni þar sem hann ræðir um stöðu heilbrigðiskerfisins eins og það er í dag og hvað mætti betur gera. Þar kemur fram að hann muni gefa sér góðan tíma til að kynna sér kosti og galla þess og hvað sé til úrbóta. Sjálfsagt er viðtalið tilkomið vegna þess ástands sem nú ríkir í heilbrigðismálum landsins, vegna verkfalla heilbrigðisstétta. Eftir að hafa lesið viðtalið aftur og aftur, minnkaði skilningur minn á þessu embætti við hvern lestur og það sem vakti undrun og furðu mína var að orðið „sjúklingur“ kom hvergi fram hjá honum í þessu viðtali. Hann er jú landlæknir en ekki „landsjúklingur“ og munar töluverðu þar á. Hver er staða sjúklingsins innan þessa kerfis nú? Er hægt að ræða um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins án þess að þarfir sjúklinga séu teknar með. Í grein í Fréttabl. þann 21. maí s.l. vakti það furðu greinarhöfunds að landlæknir tæki afgerandi afstöðu með ríkisvaldinu í deilu þeirra við það. Hvort landlæknir taki afstöðu með ríkisvaldinu eða heilbrigðisstéttum finnst mér ekki skipta máli, en að hann skuli ekki verja réttindi sjúklinga, finnst mér alvarlegra mál. Það er ljóst að sjúklingar hafa orðið illa fyrir barðinu á þessum aðgerðum heilbrigðisstétta. Síðan tala forustumenn spítalanna um að aðgerðirnar bitni illa á þeirra stofnunum, þannig að þau verða að loka deildum, valkvæð þjónusta leggst af, spítalinn tekinn niður, loka rúmum og sjúklingar sendir heim. (Vonandi er enginn í viðkomandi rúmi). Hverslags talsmáti er þetta? Er ekki hægt að tala beinum orðum um þau áhrif sem verkföllin hafa á líðan og heilsu sjúklinganna, sem eru einu raunverulegu þolendur í svona deilum. Í einhverju viðtali við landlækni, kom fram hjá honum að hann dáðist af æðruleysi sjúklinga og hvað þeir bæru raunir sínar í hljóði. Það er ansi lítill lækningarmáttur í svona yfirlýsingu og nær væri hjá honum að beita sér að meiri hörku til að sjúklingar fái þá þjónusutu sem þeir eiga rétt á. Það hefur komið fram að ótímabært andlát hafi orðið vegna verkfallanna. Hvort það er eitt eða fleiri, er eitt einum of mikið og það mun sjálfsagt aldrei koma fram hvað þau eru mörg. Það eru töluverð öfugmæli að sjúklingar sem þurfa að leggjast inn á spítala skulu vera í lífshættu, enda er svo komið að einstaklingar eru hættir að fara til læknis vegna þessa óvissu sem nú ríkir. Það liggur fyrir að heilbrigðiskerfið er ekki að virka sem slíkt og virðist vera í molum. Svo virðist sem uppbygging þess hafi á einhverjum tímapunkti farið útaf sporinu. Hvernig landlæknir ætlar að byggja upp heilbrigðiskerfið verður fróðlegt að vita. Eins og það lítur út í dag er það ærið verkefni. Er hægt að byggja upp heilbrigðiskerfi án aðkomu sjúklinga? Á ekki svona kerfi að snúast um líf og heilsu þeirra einstaklinga sem þurfa að leita sér lækninga? Það er ekki að sjá að slík hafi verið raunin undanfarin misseri. Í áðurnefndu viðtali við landlækni sem vitnað er í við upphaf þessara greinar kemur fram að heilbrigðiskerfið eigi við sömu vandamál að etja og þegar hann vann hér síðast, fyrir 25 – 30 árum og mætti ef til vill fara enn lengra aftur í tímann c.a. 40 – 50 ár. Styður þessi umsögn að uppbyggingin á heilbrigðiskerfinu hefur mistekist allavega hvað sjúklinga varðar? Ég hef oft í huganum borið saman uppbygginguna í heilbrigðiskerfinu og þá uppbyggingu sem hefur orðið hjá okkar ágætu sjómannastétt. Hvað tæknivæðingin og allur aðbúnaður þeirra hefur tekið miklum framförum á síðustu áratugum, en það sama er ekki hægt að segja um heilbrigðisstéttirnar. Hverjum er um að kenna veit ég ekki. Vonandi fer þessu ófremdarástandi sem nú ríkir hjá sjúklingum að linna og landlæknir gleymi ekki aðkomu sjúklinga við uppbyggingu á heilbrigðiskerfinu. Telur landlæknir ekki rétt að sjúklingar eignist talsmann, því það er enginn í þessu þjóðfélagi sem berst fyrir lagalegum rétti sjúklinga. Það eru dýraverdunarlög í landinu…………….. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
Þó að það sé dálítið umliðið síðan eftirfarandi grein var samin og ýmsir hnökrar orðið til þess að hún hefur ekki komið fyrr fram, er vonandi að hún missi ekki mark sitt nú þegar hún loksins byrtist, þótt ýmsu mætti bæta við hana nú. Vonandi gefst tækifæri á því síðar. Í Fréttablaðinu þann 15. maí s.l. er nærri heilsíðu viðtal við landlækni þar sem hann ræðir um stöðu heilbrigðiskerfisins eins og það er í dag og hvað mætti betur gera. Þar kemur fram að hann muni gefa sér góðan tíma til að kynna sér kosti og galla þess og hvað sé til úrbóta. Sjálfsagt er viðtalið tilkomið vegna þess ástands sem nú ríkir í heilbrigðismálum landsins, vegna verkfalla heilbrigðisstétta. Eftir að hafa lesið viðtalið aftur og aftur, minnkaði skilningur minn á þessu embætti við hvern lestur og það sem vakti undrun og furðu mína var að orðið „sjúklingur“ kom hvergi fram hjá honum í þessu viðtali. Hann er jú landlæknir en ekki „landsjúklingur“ og munar töluverðu þar á. Hver er staða sjúklingsins innan þessa kerfis nú? Er hægt að ræða um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins án þess að þarfir sjúklinga séu teknar með. Í grein í Fréttabl. þann 21. maí s.l. vakti það furðu greinarhöfunds að landlæknir tæki afgerandi afstöðu með ríkisvaldinu í deilu þeirra við það. Hvort landlæknir taki afstöðu með ríkisvaldinu eða heilbrigðisstéttum finnst mér ekki skipta máli, en að hann skuli ekki verja réttindi sjúklinga, finnst mér alvarlegra mál. Það er ljóst að sjúklingar hafa orðið illa fyrir barðinu á þessum aðgerðum heilbrigðisstétta. Síðan tala forustumenn spítalanna um að aðgerðirnar bitni illa á þeirra stofnunum, þannig að þau verða að loka deildum, valkvæð þjónusta leggst af, spítalinn tekinn niður, loka rúmum og sjúklingar sendir heim. (Vonandi er enginn í viðkomandi rúmi). Hverslags talsmáti er þetta? Er ekki hægt að tala beinum orðum um þau áhrif sem verkföllin hafa á líðan og heilsu sjúklinganna, sem eru einu raunverulegu þolendur í svona deilum. Í einhverju viðtali við landlækni, kom fram hjá honum að hann dáðist af æðruleysi sjúklinga og hvað þeir bæru raunir sínar í hljóði. Það er ansi lítill lækningarmáttur í svona yfirlýsingu og nær væri hjá honum að beita sér að meiri hörku til að sjúklingar fái þá þjónusutu sem þeir eiga rétt á. Það hefur komið fram að ótímabært andlát hafi orðið vegna verkfallanna. Hvort það er eitt eða fleiri, er eitt einum of mikið og það mun sjálfsagt aldrei koma fram hvað þau eru mörg. Það eru töluverð öfugmæli að sjúklingar sem þurfa að leggjast inn á spítala skulu vera í lífshættu, enda er svo komið að einstaklingar eru hættir að fara til læknis vegna þessa óvissu sem nú ríkir. Það liggur fyrir að heilbrigðiskerfið er ekki að virka sem slíkt og virðist vera í molum. Svo virðist sem uppbygging þess hafi á einhverjum tímapunkti farið útaf sporinu. Hvernig landlæknir ætlar að byggja upp heilbrigðiskerfið verður fróðlegt að vita. Eins og það lítur út í dag er það ærið verkefni. Er hægt að byggja upp heilbrigðiskerfi án aðkomu sjúklinga? Á ekki svona kerfi að snúast um líf og heilsu þeirra einstaklinga sem þurfa að leita sér lækninga? Það er ekki að sjá að slík hafi verið raunin undanfarin misseri. Í áðurnefndu viðtali við landlækni sem vitnað er í við upphaf þessara greinar kemur fram að heilbrigðiskerfið eigi við sömu vandamál að etja og þegar hann vann hér síðast, fyrir 25 – 30 árum og mætti ef til vill fara enn lengra aftur í tímann c.a. 40 – 50 ár. Styður þessi umsögn að uppbyggingin á heilbrigðiskerfinu hefur mistekist allavega hvað sjúklinga varðar? Ég hef oft í huganum borið saman uppbygginguna í heilbrigðiskerfinu og þá uppbyggingu sem hefur orðið hjá okkar ágætu sjómannastétt. Hvað tæknivæðingin og allur aðbúnaður þeirra hefur tekið miklum framförum á síðustu áratugum, en það sama er ekki hægt að segja um heilbrigðisstéttirnar. Hverjum er um að kenna veit ég ekki. Vonandi fer þessu ófremdarástandi sem nú ríkir hjá sjúklingum að linna og landlæknir gleymi ekki aðkomu sjúklinga við uppbyggingu á heilbrigðiskerfinu. Telur landlæknir ekki rétt að sjúklingar eignist talsmann, því það er enginn í þessu þjóðfélagi sem berst fyrir lagalegum rétti sjúklinga. Það eru dýraverdunarlög í landinu……………..
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun