Hjúkrunarfræðingar framtíðarinnar og A-próf Helga Jónsdóttir skrifar 20. apríl 2015 14:06 Nýverið birtist í þessu blaði pistill þar sem því var velt upp hvort ákvörðun um það hverjir verða hjúkrunarfræðingar framtíðarinnar ráðist með svokölluðu A-prófi en það er aðgangspróf fyrir háskólanám sem ætlað er að mæla almenna áunna færni við að tileinka sér flókið námsefni. Eins og kunnugt er þá hafa aðgangspróf í háskólanám með einum eða öðrum hætti verið notuð hérlendis og erlendis um árabil. Mér er sönn ánægja að upplýsa um málið og þakka áhuga á velferð hjúkrunarfræðinema og hjúkrunarfræðinga framtíðarinnar. Í Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands hefur verið aðgangsstýring – numerus clausus – í BS-nám í hjúkrunarfræði um tveggja áratuga skeið. Nemendur hafa þreytt samkeppnispróf að lokinni haustönn fyrsta árs. Um 150-250 nemendur hafa hafið nám ár hvert og 70-95 nemendur hafa náð samkeppnisprófum. Brottfall úr námi er sáralítið og langflestir ljúka því á fjórum árum. Þannig hefur numerus clausus verið góður mælikvarði á það hverjum vegnar vel í hjúkrunarfræðinámi. Numerus clausus hefur samt sem áður ókosti. Ókostirnir eru m.a. þeir að tíma og fjármunum þeirra nemenda sem ekki komast í hjúkrunarfræðinám er ekki vel varið, nemendahópurinn er mjög stór og kennsluhættir og námsmat einhæft. Inntaka í nám í upphafi haustmisseris fyrsta árs, eins og ráðgerð er með upptöku A-prófs, sparar tíma þeirra sem ekki komast áfram, hjúkrunarfræði verður kennd frá fyrsta degi sem ekki var í fyrra fyrirkomulagi og kennsluhættir verða fjölbreyttari í minni nemendahópi.Góður kostur A-próf er góður kostur til að segja fyrir um hverjir eru líklegir til að farnast vel í námi í hjúkrunarfræði. Við undirbúning á upptöku A-prófs tóku nemendur á haustmisseri fyrsta árs prufu-A-próf og einkunnir þeirra voru bornar saman við árangur á numerus clausus-prófi sama misseris. Í ljós kom góð fylgni, þ.e.a.s. þeir sem fengu mörg stig á A-prófi fengu einnig háar einkunnir í numerus clausus. Einnig hefur komið í ljós að tengsl eru milli árangurs í íslensku, ensku og stærðfræði í námi til stúdentsprófs og árangurs á numerus clausus-prófi en þessar sömu námsgreinar eru mikilvægir þættir A-prófsins. Markmið og áherslur sem lagðar eru með A-prófi og numerus clausus eru í raun hliðstæð. Í þessum prófum eru engu að síður margir mikilvægir þættir ekki metnir, þar á meðal færni í samskiptum, færni í að meta og taka ákvarðanir um aðgerðir til dæmis hjá lífshættulega veikum sjúklingum og fleira. Þeir þættir eru metnir síðar í náminu þegar nemendur hafa fengið tilskilda kennslu og þjálfun og hægt er að leggja mat á raunverulega færni til starfa. Því er engin trygging fengin fyrir því að sá sem stendur sig vel á A-prófi muni útskrifast sem hjúkrunarfræðingur, en líkurnar eru góðar. Eins og áður þurfa nemendur að leggja á sig mikla vinnu og árvekni. Hjúkrunarfræðinámið er mjög fjölþætt, einkum þegar fram í sækir. Þekkingin er margvísleg; hin sértæka þekking í hjúkrunarfræði er nátengd þekkingu í líf- og heilbrigðisvísindum, hugvísindum, félagsvísindum og eiginlega flestum sviðum vísinda og byggir að miklu leyti á þeim. Fram undan eru spennandi tímar fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á hjúkrunarfræði. Þann 12. júní nk. verður næst haldið A-próf. Fyrir þann tíma, eða þann 5. júní, er lokadagur skráningar bæði í A-prófið og nám í Hjúkrunarfræðideild. Um mánaðamótin júní-júlí nk. munu niðurstöður samanlagðs árangurs A-prófs (70%) og árangurs á stúdentsprófi í íslensku, ensku og stærðfræði (samanlagt 30%) liggja fyrir. Eftir það verður þeim 100 sem hæstu einkunn fá boðið að hefja BS-nám í hjúkrunarfræði næsta haust. Starfs- og námsmöguleikar hjúkrunarfræðinga eru einstakir. Þeir eru eftirsóttur starfskraftur víða um heim við margvísleg krefjandi og gefandi störf. Möguleikar til framhaldsnáms eru margir og eftirsóttir. Hjúkrunarfræðingar eru burðarás heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar. Það er spennandi fyrir hvern þann sem hefur tækifæri til að vera þátttakandi í þeirri vegferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Skoðun Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Nýverið birtist í þessu blaði pistill þar sem því var velt upp hvort ákvörðun um það hverjir verða hjúkrunarfræðingar framtíðarinnar ráðist með svokölluðu A-prófi en það er aðgangspróf fyrir háskólanám sem ætlað er að mæla almenna áunna færni við að tileinka sér flókið námsefni. Eins og kunnugt er þá hafa aðgangspróf í háskólanám með einum eða öðrum hætti verið notuð hérlendis og erlendis um árabil. Mér er sönn ánægja að upplýsa um málið og þakka áhuga á velferð hjúkrunarfræðinema og hjúkrunarfræðinga framtíðarinnar. Í Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands hefur verið aðgangsstýring – numerus clausus – í BS-nám í hjúkrunarfræði um tveggja áratuga skeið. Nemendur hafa þreytt samkeppnispróf að lokinni haustönn fyrsta árs. Um 150-250 nemendur hafa hafið nám ár hvert og 70-95 nemendur hafa náð samkeppnisprófum. Brottfall úr námi er sáralítið og langflestir ljúka því á fjórum árum. Þannig hefur numerus clausus verið góður mælikvarði á það hverjum vegnar vel í hjúkrunarfræðinámi. Numerus clausus hefur samt sem áður ókosti. Ókostirnir eru m.a. þeir að tíma og fjármunum þeirra nemenda sem ekki komast í hjúkrunarfræðinám er ekki vel varið, nemendahópurinn er mjög stór og kennsluhættir og námsmat einhæft. Inntaka í nám í upphafi haustmisseris fyrsta árs, eins og ráðgerð er með upptöku A-prófs, sparar tíma þeirra sem ekki komast áfram, hjúkrunarfræði verður kennd frá fyrsta degi sem ekki var í fyrra fyrirkomulagi og kennsluhættir verða fjölbreyttari í minni nemendahópi.Góður kostur A-próf er góður kostur til að segja fyrir um hverjir eru líklegir til að farnast vel í námi í hjúkrunarfræði. Við undirbúning á upptöku A-prófs tóku nemendur á haustmisseri fyrsta árs prufu-A-próf og einkunnir þeirra voru bornar saman við árangur á numerus clausus-prófi sama misseris. Í ljós kom góð fylgni, þ.e.a.s. þeir sem fengu mörg stig á A-prófi fengu einnig háar einkunnir í numerus clausus. Einnig hefur komið í ljós að tengsl eru milli árangurs í íslensku, ensku og stærðfræði í námi til stúdentsprófs og árangurs á numerus clausus-prófi en þessar sömu námsgreinar eru mikilvægir þættir A-prófsins. Markmið og áherslur sem lagðar eru með A-prófi og numerus clausus eru í raun hliðstæð. Í þessum prófum eru engu að síður margir mikilvægir þættir ekki metnir, þar á meðal færni í samskiptum, færni í að meta og taka ákvarðanir um aðgerðir til dæmis hjá lífshættulega veikum sjúklingum og fleira. Þeir þættir eru metnir síðar í náminu þegar nemendur hafa fengið tilskilda kennslu og þjálfun og hægt er að leggja mat á raunverulega færni til starfa. Því er engin trygging fengin fyrir því að sá sem stendur sig vel á A-prófi muni útskrifast sem hjúkrunarfræðingur, en líkurnar eru góðar. Eins og áður þurfa nemendur að leggja á sig mikla vinnu og árvekni. Hjúkrunarfræðinámið er mjög fjölþætt, einkum þegar fram í sækir. Þekkingin er margvísleg; hin sértæka þekking í hjúkrunarfræði er nátengd þekkingu í líf- og heilbrigðisvísindum, hugvísindum, félagsvísindum og eiginlega flestum sviðum vísinda og byggir að miklu leyti á þeim. Fram undan eru spennandi tímar fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á hjúkrunarfræði. Þann 12. júní nk. verður næst haldið A-próf. Fyrir þann tíma, eða þann 5. júní, er lokadagur skráningar bæði í A-prófið og nám í Hjúkrunarfræðideild. Um mánaðamótin júní-júlí nk. munu niðurstöður samanlagðs árangurs A-prófs (70%) og árangurs á stúdentsprófi í íslensku, ensku og stærðfræði (samanlagt 30%) liggja fyrir. Eftir það verður þeim 100 sem hæstu einkunn fá boðið að hefja BS-nám í hjúkrunarfræði næsta haust. Starfs- og námsmöguleikar hjúkrunarfræðinga eru einstakir. Þeir eru eftirsóttur starfskraftur víða um heim við margvísleg krefjandi og gefandi störf. Möguleikar til framhaldsnáms eru margir og eftirsóttir. Hjúkrunarfræðingar eru burðarás heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar. Það er spennandi fyrir hvern þann sem hefur tækifæri til að vera þátttakandi í þeirri vegferð.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun