Hjúkrunarfræðingar framtíðarinnar og A-próf Helga Jónsdóttir skrifar 20. apríl 2015 14:06 Nýverið birtist í þessu blaði pistill þar sem því var velt upp hvort ákvörðun um það hverjir verða hjúkrunarfræðingar framtíðarinnar ráðist með svokölluðu A-prófi en það er aðgangspróf fyrir háskólanám sem ætlað er að mæla almenna áunna færni við að tileinka sér flókið námsefni. Eins og kunnugt er þá hafa aðgangspróf í háskólanám með einum eða öðrum hætti verið notuð hérlendis og erlendis um árabil. Mér er sönn ánægja að upplýsa um málið og þakka áhuga á velferð hjúkrunarfræðinema og hjúkrunarfræðinga framtíðarinnar. Í Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands hefur verið aðgangsstýring – numerus clausus – í BS-nám í hjúkrunarfræði um tveggja áratuga skeið. Nemendur hafa þreytt samkeppnispróf að lokinni haustönn fyrsta árs. Um 150-250 nemendur hafa hafið nám ár hvert og 70-95 nemendur hafa náð samkeppnisprófum. Brottfall úr námi er sáralítið og langflestir ljúka því á fjórum árum. Þannig hefur numerus clausus verið góður mælikvarði á það hverjum vegnar vel í hjúkrunarfræðinámi. Numerus clausus hefur samt sem áður ókosti. Ókostirnir eru m.a. þeir að tíma og fjármunum þeirra nemenda sem ekki komast í hjúkrunarfræðinám er ekki vel varið, nemendahópurinn er mjög stór og kennsluhættir og námsmat einhæft. Inntaka í nám í upphafi haustmisseris fyrsta árs, eins og ráðgerð er með upptöku A-prófs, sparar tíma þeirra sem ekki komast áfram, hjúkrunarfræði verður kennd frá fyrsta degi sem ekki var í fyrra fyrirkomulagi og kennsluhættir verða fjölbreyttari í minni nemendahópi.Góður kostur A-próf er góður kostur til að segja fyrir um hverjir eru líklegir til að farnast vel í námi í hjúkrunarfræði. Við undirbúning á upptöku A-prófs tóku nemendur á haustmisseri fyrsta árs prufu-A-próf og einkunnir þeirra voru bornar saman við árangur á numerus clausus-prófi sama misseris. Í ljós kom góð fylgni, þ.e.a.s. þeir sem fengu mörg stig á A-prófi fengu einnig háar einkunnir í numerus clausus. Einnig hefur komið í ljós að tengsl eru milli árangurs í íslensku, ensku og stærðfræði í námi til stúdentsprófs og árangurs á numerus clausus-prófi en þessar sömu námsgreinar eru mikilvægir þættir A-prófsins. Markmið og áherslur sem lagðar eru með A-prófi og numerus clausus eru í raun hliðstæð. Í þessum prófum eru engu að síður margir mikilvægir þættir ekki metnir, þar á meðal færni í samskiptum, færni í að meta og taka ákvarðanir um aðgerðir til dæmis hjá lífshættulega veikum sjúklingum og fleira. Þeir þættir eru metnir síðar í náminu þegar nemendur hafa fengið tilskilda kennslu og þjálfun og hægt er að leggja mat á raunverulega færni til starfa. Því er engin trygging fengin fyrir því að sá sem stendur sig vel á A-prófi muni útskrifast sem hjúkrunarfræðingur, en líkurnar eru góðar. Eins og áður þurfa nemendur að leggja á sig mikla vinnu og árvekni. Hjúkrunarfræðinámið er mjög fjölþætt, einkum þegar fram í sækir. Þekkingin er margvísleg; hin sértæka þekking í hjúkrunarfræði er nátengd þekkingu í líf- og heilbrigðisvísindum, hugvísindum, félagsvísindum og eiginlega flestum sviðum vísinda og byggir að miklu leyti á þeim. Fram undan eru spennandi tímar fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á hjúkrunarfræði. Þann 12. júní nk. verður næst haldið A-próf. Fyrir þann tíma, eða þann 5. júní, er lokadagur skráningar bæði í A-prófið og nám í Hjúkrunarfræðideild. Um mánaðamótin júní-júlí nk. munu niðurstöður samanlagðs árangurs A-prófs (70%) og árangurs á stúdentsprófi í íslensku, ensku og stærðfræði (samanlagt 30%) liggja fyrir. Eftir það verður þeim 100 sem hæstu einkunn fá boðið að hefja BS-nám í hjúkrunarfræði næsta haust. Starfs- og námsmöguleikar hjúkrunarfræðinga eru einstakir. Þeir eru eftirsóttur starfskraftur víða um heim við margvísleg krefjandi og gefandi störf. Möguleikar til framhaldsnáms eru margir og eftirsóttir. Hjúkrunarfræðingar eru burðarás heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar. Það er spennandi fyrir hvern þann sem hefur tækifæri til að vera þátttakandi í þeirri vegferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Nýverið birtist í þessu blaði pistill þar sem því var velt upp hvort ákvörðun um það hverjir verða hjúkrunarfræðingar framtíðarinnar ráðist með svokölluðu A-prófi en það er aðgangspróf fyrir háskólanám sem ætlað er að mæla almenna áunna færni við að tileinka sér flókið námsefni. Eins og kunnugt er þá hafa aðgangspróf í háskólanám með einum eða öðrum hætti verið notuð hérlendis og erlendis um árabil. Mér er sönn ánægja að upplýsa um málið og þakka áhuga á velferð hjúkrunarfræðinema og hjúkrunarfræðinga framtíðarinnar. Í Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands hefur verið aðgangsstýring – numerus clausus – í BS-nám í hjúkrunarfræði um tveggja áratuga skeið. Nemendur hafa þreytt samkeppnispróf að lokinni haustönn fyrsta árs. Um 150-250 nemendur hafa hafið nám ár hvert og 70-95 nemendur hafa náð samkeppnisprófum. Brottfall úr námi er sáralítið og langflestir ljúka því á fjórum árum. Þannig hefur numerus clausus verið góður mælikvarði á það hverjum vegnar vel í hjúkrunarfræðinámi. Numerus clausus hefur samt sem áður ókosti. Ókostirnir eru m.a. þeir að tíma og fjármunum þeirra nemenda sem ekki komast í hjúkrunarfræðinám er ekki vel varið, nemendahópurinn er mjög stór og kennsluhættir og námsmat einhæft. Inntaka í nám í upphafi haustmisseris fyrsta árs, eins og ráðgerð er með upptöku A-prófs, sparar tíma þeirra sem ekki komast áfram, hjúkrunarfræði verður kennd frá fyrsta degi sem ekki var í fyrra fyrirkomulagi og kennsluhættir verða fjölbreyttari í minni nemendahópi.Góður kostur A-próf er góður kostur til að segja fyrir um hverjir eru líklegir til að farnast vel í námi í hjúkrunarfræði. Við undirbúning á upptöku A-prófs tóku nemendur á haustmisseri fyrsta árs prufu-A-próf og einkunnir þeirra voru bornar saman við árangur á numerus clausus-prófi sama misseris. Í ljós kom góð fylgni, þ.e.a.s. þeir sem fengu mörg stig á A-prófi fengu einnig háar einkunnir í numerus clausus. Einnig hefur komið í ljós að tengsl eru milli árangurs í íslensku, ensku og stærðfræði í námi til stúdentsprófs og árangurs á numerus clausus-prófi en þessar sömu námsgreinar eru mikilvægir þættir A-prófsins. Markmið og áherslur sem lagðar eru með A-prófi og numerus clausus eru í raun hliðstæð. Í þessum prófum eru engu að síður margir mikilvægir þættir ekki metnir, þar á meðal færni í samskiptum, færni í að meta og taka ákvarðanir um aðgerðir til dæmis hjá lífshættulega veikum sjúklingum og fleira. Þeir þættir eru metnir síðar í náminu þegar nemendur hafa fengið tilskilda kennslu og þjálfun og hægt er að leggja mat á raunverulega færni til starfa. Því er engin trygging fengin fyrir því að sá sem stendur sig vel á A-prófi muni útskrifast sem hjúkrunarfræðingur, en líkurnar eru góðar. Eins og áður þurfa nemendur að leggja á sig mikla vinnu og árvekni. Hjúkrunarfræðinámið er mjög fjölþætt, einkum þegar fram í sækir. Þekkingin er margvísleg; hin sértæka þekking í hjúkrunarfræði er nátengd þekkingu í líf- og heilbrigðisvísindum, hugvísindum, félagsvísindum og eiginlega flestum sviðum vísinda og byggir að miklu leyti á þeim. Fram undan eru spennandi tímar fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á hjúkrunarfræði. Þann 12. júní nk. verður næst haldið A-próf. Fyrir þann tíma, eða þann 5. júní, er lokadagur skráningar bæði í A-prófið og nám í Hjúkrunarfræðideild. Um mánaðamótin júní-júlí nk. munu niðurstöður samanlagðs árangurs A-prófs (70%) og árangurs á stúdentsprófi í íslensku, ensku og stærðfræði (samanlagt 30%) liggja fyrir. Eftir það verður þeim 100 sem hæstu einkunn fá boðið að hefja BS-nám í hjúkrunarfræði næsta haust. Starfs- og námsmöguleikar hjúkrunarfræðinga eru einstakir. Þeir eru eftirsóttur starfskraftur víða um heim við margvísleg krefjandi og gefandi störf. Möguleikar til framhaldsnáms eru margir og eftirsóttir. Hjúkrunarfræðingar eru burðarás heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar. Það er spennandi fyrir hvern þann sem hefur tækifæri til að vera þátttakandi í þeirri vegferð.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun